Marokkóar brjálaðir yfir dómgæslunni á HM | Forsetinn sendi FIFA bréf Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. júní 2018 10:00 Marokkóar telja að á sér hafi verið brotið vísir/getty Marokkóar eru allt annað en sáttir við dómgæsluna á HM í Rússlandi og telja gróflega hafa verið brotið á sér. Marokkó sat eftir í B-riðli þar sem Portúgal og Spánn fóru áfram en Marokkóar fengu aðeins eitt stig; töpuðu gegn Íran og Portúgal áður en þeir gerðu jafntefli við Spánverja. Fouzi Lekjaa, forseti knattspyrnusambands Marokkó, hefur sent formlega kvörtun inn á borð til FIFA og er hún birt í heild sinni á Twitter reikningi knattspyrnusambandsins eins og sjá má hér fyrir neðan. „Við viljum lýsa yfir reiði okkar vegna þess óréttlætis sem landsliðið okkar mátti þola í kjölfar alvarlegra dómaramistaka sem leiddu til þess að liðið féll úr leik of snemma, í fyrstu umferð Heimsmeistarakeppninnar," er meðal þess sem segir í bréfinu. Í bréfinu eru listuð upp helstu dómarnir sem Marokkóar eru ósáttir með en um er að ræða þrjú atvik í 1-0 tapi gegn Portúgal og fimm atvik í 2-2 jafnteflinu gegn Spánverjum. Cristiano Ronaldo gerði eina mark Portúgals með skalla eftir hornspyrnu en þar vildu Marokkóar meina að Portúgalar hefðu brotið af sér inn í vítateignum áður en Ronaldo skallaði boltann í netið. Marokkóar gerðu tilkall til vítaspyrnu tvisvar í leiknum og eru mjög ósáttir með að dómari leiksins hafi ekki nýtt sér myndbandatæknina. Í kjölfar tapsins gegn Portúgal var Marokkó úr leik fyrir lokaleikinn gegn Spáni. Meðal þess sem þeir kvarta yfir í þeim leik var jöfnunarmark Spánverja sem skorað var á lokaandartökum leiksins.رسالة رئيس الجامعة لرئيس الفيفا بخصوص الأخطاء التحكيمية التي تعرض لها المنتخب المغربي في كأس العالم pic.twitter.com/Gxxp2Hp57D— FRMF (@FRMFOFFICIEL) June 28, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir FIFA neitar því að dómari hafi beðið um treyju Ronaldo Marokkó er úr leik á HM í fótbolta eftir 1-0 tap gegn Portúgal í gær þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins. Eftir leik sagði Nordin Amrabat dómara leiksins hafa beðið um treyju Ronaldo eftir leik. 21. júní 2018 16:00 Ótrúleg dramatík þegar Íranir unnu á sjálfsmarki í uppbótartíma Carlos Queiroz stýrði Íran óvænt til sigurs í fyrsta leik á HM í Rússlandi en það verður erfitt að finna dramatískari endi á leik á þessu heimsmeistaramóti. Íran vann Marokkó 1-0 en sigurmark Írana skoraði framherji Marokkó. 15. júní 2018 17:00 Spánn sigraði B-riðil eftir dramatískar lokamínútur Spánn endaði á toppi B-riðils á HM í Rússlandi eftir mikla dramatík í lok leiks Spánverja og Marokkó í kvöld þar sem myndbandsdómarar tryggðu Spánverjum stig í uppbótartíma. 25. júní 2018 20:00 Ronaldo refsaði Marokkó fyrir dýrkeyptan klaufaskap Portúgal er í vænlegri stöðu en Marokkó er úr leik á HM í Rússlandi eftir eins marks sigur Portúgala í fyrsta leik dagsins. Mark Cristiano Ronaldo á fjórðu mínútu gerði út um leikinn. 20. júní 2018 14:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira
Marokkóar eru allt annað en sáttir við dómgæsluna á HM í Rússlandi og telja gróflega hafa verið brotið á sér. Marokkó sat eftir í B-riðli þar sem Portúgal og Spánn fóru áfram en Marokkóar fengu aðeins eitt stig; töpuðu gegn Íran og Portúgal áður en þeir gerðu jafntefli við Spánverja. Fouzi Lekjaa, forseti knattspyrnusambands Marokkó, hefur sent formlega kvörtun inn á borð til FIFA og er hún birt í heild sinni á Twitter reikningi knattspyrnusambandsins eins og sjá má hér fyrir neðan. „Við viljum lýsa yfir reiði okkar vegna þess óréttlætis sem landsliðið okkar mátti þola í kjölfar alvarlegra dómaramistaka sem leiddu til þess að liðið féll úr leik of snemma, í fyrstu umferð Heimsmeistarakeppninnar," er meðal þess sem segir í bréfinu. Í bréfinu eru listuð upp helstu dómarnir sem Marokkóar eru ósáttir með en um er að ræða þrjú atvik í 1-0 tapi gegn Portúgal og fimm atvik í 2-2 jafnteflinu gegn Spánverjum. Cristiano Ronaldo gerði eina mark Portúgals með skalla eftir hornspyrnu en þar vildu Marokkóar meina að Portúgalar hefðu brotið af sér inn í vítateignum áður en Ronaldo skallaði boltann í netið. Marokkóar gerðu tilkall til vítaspyrnu tvisvar í leiknum og eru mjög ósáttir með að dómari leiksins hafi ekki nýtt sér myndbandatæknina. Í kjölfar tapsins gegn Portúgal var Marokkó úr leik fyrir lokaleikinn gegn Spáni. Meðal þess sem þeir kvarta yfir í þeim leik var jöfnunarmark Spánverja sem skorað var á lokaandartökum leiksins.رسالة رئيس الجامعة لرئيس الفيفا بخصوص الأخطاء التحكيمية التي تعرض لها المنتخب المغربي في كأس العالم pic.twitter.com/Gxxp2Hp57D— FRMF (@FRMFOFFICIEL) June 28, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir FIFA neitar því að dómari hafi beðið um treyju Ronaldo Marokkó er úr leik á HM í fótbolta eftir 1-0 tap gegn Portúgal í gær þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins. Eftir leik sagði Nordin Amrabat dómara leiksins hafa beðið um treyju Ronaldo eftir leik. 21. júní 2018 16:00 Ótrúleg dramatík þegar Íranir unnu á sjálfsmarki í uppbótartíma Carlos Queiroz stýrði Íran óvænt til sigurs í fyrsta leik á HM í Rússlandi en það verður erfitt að finna dramatískari endi á leik á þessu heimsmeistaramóti. Íran vann Marokkó 1-0 en sigurmark Írana skoraði framherji Marokkó. 15. júní 2018 17:00 Spánn sigraði B-riðil eftir dramatískar lokamínútur Spánn endaði á toppi B-riðils á HM í Rússlandi eftir mikla dramatík í lok leiks Spánverja og Marokkó í kvöld þar sem myndbandsdómarar tryggðu Spánverjum stig í uppbótartíma. 25. júní 2018 20:00 Ronaldo refsaði Marokkó fyrir dýrkeyptan klaufaskap Portúgal er í vænlegri stöðu en Marokkó er úr leik á HM í Rússlandi eftir eins marks sigur Portúgala í fyrsta leik dagsins. Mark Cristiano Ronaldo á fjórðu mínútu gerði út um leikinn. 20. júní 2018 14:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira
FIFA neitar því að dómari hafi beðið um treyju Ronaldo Marokkó er úr leik á HM í fótbolta eftir 1-0 tap gegn Portúgal í gær þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins. Eftir leik sagði Nordin Amrabat dómara leiksins hafa beðið um treyju Ronaldo eftir leik. 21. júní 2018 16:00
Ótrúleg dramatík þegar Íranir unnu á sjálfsmarki í uppbótartíma Carlos Queiroz stýrði Íran óvænt til sigurs í fyrsta leik á HM í Rússlandi en það verður erfitt að finna dramatískari endi á leik á þessu heimsmeistaramóti. Íran vann Marokkó 1-0 en sigurmark Írana skoraði framherji Marokkó. 15. júní 2018 17:00
Spánn sigraði B-riðil eftir dramatískar lokamínútur Spánn endaði á toppi B-riðils á HM í Rússlandi eftir mikla dramatík í lok leiks Spánverja og Marokkó í kvöld þar sem myndbandsdómarar tryggðu Spánverjum stig í uppbótartíma. 25. júní 2018 20:00
Ronaldo refsaði Marokkó fyrir dýrkeyptan klaufaskap Portúgal er í vænlegri stöðu en Marokkó er úr leik á HM í Rússlandi eftir eins marks sigur Portúgala í fyrsta leik dagsins. Mark Cristiano Ronaldo á fjórðu mínútu gerði út um leikinn. 20. júní 2018 14:00