Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 9. júlí 2018 22:17 Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, var í kvöld skipaður utanríkisráðherra Bretlands. Vísir/ap Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag er Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. Hunt var í kvöld boðaður á fund May í ráðherrabústaðnum við Downingstræti 10 og var tilkynnt um skipun hans eftir fundinn. Þessi uppstokkun á ríkisstjórninni felur í sér að menningarmálaráðherrann Matt Hancock verður heilbrigðisráðherra og Jeremy Wright, ríkissaksóknari, tekur við embætti ráðherra menningarmála. Í viðtali við Sky News þakkaði nýr utanríkisráðherra forvera sínum, Boris Johnson, fyrir vel unnin störf. Hann hafi verið mikill drifkraftur fyrir bresk stjórnmál auk þess sem hann hafi staðið sig vel í sínum viðbrögðum við taugaefnaárás á Skripal-feðginin. Hunt segir að efst á blaði sé að standa þétt á bakvið forsætisráðherra. Hann segir að augu heimisins beinist nú að Bretlandi og að margir séu að velta því fyrir sér hvernig land Bretland verður eftir að það fer úr Evrópusambandinu. Hann segir að Bretland verði áreiðanlegur bandamaður annarra þjóða og muni hafa í hávegum þau gildi sem skipta bresku þjóðina máli.The new foreign secretary @Jeremy_Hunt say's he 'stands behind the prime minister' in a "time of massive importance"All of the latest politics news here: https://t.co/KglucxndnL pic.twitter.com/Zz10KvfBIv— Sky News (@SkyNews) July 9, 2018 Óreiðuástand er í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag. Uppreisn virðist vera í uppsiglingu innan Íhaldsflokksins gegn Theresu May, forsætisráðherra. Fyrir helgi fullyrti Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að ríkisstjórnin hefði komist að langþráðu samkomulagi um hvernig haga ætti útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sú samstaða rann út í sandinn í dag með afsögn David Davis Brexitmálaráðherra og síðar Boris Johnsons utanríkisráðherra. Ráðherrarnir fyrrverandi vildu að May tæki harðari afstöðu í málefnum Brexit en þrátt fyrir það stóð hún við afstöðu sína í breska þinginu í dag. „Á þeim tveimur árum sem eru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslunni hefur átt sér þróttmikil umræða í samfélaginu þar sem kröftug skoðanaskipti hafa farið fram við ríkisstjórnarborðið sem og við morgunverðarborðið vítt og breitt um landið. Ég hef hlustað eftir öllum hugmyndum og öllum hugsanlegum útgáfum af Brexit. Herra forseti, þetta er rétta útgáfan af Brexit, sem sagt að ganga úr ESB þann 29. mars 2019.“Boris Johnson, sagði af sér í dag sem utanríkisráðherra Bretlands. Í hans stað kemur Jeremy Hunt.Vísir/APLeiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að svo virtist vera að innanflokksátökin í Íhaldsflokknum skiptu meira máli en hagsmunir þjóðarinnar og að ríkisstjórnin ætti að víkja fyrir einhverjum sem bæri þjóðarhag fyrir brjósti. „Það er ljós, herra forseti, að þessi ríkisstjórn getur ekki gengið frá samkomulagi um að tryggja efnahag landsins; um að tryggja störf og lífskjör. Það er ljóst að þessi ríkisstjórn getur ekki komist að góðu samkomulagi fyrir Bretland.“ Afsögn ráðherranna er sögð undanfari stærra uppgjörs innan Íhaldsflokksin og eru þingmenn hans sagðir safna undirskriftum til að lýsa yfir vantrausti á May. Talsmaður Downing strætis segir að forsætisráðherrann muni verjast vantraustsyfirlýsingu komi hún fram en stjórnmálaskýrendur telja að ekki sé meirihluti í þingflokki íhaldsmanna til að lýsa yfir vantrausti. David Davis segist ekki ætla að skora forsætisráðherrann á hólm fari svo að boðað verði til formannskosninga en Boris Johnson hefur ekki útilokað neitt í þeim efnum. Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag er Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. Hunt var í kvöld boðaður á fund May í ráðherrabústaðnum við Downingstræti 10 og var tilkynnt um skipun hans eftir fundinn. Þessi uppstokkun á ríkisstjórninni felur í sér að menningarmálaráðherrann Matt Hancock verður heilbrigðisráðherra og Jeremy Wright, ríkissaksóknari, tekur við embætti ráðherra menningarmála. Í viðtali við Sky News þakkaði nýr utanríkisráðherra forvera sínum, Boris Johnson, fyrir vel unnin störf. Hann hafi verið mikill drifkraftur fyrir bresk stjórnmál auk þess sem hann hafi staðið sig vel í sínum viðbrögðum við taugaefnaárás á Skripal-feðginin. Hunt segir að efst á blaði sé að standa þétt á bakvið forsætisráðherra. Hann segir að augu heimisins beinist nú að Bretlandi og að margir séu að velta því fyrir sér hvernig land Bretland verður eftir að það fer úr Evrópusambandinu. Hann segir að Bretland verði áreiðanlegur bandamaður annarra þjóða og muni hafa í hávegum þau gildi sem skipta bresku þjóðina máli.The new foreign secretary @Jeremy_Hunt say's he 'stands behind the prime minister' in a "time of massive importance"All of the latest politics news here: https://t.co/KglucxndnL pic.twitter.com/Zz10KvfBIv— Sky News (@SkyNews) July 9, 2018 Óreiðuástand er í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag. Uppreisn virðist vera í uppsiglingu innan Íhaldsflokksins gegn Theresu May, forsætisráðherra. Fyrir helgi fullyrti Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að ríkisstjórnin hefði komist að langþráðu samkomulagi um hvernig haga ætti útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sú samstaða rann út í sandinn í dag með afsögn David Davis Brexitmálaráðherra og síðar Boris Johnsons utanríkisráðherra. Ráðherrarnir fyrrverandi vildu að May tæki harðari afstöðu í málefnum Brexit en þrátt fyrir það stóð hún við afstöðu sína í breska þinginu í dag. „Á þeim tveimur árum sem eru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslunni hefur átt sér þróttmikil umræða í samfélaginu þar sem kröftug skoðanaskipti hafa farið fram við ríkisstjórnarborðið sem og við morgunverðarborðið vítt og breitt um landið. Ég hef hlustað eftir öllum hugmyndum og öllum hugsanlegum útgáfum af Brexit. Herra forseti, þetta er rétta útgáfan af Brexit, sem sagt að ganga úr ESB þann 29. mars 2019.“Boris Johnson, sagði af sér í dag sem utanríkisráðherra Bretlands. Í hans stað kemur Jeremy Hunt.Vísir/APLeiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að svo virtist vera að innanflokksátökin í Íhaldsflokknum skiptu meira máli en hagsmunir þjóðarinnar og að ríkisstjórnin ætti að víkja fyrir einhverjum sem bæri þjóðarhag fyrir brjósti. „Það er ljós, herra forseti, að þessi ríkisstjórn getur ekki gengið frá samkomulagi um að tryggja efnahag landsins; um að tryggja störf og lífskjör. Það er ljóst að þessi ríkisstjórn getur ekki komist að góðu samkomulagi fyrir Bretland.“ Afsögn ráðherranna er sögð undanfari stærra uppgjörs innan Íhaldsflokksin og eru þingmenn hans sagðir safna undirskriftum til að lýsa yfir vantrausti á May. Talsmaður Downing strætis segir að forsætisráðherrann muni verjast vantraustsyfirlýsingu komi hún fram en stjórnmálaskýrendur telja að ekki sé meirihluti í þingflokki íhaldsmanna til að lýsa yfir vantrausti. David Davis segist ekki ætla að skora forsætisráðherrann á hólm fari svo að boðað verði til formannskosninga en Boris Johnson hefur ekki útilokað neitt í þeim efnum.
Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05