Björgvin Páll: Með þennan stuðning á enginn séns í okkur Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Laugardalshöll skrifar 13. júní 2018 22:52 Björgvin Páll Gústavsson. vísir/anton Björgvin Páll Gústavsson átti nokkrar mikilvægar vörslur í þriggja marka sigri Íslands á Litháum í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Laugardalshöll í kvöld. Honum leið að vonum vel í leikslok. „Ég gæti ekki verið glaðari. Þetta er það besta sem maður gerir á hverju ári, að koma liðinu á stórmót. Fyrir framan fulla stúku á svona mómenti þar sem allt snýst um fótbolta er náttúrulega sturlað,“ sagði Björgvin í leikslok. „Maður fattaði það ekki í janúar hvað það var geggjað að komast á svona mót. Við mætum virkilega góðum andstæðing sem að var mjög erfitt.“ Leikurinn í dag var erfiður og fékk liðið á sig óþarflega mörg auðveld mörk, þó það skrifist kannski ekki bara á markmanninn. „Jújú, þú mátt alveg kenna mér um. En það er hárrétt, þeir eru með virkilega hæfileikaríka menn fyrir utan. Miðjumaðurinn þeirra var okkur mjög erfiður. Hann er í heimsklassa, skemmtilegur handboltamaður sem henntar okkur mjög illa. Við erum á síðustu dropunum undir restina, þetta er orðið langt verkefni og erfitt á móti andstæðing sem menn keppast um að vanmeta í fjölmiðlum.“ „Við mætum þeim á mikilvægum mómentum fyrir þá, þeir voru niðurbrotnir því þeir ætluðu sér á HM. En það er virkilega erfitt að tapa fyrir okkur í Höllinni, ég held ég hafi aldrei tapað mótsleik hér og við byrjum ekki á því í dag.“ „Með þennan stuðning og svo hitnar Guðjón Valur, þá á ekkert lið séns í okkur.“ Íslenska liðið er orðinn fastagestur á stórmótum í handbolta en strákarnir þreytast aldrei á að fara þangað. „Það er heiður að fá að vera með á stórmótum. Alls ekki sjálfgefið. Við erum þakklátir fyrir það. Nú getum við farið að bóka flug til Rússlands og svo mæta allir í janúar með okkur til Þýskalands og Danmerkur.“ Talandi um Rússland, ætlar Bjöggi að eyða sumarfríinu þar? „Nei, ekki hjá mér. Nú er búinn að vera handbolti á heilanum í ár og loks komið að fótbolta. Tek einn dag í að hugsa um ekki neitt og svo kemur fótbolti frá og með næsta degi og ég fylgist með strákunum okkar í fótboltalandsliðinu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson átti nokkrar mikilvægar vörslur í þriggja marka sigri Íslands á Litháum í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Laugardalshöll í kvöld. Honum leið að vonum vel í leikslok. „Ég gæti ekki verið glaðari. Þetta er það besta sem maður gerir á hverju ári, að koma liðinu á stórmót. Fyrir framan fulla stúku á svona mómenti þar sem allt snýst um fótbolta er náttúrulega sturlað,“ sagði Björgvin í leikslok. „Maður fattaði það ekki í janúar hvað það var geggjað að komast á svona mót. Við mætum virkilega góðum andstæðing sem að var mjög erfitt.“ Leikurinn í dag var erfiður og fékk liðið á sig óþarflega mörg auðveld mörk, þó það skrifist kannski ekki bara á markmanninn. „Jújú, þú mátt alveg kenna mér um. En það er hárrétt, þeir eru með virkilega hæfileikaríka menn fyrir utan. Miðjumaðurinn þeirra var okkur mjög erfiður. Hann er í heimsklassa, skemmtilegur handboltamaður sem henntar okkur mjög illa. Við erum á síðustu dropunum undir restina, þetta er orðið langt verkefni og erfitt á móti andstæðing sem menn keppast um að vanmeta í fjölmiðlum.“ „Við mætum þeim á mikilvægum mómentum fyrir þá, þeir voru niðurbrotnir því þeir ætluðu sér á HM. En það er virkilega erfitt að tapa fyrir okkur í Höllinni, ég held ég hafi aldrei tapað mótsleik hér og við byrjum ekki á því í dag.“ „Með þennan stuðning og svo hitnar Guðjón Valur, þá á ekkert lið séns í okkur.“ Íslenska liðið er orðinn fastagestur á stórmótum í handbolta en strákarnir þreytast aldrei á að fara þangað. „Það er heiður að fá að vera með á stórmótum. Alls ekki sjálfgefið. Við erum þakklátir fyrir það. Nú getum við farið að bóka flug til Rússlands og svo mæta allir í janúar með okkur til Þýskalands og Danmerkur.“ Talandi um Rússland, ætlar Bjöggi að eyða sumarfríinu þar? „Nei, ekki hjá mér. Nú er búinn að vera handbolti á heilanum í ár og loks komið að fótbolta. Tek einn dag í að hugsa um ekki neitt og svo kemur fótbolti frá og með næsta degi og ég fylgist með strákunum okkar í fótboltalandsliðinu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sjá meira