„Við erum viss um það að við munum ná saman“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2018 11:40 Það dregur til tíðanda í Grindavík en oddviti Framsóknarflokksins er viss um að það náist að mynda meirihluta eftir fund kvöldsins. Sigurður Óli Það fer að draga til tíðinda í Grindavíkurbæ því Sigurður Óli Þorleifsson, oddviti Framsóknarflokksins í Grindavík, segist vongóður um að geta tilkynnt bæjarbúum í kvöld að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur séu búnir að ná saman um myndun meirihluta í bænum. „Við erum viss um það að við munum ná saman. Vinna er hafin að málefnaskránni og vonandi náum við að hnýta alla lausa enda á fundi í kvöld,“ segir Sigurður Óli í samtali við Vísi. Að mati Sigurðar eru flokkarnir búnir að yfirstíga allar hindranir sem hefðu að öðrum kosti geta staðið í vegi fyrir myndun meirihluta.En hver er niðurstaða flokkanna og hvað eru þeir sammála um að verði að ráðast í?„Við erum sammála um að halda áfram á þeirri braut sem Grindavík er búin að vera en við þurfum að fara í leikskólamálin; tryggja dagvist frá 12 mánaða aldri. Það er nú kannski stærsta atriðið og að hlúa að eldri borgurum. Við ætlum að fara út í félagsheimili fyrir eldri borgara. Það er velferðin sem skiptir okkur máli,“ segir Sigurður Óli sem bendir jafnframt á að í málefnasamningi sé að byggja íbúðarkjarna sem á að tengjast félagsheimilinu fyrir eldri borgara.Stendur til að vinna vel með minnihlutanum?„Já það einmitt verður í málefnaskrá hjá okkur að við viljum að allir komi að borðinu og að allir fái sína rödd og sitt sæti.“ Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að hvenær sem færi í viðræðum um meirihluta myndu bæjarfulltrúarnir alltaf vinna vel saman. Upphaflega átti Rödd unga fólksins, Samfylking, Framsóknarflokkur og Miðflokkur í viðræðum en það slitnaði upp úr þeim um mánaðamótin. Sjá nánar: Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík„Þetta er góður bær og vonandi munum við öll taka þátt í að gera hann enn betri, bærinn stendur vel og við höfum allt til brunns að bera til að vera framúrskarandi bæjarfélag á landinu,“ segir Sigurður Óli. Framsóknarflokkurinn hlaut 13,8% atkvæða og fékk einn mann kjörinn til bæjarstjórnar og Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og hlaut 33,5% atkvæða og þrjá menn kjörna. Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Fólk fær ekki allt sem það vill“ Aðspurður hvort flokkarnir sjái til lands svarar Hjálmar vongóður: "Já ég held það bara. Ég er nú bara bjartsýnn. Ég er það nú alltaf reyndar.“ 4. júní 2018 16:52 Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu. 30. maí 2018 16:24 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Það fer að draga til tíðinda í Grindavíkurbæ því Sigurður Óli Þorleifsson, oddviti Framsóknarflokksins í Grindavík, segist vongóður um að geta tilkynnt bæjarbúum í kvöld að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur séu búnir að ná saman um myndun meirihluta í bænum. „Við erum viss um það að við munum ná saman. Vinna er hafin að málefnaskránni og vonandi náum við að hnýta alla lausa enda á fundi í kvöld,“ segir Sigurður Óli í samtali við Vísi. Að mati Sigurðar eru flokkarnir búnir að yfirstíga allar hindranir sem hefðu að öðrum kosti geta staðið í vegi fyrir myndun meirihluta.En hver er niðurstaða flokkanna og hvað eru þeir sammála um að verði að ráðast í?„Við erum sammála um að halda áfram á þeirri braut sem Grindavík er búin að vera en við þurfum að fara í leikskólamálin; tryggja dagvist frá 12 mánaða aldri. Það er nú kannski stærsta atriðið og að hlúa að eldri borgurum. Við ætlum að fara út í félagsheimili fyrir eldri borgara. Það er velferðin sem skiptir okkur máli,“ segir Sigurður Óli sem bendir jafnframt á að í málefnasamningi sé að byggja íbúðarkjarna sem á að tengjast félagsheimilinu fyrir eldri borgara.Stendur til að vinna vel með minnihlutanum?„Já það einmitt verður í málefnaskrá hjá okkur að við viljum að allir komi að borðinu og að allir fái sína rödd og sitt sæti.“ Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að hvenær sem færi í viðræðum um meirihluta myndu bæjarfulltrúarnir alltaf vinna vel saman. Upphaflega átti Rödd unga fólksins, Samfylking, Framsóknarflokkur og Miðflokkur í viðræðum en það slitnaði upp úr þeim um mánaðamótin. Sjá nánar: Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík„Þetta er góður bær og vonandi munum við öll taka þátt í að gera hann enn betri, bærinn stendur vel og við höfum allt til brunns að bera til að vera framúrskarandi bæjarfélag á landinu,“ segir Sigurður Óli. Framsóknarflokkurinn hlaut 13,8% atkvæða og fékk einn mann kjörinn til bæjarstjórnar og Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og hlaut 33,5% atkvæða og þrjá menn kjörna.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Fólk fær ekki allt sem það vill“ Aðspurður hvort flokkarnir sjái til lands svarar Hjálmar vongóður: "Já ég held það bara. Ég er nú bara bjartsýnn. Ég er það nú alltaf reyndar.“ 4. júní 2018 16:52 Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu. 30. maí 2018 16:24 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
„Fólk fær ekki allt sem það vill“ Aðspurður hvort flokkarnir sjái til lands svarar Hjálmar vongóður: "Já ég held það bara. Ég er nú bara bjartsýnn. Ég er það nú alltaf reyndar.“ 4. júní 2018 16:52
Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu. 30. maí 2018 16:24