Umfjöllun og viðtöl: FH - Keflavík 2-2 | Keflvíkingar náðu stigi í Kaplakrika Einar Sigurvinsson skrifar 4. júní 2018 21:00 Geoffrey Castillion skoraði fyrir FH í kvöld, hans fyrsta mark sumar. vísir/bára FH og Keflavík skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Kaplakrika í 7. umferð Pepsi-deildar karla sem lauk í kvöld. Á 16. mínútu komust gestirnir frá Keflavík yfir. Sindri Þór Guðmundsson skoraði þá eftir sendingu inn í teiginn frá Hólmari Erni. FH-ingar voru meira með boltann en gekk illa að komast í gegnum þétta vörn Keflvíkinga. Fyrsta færið sem FH tókst að skapa kom fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks og endaði það í netinu. Þar var á ferðinni Geoffrey Castillion sem renndi boltanum auðveldlega í netið eftir sendingu frá Steven Lennon, hans fyrsta mark í sumar. Skömmu áður en flautað var til hálfleiks komust Keflvíkingar aftur yfir. Marc McAusland skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu frá Juraj Grizelj. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir Keflavík. FH-ingar mættu töluvert öflugri til leiks í síðari hálfleik og á 67. mínútu jöfnuðu þeir leikinn, 2-2. Markið skoraði Atli Guðnason eftir fyrirgjöf frá Jónatan Inga Jónssyni, en þá höfðu þeir báðir aðeins verið inni á vellinum í tvær mínútur. Þrátt fyrir þunga sókn FH-inga komust þeir ekki lengra og voru lokatölur því 2-2. Þriðji deildarleikur FH í röð sem endar með jafntefli en Keflavíkingar geta gengið sáttir frá borði með stig úr HafnarfirðinumAf hverju skildu liðin jöfn? FH-ingar voru töluvert meira með boltann en gekk illa að skapa sér marktækifæri. Leikurinn spilaðist alveg eins og Keflavík óskaði sér. Spil FH-inga var hægt og náðu Keflvíkingar þó nokkuð oft hættulegum skyndisóknum.Hverjir stóðu upp úr? Hólmar Örn Rúnarsson var maður leiksins. Hann var virkilega öflugur í liði Keflavíkur og átti mjög góða stoðsendingu í fyrsta marki gestanna. Auk hans áttu Sindri Þór Guðmundsson, Frans Elvarsson og Bojan Stefán Ljubicic mjög góðan dag. Í liði FH voru Halldór Orri Björnsson og Geoffrey Castillion öflugir, auk Atla Guðnasonar sem átti mjög góða innkomu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH, sérstaklega í fyrri hálfleik. Liðin skorar tvö mörk í kvöld en færin voru ekki mikið fleiri.Hvað gerist næst? Næsta föstudag verður síðan nýliðaslagur í Egilshöll þar sem Fylkir tekur á móti Keflavík í 8. umferð Pepsi-deildarinnar. Næsta sunnudag, þann 10. júní, verður sannkallaður stórleikur í Vesturbænum þar sem KR-ingar taka á móti FH. Ólafur: Þurfum að finna drápseðliðÓlafur Kristjánsson þjálfar FHvísir/bára„Við spilum ekki nógu vel í fyrri hálfleik til þess að byggja þann grunn sem þurfti til að vinna leikinn. Við lendum undir í tvígang og gerum okkur erfitt fyrir,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH í leikslok. „Við vissum það fyrir leikinn að Keflavík væri að koma hérna og þeir væru særðir, þeir væru að sogast svolítið aftur úr. Við töluðum um það að við þyrftum að taka almennilega á þeim.“ Ólafur var ekki ánægður með Pétur Guðmundsson, dómar leiksins, í fyrsta marki Keflvíkinga. En þá virtist sem brotið hefði verið á Eddi Gomes. „Skellur að fá þetta mark. Það er keyrt í, eins og við sjáum það, höfuðið á Eddi Gomes, sem að liggur eftir. Dómarinn sá það ekki. Þar hefði ég viljað sjá hann stöðva leikinn. En auðvitað eigum við að bregðast við því betur og fara niður í stöður í stað þess að vera að tuða í Pétri um að stöðva leikinn.“ Ólafur var ánægðari með síðari hálfleik sinna manna. „Í seinni hálfleik var meiri kraftur. Við töluðum um að fara meira út í breiddina og skorum gott mark og jöfnum. Svo sköpum við gott færi sem við hefðum átt að nýta. Þetta var svona barningur.“ „Við vorum slakastir á vellinum í fyrri hálfleik, en við vorum bestir á vellinum í seinni hálfleik. Hrós á Keflvíkingana fyrir að koma og berjast fyrir sínu, en við þurfum að gera betur.“ Spil FH-inga í fyrri hálfleik virkaði andlaust. Liðið spilaði hægan bolta og gekk illa að skapa sér færi. Ólafur segir þetta því miður ekki vera neitt nýtt hjá liðinu í sumar. „Þetta hefur verið svolítið svona hjá okkur, við höfum þurft að fá tusku í andlitið til þess að vakna. Það getur verið eitthvað sem ég þarf að skoða fyrir leikina, að vera aðeins grimmari.“ Jafnteflið í kvöld var það þriðja í röð hjá FH í deildinni, en liðið gerði einnig jafntefli við Fylki og ÍBV. Ólafur er þó hvergi banginn þrátt fyrir slæm úrslit í síðustu deildarleikjum. „Við ætlum okkur að vera í toppbarráttu og við ætlum okkur það ennþá, þrátt fyrir þetta. Þetta er ákveðið bakslag, en við þurfum að skoða það. Við sköpuðum nógu mörg færi úti í Eyjum til þess að vinna leikinn. Á móti Fylki lendum við undir og jöfnum, og svo aftur í dag. „Við erum að spila við lið sem koma hingað og gefa allt í leikinn. Við þurfum að gefa allt og mér fannst við ekki gera það í 90 mínútur.“ Stórleikur næstu umferðar er leikur KR og FH og leggst sá leikur vel í Ólaf. „Það eru öll lið í þessari deild erfið, annars væri þetta ekki svona jafnt. Það virðist vanta að eitthvað lið taki forystu og leiði, það eru allir að hirða stig hér og þar. FH liðið verður að svara því, hvort við ætlum okkur að gera alvöru atlögu að toppnum. Það gengur ekki að gera jafntefli í öllum leikjum. Við þurfum að finna drápseðlið og spila af krafti í 90 mínútur,“ segir Ólafur að lokum. Guðlaugur: Okkur langaði virkilega í þrjú stigGuðlaugur hér lengst til hægri ásamt aðstoðarmönnum sínum.„Ég er náttúrlega bara tiltölulega sáttur með frammistöðuna okkar í leiknum. Mér fannst fyrri hálfleikurinn spilast mjög vel hjá okkur. Ég var ánægður með mjög marga hluti í þeim hálfleik. Við sóttum ágætlega á þá og vörðumst vel,“ segir Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur í leikslok. „Seinni hálfleikurinn var erfiðari. Við vissum að þeir myndu gera áhlaup á okkur og mér fannst við standast það ágætlega, en sofnuðum einu sinni á verðinum á náðu ekki að þremur stigum. Ég fer ekki ósáttur með eitt stig en auðvitað hefði verð ofboðslega gott að ná þremur.“ Stigið sem Keflavík fékk í kvöld er það þriðja sem liðið vinnur sér inn í sumar. Guðlaugur tekur stiginu fagnandi en viðurkennir að þó að hann hefði viljað halda forystunni lengur. „Auðvitað viltu taka þrjú stig, en þú verður líka að vera svolítið raunsær. En okkur langaði virkilega, eins og ég held að hafi sést inni á vellinum, okkur langaði virkilega í þessi þrjú stig. Menn lögðu verulega vinnu í þetta verkefni.“ Guðlaugur segir að þreyta hafa spilað inn frammistöðu sinna manna í síðari hálfleik. „Við ætluðum að sækja hratt á þá og mér fannst það ganga vel í fyrri hálfleiknum. En þegar við komum inn í seinni hálfleikinn þá gekk okkur ekki alveg nógu vel að halda boltanum. Þegar maður er svona mikið án boltans, þá verðurðu lúinn og þegar þú ert orðinn lúinn, þá gerirðu fleiri mistök.“ Það sem stóð upp úr í leik Keflvíkinga að mati Guðlaugs var barátta liðsins. „Mér fannst viljinn vera virkilega góður. Mér fannst skipulagið halda. Við vorum beinskeyttir og það var góð samstaða og samvinna í liðinu. Það er það sem skiptir okkur gríðarlega miklu máli.“ Hann er jákvæður fyrir framhaldi sinni manni í deildinni. „Við erum að taka framförum og ætlum okkur að gera enn betur í næsta leik,“ segir Guðlaugur að lokum. Pepsi Max-deild karla
FH og Keflavík skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Kaplakrika í 7. umferð Pepsi-deildar karla sem lauk í kvöld. Á 16. mínútu komust gestirnir frá Keflavík yfir. Sindri Þór Guðmundsson skoraði þá eftir sendingu inn í teiginn frá Hólmari Erni. FH-ingar voru meira með boltann en gekk illa að komast í gegnum þétta vörn Keflvíkinga. Fyrsta færið sem FH tókst að skapa kom fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks og endaði það í netinu. Þar var á ferðinni Geoffrey Castillion sem renndi boltanum auðveldlega í netið eftir sendingu frá Steven Lennon, hans fyrsta mark í sumar. Skömmu áður en flautað var til hálfleiks komust Keflvíkingar aftur yfir. Marc McAusland skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu frá Juraj Grizelj. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir Keflavík. FH-ingar mættu töluvert öflugri til leiks í síðari hálfleik og á 67. mínútu jöfnuðu þeir leikinn, 2-2. Markið skoraði Atli Guðnason eftir fyrirgjöf frá Jónatan Inga Jónssyni, en þá höfðu þeir báðir aðeins verið inni á vellinum í tvær mínútur. Þrátt fyrir þunga sókn FH-inga komust þeir ekki lengra og voru lokatölur því 2-2. Þriðji deildarleikur FH í röð sem endar með jafntefli en Keflavíkingar geta gengið sáttir frá borði með stig úr HafnarfirðinumAf hverju skildu liðin jöfn? FH-ingar voru töluvert meira með boltann en gekk illa að skapa sér marktækifæri. Leikurinn spilaðist alveg eins og Keflavík óskaði sér. Spil FH-inga var hægt og náðu Keflvíkingar þó nokkuð oft hættulegum skyndisóknum.Hverjir stóðu upp úr? Hólmar Örn Rúnarsson var maður leiksins. Hann var virkilega öflugur í liði Keflavíkur og átti mjög góða stoðsendingu í fyrsta marki gestanna. Auk hans áttu Sindri Þór Guðmundsson, Frans Elvarsson og Bojan Stefán Ljubicic mjög góðan dag. Í liði FH voru Halldór Orri Björnsson og Geoffrey Castillion öflugir, auk Atla Guðnasonar sem átti mjög góða innkomu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH, sérstaklega í fyrri hálfleik. Liðin skorar tvö mörk í kvöld en færin voru ekki mikið fleiri.Hvað gerist næst? Næsta föstudag verður síðan nýliðaslagur í Egilshöll þar sem Fylkir tekur á móti Keflavík í 8. umferð Pepsi-deildarinnar. Næsta sunnudag, þann 10. júní, verður sannkallaður stórleikur í Vesturbænum þar sem KR-ingar taka á móti FH. Ólafur: Þurfum að finna drápseðliðÓlafur Kristjánsson þjálfar FHvísir/bára„Við spilum ekki nógu vel í fyrri hálfleik til þess að byggja þann grunn sem þurfti til að vinna leikinn. Við lendum undir í tvígang og gerum okkur erfitt fyrir,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH í leikslok. „Við vissum það fyrir leikinn að Keflavík væri að koma hérna og þeir væru særðir, þeir væru að sogast svolítið aftur úr. Við töluðum um það að við þyrftum að taka almennilega á þeim.“ Ólafur var ekki ánægður með Pétur Guðmundsson, dómar leiksins, í fyrsta marki Keflvíkinga. En þá virtist sem brotið hefði verið á Eddi Gomes. „Skellur að fá þetta mark. Það er keyrt í, eins og við sjáum það, höfuðið á Eddi Gomes, sem að liggur eftir. Dómarinn sá það ekki. Þar hefði ég viljað sjá hann stöðva leikinn. En auðvitað eigum við að bregðast við því betur og fara niður í stöður í stað þess að vera að tuða í Pétri um að stöðva leikinn.“ Ólafur var ánægðari með síðari hálfleik sinna manna. „Í seinni hálfleik var meiri kraftur. Við töluðum um að fara meira út í breiddina og skorum gott mark og jöfnum. Svo sköpum við gott færi sem við hefðum átt að nýta. Þetta var svona barningur.“ „Við vorum slakastir á vellinum í fyrri hálfleik, en við vorum bestir á vellinum í seinni hálfleik. Hrós á Keflvíkingana fyrir að koma og berjast fyrir sínu, en við þurfum að gera betur.“ Spil FH-inga í fyrri hálfleik virkaði andlaust. Liðið spilaði hægan bolta og gekk illa að skapa sér færi. Ólafur segir þetta því miður ekki vera neitt nýtt hjá liðinu í sumar. „Þetta hefur verið svolítið svona hjá okkur, við höfum þurft að fá tusku í andlitið til þess að vakna. Það getur verið eitthvað sem ég þarf að skoða fyrir leikina, að vera aðeins grimmari.“ Jafnteflið í kvöld var það þriðja í röð hjá FH í deildinni, en liðið gerði einnig jafntefli við Fylki og ÍBV. Ólafur er þó hvergi banginn þrátt fyrir slæm úrslit í síðustu deildarleikjum. „Við ætlum okkur að vera í toppbarráttu og við ætlum okkur það ennþá, þrátt fyrir þetta. Þetta er ákveðið bakslag, en við þurfum að skoða það. Við sköpuðum nógu mörg færi úti í Eyjum til þess að vinna leikinn. Á móti Fylki lendum við undir og jöfnum, og svo aftur í dag. „Við erum að spila við lið sem koma hingað og gefa allt í leikinn. Við þurfum að gefa allt og mér fannst við ekki gera það í 90 mínútur.“ Stórleikur næstu umferðar er leikur KR og FH og leggst sá leikur vel í Ólaf. „Það eru öll lið í þessari deild erfið, annars væri þetta ekki svona jafnt. Það virðist vanta að eitthvað lið taki forystu og leiði, það eru allir að hirða stig hér og þar. FH liðið verður að svara því, hvort við ætlum okkur að gera alvöru atlögu að toppnum. Það gengur ekki að gera jafntefli í öllum leikjum. Við þurfum að finna drápseðlið og spila af krafti í 90 mínútur,“ segir Ólafur að lokum. Guðlaugur: Okkur langaði virkilega í þrjú stigGuðlaugur hér lengst til hægri ásamt aðstoðarmönnum sínum.„Ég er náttúrlega bara tiltölulega sáttur með frammistöðuna okkar í leiknum. Mér fannst fyrri hálfleikurinn spilast mjög vel hjá okkur. Ég var ánægður með mjög marga hluti í þeim hálfleik. Við sóttum ágætlega á þá og vörðumst vel,“ segir Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur í leikslok. „Seinni hálfleikurinn var erfiðari. Við vissum að þeir myndu gera áhlaup á okkur og mér fannst við standast það ágætlega, en sofnuðum einu sinni á verðinum á náðu ekki að þremur stigum. Ég fer ekki ósáttur með eitt stig en auðvitað hefði verð ofboðslega gott að ná þremur.“ Stigið sem Keflavík fékk í kvöld er það þriðja sem liðið vinnur sér inn í sumar. Guðlaugur tekur stiginu fagnandi en viðurkennir að þó að hann hefði viljað halda forystunni lengur. „Auðvitað viltu taka þrjú stig, en þú verður líka að vera svolítið raunsær. En okkur langaði virkilega, eins og ég held að hafi sést inni á vellinum, okkur langaði virkilega í þessi þrjú stig. Menn lögðu verulega vinnu í þetta verkefni.“ Guðlaugur segir að þreyta hafa spilað inn frammistöðu sinna manna í síðari hálfleik. „Við ætluðum að sækja hratt á þá og mér fannst það ganga vel í fyrri hálfleiknum. En þegar við komum inn í seinni hálfleikinn þá gekk okkur ekki alveg nógu vel að halda boltanum. Þegar maður er svona mikið án boltans, þá verðurðu lúinn og þegar þú ert orðinn lúinn, þá gerirðu fleiri mistök.“ Það sem stóð upp úr í leik Keflvíkinga að mati Guðlaugs var barátta liðsins. „Mér fannst viljinn vera virkilega góður. Mér fannst skipulagið halda. Við vorum beinskeyttir og það var góð samstaða og samvinna í liðinu. Það er það sem skiptir okkur gríðarlega miklu máli.“ Hann er jákvæður fyrir framhaldi sinni manni í deildinni. „Við erum að taka framförum og ætlum okkur að gera enn betur í næsta leik,“ segir Guðlaugur að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti