Umfjöllun: ÍBV - KR 2-0 | Frábær byrjun Eyjamanna rotaði KR Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. júní 2018 20:00 Sindri Snær fór fyrir sínum mönnum í dag vísir/ernir ÍBV lyfti sér úr fallsæti í Pepsi deild karla með 2-0 sigri á KR á Hásteinsvelli í sjöundu umferð deildarinnar í dag. KR hefur ekki unnið í Vestmannaeyjum í fjögur ár. Leikurinn byrjaði mjög líflega og yfirspiluðu Eyjamenn gestina frá fyrsta flauti. Þeir uppskáru strax á 9. mínútu þegar Felix Örn Friðriksson skoraði eftir hornspyrnu Kaj Leo í Bartalsstovu. Aðeins tveimur mínútum síðar hafði Sigurður Arnar Magnússon bætt við öðru marki, aftur eftir fyrirgjöf Færeyingsins, í þetta skipti upp úr aukaspyrnu. Báðir markaskorararnir fæddir árið 1999. Eftir seinna markið var eins og KR-ingar hefðu vaknað af slæmum draumi og þeir fóru að komast betur inn í leikinn. Eyjamenn voru þó aðeins sterkari og fóru með verðskuldaða 2-0 forystu í hálfleikinn. Í fyrri hálfleik hafði vindurinn verið í bakið á Eyjamönnum en það snérist í þeim seinni þegar liðin skiptu um vallarhelminga. Gangur leiksins hélst í takt við það, KR-ingar voru nær eingöngu í sókn í seinni hálfleik, það má þó líka rekja til þess að þeir þurftu mörk. Markið kom þó ekki hjá KR. Þrátt fyrir að hafa verið mikið með boltann náðu þeir ekki að skapa sér mörg afskerandi marktækifæri. Þá hjálpaði ekki að Halldór Páll Geirsson steig ekki feilspor í markinu. Niðurstaðan var sigur ÍBV og Eyjamenn senda Víkinga í fallsætið í sinn stað. KR getur orðið fimm stigum á eftir toppliðunum sigri þau í leikjum sínum.Afhverju vann ÍBV? Frábær byrjun réði úrslitunum. Mörk ÍBV voru verðskulduð, þeir byrjuðu vel á meðan KR-ingar mættu ekki til leiks. En þar sem þeir voru komnir með tveggja marka forystu gátu Eyjamenn slakað aðeins á, þeir spiluðu varnarvinnuna vel og Halldór Páll varði vel. Þrátt fyrir sóknir KR í seinni hálfleik voru gestirnir aldrei neitt sérstaklega líklegir til þess að skora mark.Hverjir stóðu upp úr? Markmaðurinn Halldór Páll er maður þessa leiks. Hann gerði allt rétt í dag. Þá var Kaj Leo mjög duglegur og bæði mörkin komu upp úr eitruðum spyrnum hans. Allt Eyjaliðið sýndi mikla baráttu og pressuðu KR-inga vel og gáfu ekkert eftir. Fáir í KR heilluðu í dag, það var helst Atli Sigurjónsson sem náði að skapa mestu hættuna við mark ÍBV.Hvað gekk illa? KR náði ekki að skapa sér nógu góð færi. Eyjamenn gátu setið til baka og verið þéttir og Vesturbæingarnir voru í vandræðum með að brjóta vörnina í bak aftur.Hvað gerist næst? Það er leikið þétt þessa dagana. Næsta umferð hefst á föstudag en ÍBV fer í Víkina og sækir Víking heim á laugardaginn. KR-ingar eiga stórleik við FH í lokaleik næstu umferðar eftir viku. Pepsi Max-deild karla
ÍBV lyfti sér úr fallsæti í Pepsi deild karla með 2-0 sigri á KR á Hásteinsvelli í sjöundu umferð deildarinnar í dag. KR hefur ekki unnið í Vestmannaeyjum í fjögur ár. Leikurinn byrjaði mjög líflega og yfirspiluðu Eyjamenn gestina frá fyrsta flauti. Þeir uppskáru strax á 9. mínútu þegar Felix Örn Friðriksson skoraði eftir hornspyrnu Kaj Leo í Bartalsstovu. Aðeins tveimur mínútum síðar hafði Sigurður Arnar Magnússon bætt við öðru marki, aftur eftir fyrirgjöf Færeyingsins, í þetta skipti upp úr aukaspyrnu. Báðir markaskorararnir fæddir árið 1999. Eftir seinna markið var eins og KR-ingar hefðu vaknað af slæmum draumi og þeir fóru að komast betur inn í leikinn. Eyjamenn voru þó aðeins sterkari og fóru með verðskuldaða 2-0 forystu í hálfleikinn. Í fyrri hálfleik hafði vindurinn verið í bakið á Eyjamönnum en það snérist í þeim seinni þegar liðin skiptu um vallarhelminga. Gangur leiksins hélst í takt við það, KR-ingar voru nær eingöngu í sókn í seinni hálfleik, það má þó líka rekja til þess að þeir þurftu mörk. Markið kom þó ekki hjá KR. Þrátt fyrir að hafa verið mikið með boltann náðu þeir ekki að skapa sér mörg afskerandi marktækifæri. Þá hjálpaði ekki að Halldór Páll Geirsson steig ekki feilspor í markinu. Niðurstaðan var sigur ÍBV og Eyjamenn senda Víkinga í fallsætið í sinn stað. KR getur orðið fimm stigum á eftir toppliðunum sigri þau í leikjum sínum.Afhverju vann ÍBV? Frábær byrjun réði úrslitunum. Mörk ÍBV voru verðskulduð, þeir byrjuðu vel á meðan KR-ingar mættu ekki til leiks. En þar sem þeir voru komnir með tveggja marka forystu gátu Eyjamenn slakað aðeins á, þeir spiluðu varnarvinnuna vel og Halldór Páll varði vel. Þrátt fyrir sóknir KR í seinni hálfleik voru gestirnir aldrei neitt sérstaklega líklegir til þess að skora mark.Hverjir stóðu upp úr? Markmaðurinn Halldór Páll er maður þessa leiks. Hann gerði allt rétt í dag. Þá var Kaj Leo mjög duglegur og bæði mörkin komu upp úr eitruðum spyrnum hans. Allt Eyjaliðið sýndi mikla baráttu og pressuðu KR-inga vel og gáfu ekkert eftir. Fáir í KR heilluðu í dag, það var helst Atli Sigurjónsson sem náði að skapa mestu hættuna við mark ÍBV.Hvað gekk illa? KR náði ekki að skapa sér nógu góð færi. Eyjamenn gátu setið til baka og verið þéttir og Vesturbæingarnir voru í vandræðum með að brjóta vörnina í bak aftur.Hvað gerist næst? Það er leikið þétt þessa dagana. Næsta umferð hefst á föstudag en ÍBV fer í Víkina og sækir Víking heim á laugardaginn. KR-ingar eiga stórleik við FH í lokaleik næstu umferðar eftir viku.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti