Sumarmessan: Ekki í boði að Raggi fái að hætta Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2018 07:30 Ragnar og Kári hafa tekið þær nokkrar þessar myndirnar en þeir hafa verið algjörir lykilmenn í vörn íslenska landsliðsins síðustu ár visir/vilhelm Miðvarðapar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson, gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu mögulegt brotthvarf þeirra. „Þetta er flottasta hafsentapar sem Ísland hefur átt. Það er klárt,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson greindi frá því á Instagram að Kári og Ólafur Ingi Skúlason væru hættir að spila með landsliðinu en Kári sjálfur vildi ekki gefa út neinar yfirlýsingar í viðtali eftir síðasta leik Íslands á HM, 2-1 tapið gegn Króatíu.Ragnar setti svo færslu á Instagram á miðvikudag þar sem hægt var að lesa það á milli línanna að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Ísland. „Það er bara ekki möguleiki að Ragnar Sigurðsson fái að hætta með landsliðinu, það er bara ekkert í boði,“ sagði Reynir Leósson en Ragnar er algjör lykilmaður í vörn Íslands. Hjörvar benti á að það væri ekkert óalgengt að miðverðir legðu landsliðsskóna á hilluna á þessum aldri, en Ragnar fagnaði 32 ára afmæli sínu á meðan Rússlandsdvölinni stóð. „Hann er bara svo mikill meistari að hann gæti líka verið að trolla alla með þessari færslu sinni,“ benti Reynir á. „Ég neita bara að trúa því að Raggi sé hættur með landsliðinu. En ef við tökum þessu bara alvarlega, hvað gerum við þá?“ spurði Hjörvar. Þeir ræddu möguleikan á að færa Hörð Björgvin Magnússon í miðvörðinn ásamt því að nefna Sverrir Inga Ingason, Hólmar Örn Eyjólfsson og Hjört Hermannsson, en sá síðastnefndi var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir HM. Niðurstaðan var þó að Raggi, „hann er bestur.“ Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Miðvarðapar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson, gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu mögulegt brotthvarf þeirra. „Þetta er flottasta hafsentapar sem Ísland hefur átt. Það er klárt,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson greindi frá því á Instagram að Kári og Ólafur Ingi Skúlason væru hættir að spila með landsliðinu en Kári sjálfur vildi ekki gefa út neinar yfirlýsingar í viðtali eftir síðasta leik Íslands á HM, 2-1 tapið gegn Króatíu.Ragnar setti svo færslu á Instagram á miðvikudag þar sem hægt var að lesa það á milli línanna að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Ísland. „Það er bara ekki möguleiki að Ragnar Sigurðsson fái að hætta með landsliðinu, það er bara ekkert í boði,“ sagði Reynir Leósson en Ragnar er algjör lykilmaður í vörn Íslands. Hjörvar benti á að það væri ekkert óalgengt að miðverðir legðu landsliðsskóna á hilluna á þessum aldri, en Ragnar fagnaði 32 ára afmæli sínu á meðan Rússlandsdvölinni stóð. „Hann er bara svo mikill meistari að hann gæti líka verið að trolla alla með þessari færslu sinni,“ benti Reynir á. „Ég neita bara að trúa því að Raggi sé hættur með landsliðinu. En ef við tökum þessu bara alvarlega, hvað gerum við þá?“ spurði Hjörvar. Þeir ræddu möguleikan á að færa Hörð Björgvin Magnússon í miðvörðinn ásamt því að nefna Sverrir Inga Ingason, Hólmar Örn Eyjólfsson og Hjört Hermannsson, en sá síðastnefndi var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir HM. Niðurstaðan var þó að Raggi, „hann er bestur.“ Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira