Kínverjar gefi ekki þumlung af eyjunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2018 06:31 James Mattis hitti Xi Jinping á þriggja daga ferð sinn um Kína. Vísir/Getty Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki „gefa eftir tommu af landsvæði sínu“ til að ná því markmiði. Þetta kom fram í máli Xi Jinping eftir fund hans með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis er fyrsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sem fer í opinbera heimsókn til Kína frá árinu 2014. Mikil spenna hefur verið í samskiptum ríkjanna að undanförnu, ekki síst vegna tollastríðsins sem hófst í upphafi þessa árs. Þá hafa málefni eyja í Suður-Kínahafi verið mikið þrætuepli á alþjóðavettvangi. Kínverjar gera tilkall til eyjanna, þar sem þeir hafa meðal annars reist voldugar herstöðvar, í mikilli óþökk annarra ríkja Austur-Asíu. Þá hafa Bandaríkjamenn í gegnum tíðina sakað Kínverja um að búa til gervieyjar og byggja þar upp aðstöðu til að tryggja enn fremur yfirráð sín á svæðinu.Mattis sagði að fundur sinn með Xi hafi verið mjög góður og bætti við að Bandaríkin myndu leggja aukna áherslu á að styrkja hernaðarbandalag ríkjanna. Xi ítrekaði að Kínverjar væru friðsæl þjóð en undirstrikaði að þeir myndu ekki gefa eftir neitt af því landsvæði sem þeir teldu réttilega þeirra. „Við getum ekki glatað einni tommu af því landsvæði sem forfeður okkar skildu eftir,“ er haft eftir Xí í kínverskum miðlum. Hann bætti þó við að Kínverjum „langaði þó ekkert í“ eignir eða landsvæði annarra þjóða. Um Suður-Kínahaf liggja mikilvægar og verðmætar siglingaleiðir. Þar að auki er talið að á hafsbotninum kunni að finnast mikið magn olíu og jarðgass. Mattis mun næsta funda með stjórnvöldum í Suður-Kóreu og Japan. Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30 Kínverjar óánægðir með siglingar Bandaríkjahers í Suður-Kínahafi Kínversk stjórnvöld segja bandaríska herskipið USS Stethem hafa siglt of nálægt eyjunni Triton. 3. júlí 2017 08:38 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki „gefa eftir tommu af landsvæði sínu“ til að ná því markmiði. Þetta kom fram í máli Xi Jinping eftir fund hans með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis er fyrsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sem fer í opinbera heimsókn til Kína frá árinu 2014. Mikil spenna hefur verið í samskiptum ríkjanna að undanförnu, ekki síst vegna tollastríðsins sem hófst í upphafi þessa árs. Þá hafa málefni eyja í Suður-Kínahafi verið mikið þrætuepli á alþjóðavettvangi. Kínverjar gera tilkall til eyjanna, þar sem þeir hafa meðal annars reist voldugar herstöðvar, í mikilli óþökk annarra ríkja Austur-Asíu. Þá hafa Bandaríkjamenn í gegnum tíðina sakað Kínverja um að búa til gervieyjar og byggja þar upp aðstöðu til að tryggja enn fremur yfirráð sín á svæðinu.Mattis sagði að fundur sinn með Xi hafi verið mjög góður og bætti við að Bandaríkin myndu leggja aukna áherslu á að styrkja hernaðarbandalag ríkjanna. Xi ítrekaði að Kínverjar væru friðsæl þjóð en undirstrikaði að þeir myndu ekki gefa eftir neitt af því landsvæði sem þeir teldu réttilega þeirra. „Við getum ekki glatað einni tommu af því landsvæði sem forfeður okkar skildu eftir,“ er haft eftir Xí í kínverskum miðlum. Hann bætti þó við að Kínverjum „langaði þó ekkert í“ eignir eða landsvæði annarra þjóða. Um Suður-Kínahaf liggja mikilvægar og verðmætar siglingaleiðir. Þar að auki er talið að á hafsbotninum kunni að finnast mikið magn olíu og jarðgass. Mattis mun næsta funda með stjórnvöldum í Suður-Kóreu og Japan.
Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30 Kínverjar óánægðir með siglingar Bandaríkjahers í Suður-Kínahafi Kínversk stjórnvöld segja bandaríska herskipið USS Stethem hafa siglt of nálægt eyjunni Triton. 3. júlí 2017 08:38 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30
Kínverjar óánægðir með siglingar Bandaríkjahers í Suður-Kínahafi Kínversk stjórnvöld segja bandaríska herskipið USS Stethem hafa siglt of nálægt eyjunni Triton. 3. júlí 2017 08:38
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49