„Borgarbúar geta treyst því að þær ganga vel og örugglega“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2018 10:41 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segist vera í góðu yfirlæti í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Vísir/vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að viðræður um myndun meirihluta miði vel áfram. „Borgarbúar geta treyst því að þær [viðræðurnar] ganga vel og örugglega. Við erum bara að þræða okkur í gegnum málefnin. Það í rauninni bara gengur mjög vel. Við fórum af stað í þessar formlegu viðræður eftir að við vorum búin að heyra í öllum oddvitum flestra flokka á báðum vængjum og átta okkur á stöðunni. Við höfðum mikla trú á því hvar samleiðin lægi og hvar ekki áður en við fórum af stað. Þetta gengur bara vel.“ Þórdís Lóa segir að hún hafi rætt við oddvita flestra flokka á báðum vængjum áður en hún ákvað að ganga til viðræðna með Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum.Vísir/vilhelmÞetta sagði Þórdís Lóa sem var í símaviðtali í Bítínu í morgun. Flokkarnir sem eiga í viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavík funda áfram í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en Þórdís Lóa segir að þau séu í góðu yfirlæti í skólanum. Fundur hófst klukkan níu í morgun. Í gær voru velferðar-og menntamál á dagskrá auk þess sem þjónustu-og lýðræðismál voru rædd. Þegar Þórdís Lóa er spurð hvort myndun meirihluta með þeim flokkum sem ræða nú saman hafi verið í samræmi við úrslit sveitarstjórnarkosninga svarar Þórdís Lóa:Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, Dóra Björt Þórhallsdóttir, oddviti Pírata og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelm„Já, ég segi nú svo sem ekkert við því annað en bara að þetta er niðurstaðan. Þetta var nú líka niðurstaðan í alþingiskosningunum, við skulum nú ekki gleyma því, það er hálft ár síðan þær voru, og þá var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fór niður um 3,4% og Framsóknarflokkurinn líka en nú eru þessir flokkar í ríkisstjórn,“ segir Þórdís Lóa og bætir við: „Þetta er náttúrulega bara þannig að það er kosið og koma niðurstöður. Við vorum í oddastöðu og fórum yfir þetta landslag allt. Þetta var niðurstaðan að þarna væri málefnunum best varið. Það er niðurstaðan og þá er það væntanlega niðurstaða kosninganna líka.“ Þórdís Lóa segir að flokkarnir ætli að halda áfram að vinna í þeim málaflokkum sem þeir unnu að í gær og halda áfram á þeirri vegferð; „svo leiðir þetta nú bara eitt af öðru en viðræðurnar sjálfar eru algjört trúnaðarmál.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08 Meirihlutaviðræður halda áfram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Pírata um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg halda áfram í dag og fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 1. júní 2018 10:45 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að viðræður um myndun meirihluta miði vel áfram. „Borgarbúar geta treyst því að þær [viðræðurnar] ganga vel og örugglega. Við erum bara að þræða okkur í gegnum málefnin. Það í rauninni bara gengur mjög vel. Við fórum af stað í þessar formlegu viðræður eftir að við vorum búin að heyra í öllum oddvitum flestra flokka á báðum vængjum og átta okkur á stöðunni. Við höfðum mikla trú á því hvar samleiðin lægi og hvar ekki áður en við fórum af stað. Þetta gengur bara vel.“ Þórdís Lóa segir að hún hafi rætt við oddvita flestra flokka á báðum vængjum áður en hún ákvað að ganga til viðræðna með Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum.Vísir/vilhelmÞetta sagði Þórdís Lóa sem var í símaviðtali í Bítínu í morgun. Flokkarnir sem eiga í viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavík funda áfram í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en Þórdís Lóa segir að þau séu í góðu yfirlæti í skólanum. Fundur hófst klukkan níu í morgun. Í gær voru velferðar-og menntamál á dagskrá auk þess sem þjónustu-og lýðræðismál voru rædd. Þegar Þórdís Lóa er spurð hvort myndun meirihluta með þeim flokkum sem ræða nú saman hafi verið í samræmi við úrslit sveitarstjórnarkosninga svarar Þórdís Lóa:Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, Dóra Björt Þórhallsdóttir, oddviti Pírata og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelm„Já, ég segi nú svo sem ekkert við því annað en bara að þetta er niðurstaðan. Þetta var nú líka niðurstaðan í alþingiskosningunum, við skulum nú ekki gleyma því, það er hálft ár síðan þær voru, og þá var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fór niður um 3,4% og Framsóknarflokkurinn líka en nú eru þessir flokkar í ríkisstjórn,“ segir Þórdís Lóa og bætir við: „Þetta er náttúrulega bara þannig að það er kosið og koma niðurstöður. Við vorum í oddastöðu og fórum yfir þetta landslag allt. Þetta var niðurstaðan að þarna væri málefnunum best varið. Það er niðurstaðan og þá er það væntanlega niðurstaða kosninganna líka.“ Þórdís Lóa segir að flokkarnir ætli að halda áfram að vinna í þeim málaflokkum sem þeir unnu að í gær og halda áfram á þeirri vegferð; „svo leiðir þetta nú bara eitt af öðru en viðræðurnar sjálfar eru algjört trúnaðarmál.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08 Meirihlutaviðræður halda áfram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Pírata um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg halda áfram í dag og fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 1. júní 2018 10:45 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50
Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08
Meirihlutaviðræður halda áfram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Pírata um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg halda áfram í dag og fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 1. júní 2018 10:45