Segja foringja í her Myanmar seka um glæpi gegn mannkyninu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júní 2018 10:15 Í skýrslunni, sem ber heitið "Við munum eyðileggja allt,“ kemur fram að hermenn hafi ofsótt Róhingja í þorpum þeirra, nauðgað þeim, pyntað og drepið. vísir/getty Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sækja eigi foringja í her Myanmar til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. Samtökin hafa gefið út skýrslu sem þau segja sanna glæpi hersins gegn minnihlutahópi Róhingja í Myanmar. Í skýrslunni, sem ber heitið „Við munum eyðileggja allt,“ kemur fram að hermenn hafi ofsótt Róhingja í þorpum þeirra, nauðgað þeim, pyntað og drepið. „Þjóðernishreinsunum á Róhingjum var náð með stöðugri og skipulagðri aðför að þeim þar sem her Myanmar tóku þúsundir Róhingja af lífi án dóms og laga, þar á meðal ung börn,“ segir í skýrslu Amnesty. Víðtæk og skipulögð árás gegn Róhingjum Herinn hafi beitt kynferðisofbeldi, pyntingum og brennt markaði og ræktarlönd svo Róhingjar neyddust til að flýja heimkynni sín. „Þessir glæpir jafngilda glæpum gegn mannkyninu samkvæmt alþjóðalögum, þar sem glæpirnir voru framdir sem hluti af víðtækri og skipulagðri árás gegn Róhingjum.“ Herinn í Myanmar hefur ekki brugðist við skýrslunni enn sem komið, að því er segir í frétt BBC, en hefur hingað til alltaf neitað ásökunum um þjóðernishreinsanir og að hafa beitt miklu herafli gegn Róhingjum. Um 700 þúsund Róhingjar hafa flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum.vísir/getty 700 þúsund Róhingjar flúið til Bangladess Forsaga málsins er sú að í ágúst 2017 réðust uppreisnarmenn Róhingja á nokkrar lögreglustöðvar í Rakhine-héraðinu í Myanmar. Her landsins svaraði þessum árásum af mikilli hörku í aðgerðum sem sagt var að beint væri gegn uppreisnarmönnunum. Aðgerðir hersins urðu til að þúsundir Róhingja þurftu að flýja heimili sín þar sem þorp þeirra voru brennd til grunna. Um 700 þúsund Róhingjar hafa flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum. Amnesty International segja að þau geti sannað að herinn í Myanmar hafi verið byrjaður að undirbúa árásir gegn Róhingjum áður en uppreisnarmennirnir gerðu árásir á lögregluna í ágúst í fyrra.vísir/getty Tóku meira en 400 viðtöl við gerð skýrslunnar Amnesty International segja að þau geti sannað að herinn í Myanmar hafi verið byrjaður að undirbúa árásir gegn Róhingjum áður en uppreisnarmennirnir gerðu árásir á lögregluna í ágúst í fyrra. Skýrslan er byggð á meira en 400 viðtölum sem tekin voru í Myanmar og Bangladess, gervihnattamyndum, réttarmeinafræðilegum greiningum og leynilegum herskjölum. Róhingjar eru minnihlutahópur í Myanmar og er stærsti hópur múslima í landinu. Stjórnvöld í Myanmar sjá þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og neita þeim um ríkisborgararétt í landinu. Þá er fyrirlitning í garð Róhingja útbreidd á meðal almennings í Myanmar. Áður en ofsóknir gegn þeim hófust bjuggu um milljón Róhingjar í Myanmar, flestir í Rakhine-héraði. Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00 Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25 Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sækja eigi foringja í her Myanmar til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. Samtökin hafa gefið út skýrslu sem þau segja sanna glæpi hersins gegn minnihlutahópi Róhingja í Myanmar. Í skýrslunni, sem ber heitið „Við munum eyðileggja allt,“ kemur fram að hermenn hafi ofsótt Róhingja í þorpum þeirra, nauðgað þeim, pyntað og drepið. „Þjóðernishreinsunum á Róhingjum var náð með stöðugri og skipulagðri aðför að þeim þar sem her Myanmar tóku þúsundir Róhingja af lífi án dóms og laga, þar á meðal ung börn,“ segir í skýrslu Amnesty. Víðtæk og skipulögð árás gegn Róhingjum Herinn hafi beitt kynferðisofbeldi, pyntingum og brennt markaði og ræktarlönd svo Róhingjar neyddust til að flýja heimkynni sín. „Þessir glæpir jafngilda glæpum gegn mannkyninu samkvæmt alþjóðalögum, þar sem glæpirnir voru framdir sem hluti af víðtækri og skipulagðri árás gegn Róhingjum.“ Herinn í Myanmar hefur ekki brugðist við skýrslunni enn sem komið, að því er segir í frétt BBC, en hefur hingað til alltaf neitað ásökunum um þjóðernishreinsanir og að hafa beitt miklu herafli gegn Róhingjum. Um 700 þúsund Róhingjar hafa flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum.vísir/getty 700 þúsund Róhingjar flúið til Bangladess Forsaga málsins er sú að í ágúst 2017 réðust uppreisnarmenn Róhingja á nokkrar lögreglustöðvar í Rakhine-héraðinu í Myanmar. Her landsins svaraði þessum árásum af mikilli hörku í aðgerðum sem sagt var að beint væri gegn uppreisnarmönnunum. Aðgerðir hersins urðu til að þúsundir Róhingja þurftu að flýja heimili sín þar sem þorp þeirra voru brennd til grunna. Um 700 þúsund Róhingjar hafa flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum. Amnesty International segja að þau geti sannað að herinn í Myanmar hafi verið byrjaður að undirbúa árásir gegn Róhingjum áður en uppreisnarmennirnir gerðu árásir á lögregluna í ágúst í fyrra.vísir/getty Tóku meira en 400 viðtöl við gerð skýrslunnar Amnesty International segja að þau geti sannað að herinn í Myanmar hafi verið byrjaður að undirbúa árásir gegn Róhingjum áður en uppreisnarmennirnir gerðu árásir á lögregluna í ágúst í fyrra. Skýrslan er byggð á meira en 400 viðtölum sem tekin voru í Myanmar og Bangladess, gervihnattamyndum, réttarmeinafræðilegum greiningum og leynilegum herskjölum. Róhingjar eru minnihlutahópur í Myanmar og er stærsti hópur múslima í landinu. Stjórnvöld í Myanmar sjá þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og neita þeim um ríkisborgararétt í landinu. Þá er fyrirlitning í garð Róhingja útbreidd á meðal almennings í Myanmar. Áður en ofsóknir gegn þeim hófust bjuggu um milljón Róhingjar í Myanmar, flestir í Rakhine-héraði.
Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00 Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25 Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00
Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25
Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent