Síðasti möguleiki gullkynslóðarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júní 2018 14:00 Luca Modric. Vísir/EPA Í fyrsta sinn síðan 1998 eru Króatar komnir í 16-liða úrslit á heimsmeistaramóti. Króatía gerði nóg til að vinna Nígeríu 2-0 í fyrsta leik sínum en rúllaði svo yfir Argentínu, 3-0, í öðrum leiknum. Staðan var markalaus í hálfleik en eftir hlé settu Króatar í fluggírinn og skoruðu þrjú mörk. Með sigrinum tryggði Króatía sér sæti í 16-liða úrslitum og liðið er svo gott sem búið að vinna D-riðilinn. Einhverjar hamfarir þurfa að eiga sér stað til að það gerist ekki. Króatar munu því nýta tækifærið gegn Íslendingum og hvíla lykilmenn í kvöld. Króatía sló í gegn á fyrstu tveimur stórmótunum eftir að landið fékk sjálfstæði. Króatar komust í 8-liða úrslit á EM 1996 og unnu brons á HM tveimur árum síðar. Frammistaðan á stórmótum síðan hefur hins vegar valdið vonbrigðum. Króatía komst í 8-liða úrslit á EM 2008 og 16-liða úrslit á EM 2016 en hefur annars alltaf fallið út í riðlakeppninni. Mannskapurinn og hæfileikarnir hafa aldrei verið vandamál hjá Króatíu og eru það svo sannarlega ekki núna. Í leiknum gegn Argentínu voru leikmenn frá Real Madrid, Barcelona, Juventus, Liverpool, Inter og Atlético Madrid í byrjunarliði Króatíu. Stærstu stjörnurnar verða hvíldar gegn Íslandi en það eru engir aukvisar sem koma inn. Og það eru leikmenn sem vilja sanna sig og sýna að þeir séu traustsins verðir. Líkt og íslenska liðið er það króatíska í eldri kantinum. Til marks um það var meðalaldur byrjunarliðsins gegn Argentínu næstum því 29 ár. Og kynslóðin frábæra sem kom fram á EM 2008 er því að renna út á tíma. Luka Modric, Ivan Rakitic og Mario Mandzukic hafa unnið allt sem hægt er að vinna með sínum félagsliðum en árangurinn með landsliðinu er heldur fátæklegur. Hluti ástæðunnar er að það hefur gengið erfiðlega að finna rétta þjálfarann fyrir þennan hóp. Síðan Slaven Bilic hætti eftir EM 2012 hefur Króatía haft fjóra þjálfara. Sá sem er nú við stjórnvölinn, Zlatko Dalic, var ráðinn rétt fyrir leikinn mikilvæga gegn Úkraínu í undankeppni HM og tókst ætlunarverkið; að koma Króötum til Rússlands. Dalic hefur gert vel hingað til en það ber að hafa í huga að Ante Cacic stýrði Króötum til sigurs í öllum leikjunum í riðlakeppni EM 2016 áður en liðið féll úr leik fyrir Portúgölum í 16-liða úrslitum. Það er því ekkert í hendi enn. Reynslan hefur kennt króatíska liðinu það. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Sjá meira
Í fyrsta sinn síðan 1998 eru Króatar komnir í 16-liða úrslit á heimsmeistaramóti. Króatía gerði nóg til að vinna Nígeríu 2-0 í fyrsta leik sínum en rúllaði svo yfir Argentínu, 3-0, í öðrum leiknum. Staðan var markalaus í hálfleik en eftir hlé settu Króatar í fluggírinn og skoruðu þrjú mörk. Með sigrinum tryggði Króatía sér sæti í 16-liða úrslitum og liðið er svo gott sem búið að vinna D-riðilinn. Einhverjar hamfarir þurfa að eiga sér stað til að það gerist ekki. Króatar munu því nýta tækifærið gegn Íslendingum og hvíla lykilmenn í kvöld. Króatía sló í gegn á fyrstu tveimur stórmótunum eftir að landið fékk sjálfstæði. Króatar komust í 8-liða úrslit á EM 1996 og unnu brons á HM tveimur árum síðar. Frammistaðan á stórmótum síðan hefur hins vegar valdið vonbrigðum. Króatía komst í 8-liða úrslit á EM 2008 og 16-liða úrslit á EM 2016 en hefur annars alltaf fallið út í riðlakeppninni. Mannskapurinn og hæfileikarnir hafa aldrei verið vandamál hjá Króatíu og eru það svo sannarlega ekki núna. Í leiknum gegn Argentínu voru leikmenn frá Real Madrid, Barcelona, Juventus, Liverpool, Inter og Atlético Madrid í byrjunarliði Króatíu. Stærstu stjörnurnar verða hvíldar gegn Íslandi en það eru engir aukvisar sem koma inn. Og það eru leikmenn sem vilja sanna sig og sýna að þeir séu traustsins verðir. Líkt og íslenska liðið er það króatíska í eldri kantinum. Til marks um það var meðalaldur byrjunarliðsins gegn Argentínu næstum því 29 ár. Og kynslóðin frábæra sem kom fram á EM 2008 er því að renna út á tíma. Luka Modric, Ivan Rakitic og Mario Mandzukic hafa unnið allt sem hægt er að vinna með sínum félagsliðum en árangurinn með landsliðinu er heldur fátæklegur. Hluti ástæðunnar er að það hefur gengið erfiðlega að finna rétta þjálfarann fyrir þennan hóp. Síðan Slaven Bilic hætti eftir EM 2012 hefur Króatía haft fjóra þjálfara. Sá sem er nú við stjórnvölinn, Zlatko Dalic, var ráðinn rétt fyrir leikinn mikilvæga gegn Úkraínu í undankeppni HM og tókst ætlunarverkið; að koma Króötum til Rússlands. Dalic hefur gert vel hingað til en það ber að hafa í huga að Ante Cacic stýrði Króötum til sigurs í öllum leikjunum í riðlakeppni EM 2016 áður en liðið féll úr leik fyrir Portúgölum í 16-liða úrslitum. Það er því ekkert í hendi enn. Reynslan hefur kennt króatíska liðinu það.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti