Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 9. júlí 2018 22:17 Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, var í kvöld skipaður utanríkisráðherra Bretlands. Vísir/ap Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag er Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. Hunt var í kvöld boðaður á fund May í ráðherrabústaðnum við Downingstræti 10 og var tilkynnt um skipun hans eftir fundinn. Þessi uppstokkun á ríkisstjórninni felur í sér að menningarmálaráðherrann Matt Hancock verður heilbrigðisráðherra og Jeremy Wright, ríkissaksóknari, tekur við embætti ráðherra menningarmála. Í viðtali við Sky News þakkaði nýr utanríkisráðherra forvera sínum, Boris Johnson, fyrir vel unnin störf. Hann hafi verið mikill drifkraftur fyrir bresk stjórnmál auk þess sem hann hafi staðið sig vel í sínum viðbrögðum við taugaefnaárás á Skripal-feðginin. Hunt segir að efst á blaði sé að standa þétt á bakvið forsætisráðherra. Hann segir að augu heimisins beinist nú að Bretlandi og að margir séu að velta því fyrir sér hvernig land Bretland verður eftir að það fer úr Evrópusambandinu. Hann segir að Bretland verði áreiðanlegur bandamaður annarra þjóða og muni hafa í hávegum þau gildi sem skipta bresku þjóðina máli.The new foreign secretary @Jeremy_Hunt say's he 'stands behind the prime minister' in a "time of massive importance"All of the latest politics news here: https://t.co/KglucxndnL pic.twitter.com/Zz10KvfBIv— Sky News (@SkyNews) July 9, 2018 Óreiðuástand er í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag. Uppreisn virðist vera í uppsiglingu innan Íhaldsflokksins gegn Theresu May, forsætisráðherra. Fyrir helgi fullyrti Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að ríkisstjórnin hefði komist að langþráðu samkomulagi um hvernig haga ætti útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sú samstaða rann út í sandinn í dag með afsögn David Davis Brexitmálaráðherra og síðar Boris Johnsons utanríkisráðherra. Ráðherrarnir fyrrverandi vildu að May tæki harðari afstöðu í málefnum Brexit en þrátt fyrir það stóð hún við afstöðu sína í breska þinginu í dag. „Á þeim tveimur árum sem eru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslunni hefur átt sér þróttmikil umræða í samfélaginu þar sem kröftug skoðanaskipti hafa farið fram við ríkisstjórnarborðið sem og við morgunverðarborðið vítt og breitt um landið. Ég hef hlustað eftir öllum hugmyndum og öllum hugsanlegum útgáfum af Brexit. Herra forseti, þetta er rétta útgáfan af Brexit, sem sagt að ganga úr ESB þann 29. mars 2019.“Boris Johnson, sagði af sér í dag sem utanríkisráðherra Bretlands. Í hans stað kemur Jeremy Hunt.Vísir/APLeiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að svo virtist vera að innanflokksátökin í Íhaldsflokknum skiptu meira máli en hagsmunir þjóðarinnar og að ríkisstjórnin ætti að víkja fyrir einhverjum sem bæri þjóðarhag fyrir brjósti. „Það er ljós, herra forseti, að þessi ríkisstjórn getur ekki gengið frá samkomulagi um að tryggja efnahag landsins; um að tryggja störf og lífskjör. Það er ljóst að þessi ríkisstjórn getur ekki komist að góðu samkomulagi fyrir Bretland.“ Afsögn ráðherranna er sögð undanfari stærra uppgjörs innan Íhaldsflokksin og eru þingmenn hans sagðir safna undirskriftum til að lýsa yfir vantrausti á May. Talsmaður Downing strætis segir að forsætisráðherrann muni verjast vantraustsyfirlýsingu komi hún fram en stjórnmálaskýrendur telja að ekki sé meirihluti í þingflokki íhaldsmanna til að lýsa yfir vantrausti. David Davis segist ekki ætla að skora forsætisráðherrann á hólm fari svo að boðað verði til formannskosninga en Boris Johnson hefur ekki útilokað neitt í þeim efnum. Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag er Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. Hunt var í kvöld boðaður á fund May í ráðherrabústaðnum við Downingstræti 10 og var tilkynnt um skipun hans eftir fundinn. Þessi uppstokkun á ríkisstjórninni felur í sér að menningarmálaráðherrann Matt Hancock verður heilbrigðisráðherra og Jeremy Wright, ríkissaksóknari, tekur við embætti ráðherra menningarmála. Í viðtali við Sky News þakkaði nýr utanríkisráðherra forvera sínum, Boris Johnson, fyrir vel unnin störf. Hann hafi verið mikill drifkraftur fyrir bresk stjórnmál auk þess sem hann hafi staðið sig vel í sínum viðbrögðum við taugaefnaárás á Skripal-feðginin. Hunt segir að efst á blaði sé að standa þétt á bakvið forsætisráðherra. Hann segir að augu heimisins beinist nú að Bretlandi og að margir séu að velta því fyrir sér hvernig land Bretland verður eftir að það fer úr Evrópusambandinu. Hann segir að Bretland verði áreiðanlegur bandamaður annarra þjóða og muni hafa í hávegum þau gildi sem skipta bresku þjóðina máli.The new foreign secretary @Jeremy_Hunt say's he 'stands behind the prime minister' in a "time of massive importance"All of the latest politics news here: https://t.co/KglucxndnL pic.twitter.com/Zz10KvfBIv— Sky News (@SkyNews) July 9, 2018 Óreiðuástand er í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag. Uppreisn virðist vera í uppsiglingu innan Íhaldsflokksins gegn Theresu May, forsætisráðherra. Fyrir helgi fullyrti Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að ríkisstjórnin hefði komist að langþráðu samkomulagi um hvernig haga ætti útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sú samstaða rann út í sandinn í dag með afsögn David Davis Brexitmálaráðherra og síðar Boris Johnsons utanríkisráðherra. Ráðherrarnir fyrrverandi vildu að May tæki harðari afstöðu í málefnum Brexit en þrátt fyrir það stóð hún við afstöðu sína í breska þinginu í dag. „Á þeim tveimur árum sem eru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslunni hefur átt sér þróttmikil umræða í samfélaginu þar sem kröftug skoðanaskipti hafa farið fram við ríkisstjórnarborðið sem og við morgunverðarborðið vítt og breitt um landið. Ég hef hlustað eftir öllum hugmyndum og öllum hugsanlegum útgáfum af Brexit. Herra forseti, þetta er rétta útgáfan af Brexit, sem sagt að ganga úr ESB þann 29. mars 2019.“Boris Johnson, sagði af sér í dag sem utanríkisráðherra Bretlands. Í hans stað kemur Jeremy Hunt.Vísir/APLeiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að svo virtist vera að innanflokksátökin í Íhaldsflokknum skiptu meira máli en hagsmunir þjóðarinnar og að ríkisstjórnin ætti að víkja fyrir einhverjum sem bæri þjóðarhag fyrir brjósti. „Það er ljós, herra forseti, að þessi ríkisstjórn getur ekki gengið frá samkomulagi um að tryggja efnahag landsins; um að tryggja störf og lífskjör. Það er ljóst að þessi ríkisstjórn getur ekki komist að góðu samkomulagi fyrir Bretland.“ Afsögn ráðherranna er sögð undanfari stærra uppgjörs innan Íhaldsflokksin og eru þingmenn hans sagðir safna undirskriftum til að lýsa yfir vantrausti á May. Talsmaður Downing strætis segir að forsætisráðherrann muni verjast vantraustsyfirlýsingu komi hún fram en stjórnmálaskýrendur telja að ekki sé meirihluti í þingflokki íhaldsmanna til að lýsa yfir vantrausti. David Davis segist ekki ætla að skora forsætisráðherrann á hólm fari svo að boðað verði til formannskosninga en Boris Johnson hefur ekki útilokað neitt í þeim efnum.
Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05