Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Keflavík 2-0 | Sjáðu mörkin Þór Símon Hafþórsson skrifar 8. júní 2018 22:00 Fylkir fékk Keflavík í heimsókn í kvöld í opnunarleik 8. umferðar Pepsi deildar karla í fótbolta. Um nýliðaslag var að ræða en spilað var á iða grænu gervigrasinu í Egilshöllinni. Fylkir byrjaði af krafti og tók fljótlega öll völd inn á vellinum. Þrátt fyrir að skapa sér slatta af færum gekk liðinu erfiðlega að skora en það var að lokum Davíð Þór, miðvörður Fylkis, sem braut ísinn með neglu af 30 metra færi. Margir töldu að Sindri hefði átt að gera betur í markinu en staðan orðin 1-0. Fylkir hélt áfram að skapa sér færi eftir færi án þess að koma boltanum í netið. Staðan var 1-0 í háflleik en Keflavík kom að ágætum krafti í seinni hálfleikinn. Eftir um hálfa mínútu í seinni vildi Keflavík fá vítaspyrnu en ekkert var dæmt. Lengra komst Keflavík í raun og veru ekki en liðið var bitlaust og ógnaði marki Fylkis lítið sem ekkert. Fylkir náði að lokum að gulltryggja sigurinn er Albert Brynjar, sem kom inn á sem varamaður, skoraði af stuttu færi eftir darradans í teig Keflvíkinga í kjölfarið á hornspyrnu. 2-0 sigur Fylkis staðreynd sem er með 11 stig í 5. sæti deildarinnar á meðan Keflavík vermir botnsætið með einungis 3 stig eftir 8 umferðir.Afhverju vann Fylkir? Það var hrein unun að horfa á Fylki í kvöld. Liðið spilaði mjög spennandi útfærslu af 5-3-2 leik kerfinu þar sem Hákon og Jonathan Glenn leiddu línunna á meðan bakverðirnir Ásgeir Örn og Daði Ólafsson þutu fram við hvert tækifæri. Einnig skapaðist mikið pláss fyrir miðverðina þrjá sem voru áberandi í sóknarleik Fylkis og þá ekki bara með einhverjum sköllum eftir hornspyrnur. Nei þvert á móti. Þeir voru á köflum mættir til að sóla mann og annan og áttu ágætis skot fyrir utan teig. Eitt af þessum ágætis skotum áttu Davíð Þór Ásbjörnsson en hann braut ísinn í kvöld með einni bombu af 30 metra færi. Það var hreinlega unun að fylgjast með Fylki í kvöld. Meira svona takk! Hverjir stóðu upp úr? Ég gæti í raun talið upp allt Fylkis liðið að undanskildum Aroni Snæ í markinu þar sem hann hafði í raun ekkert að gera. Hann skilaði þó sínu eins og allir leikmenn liðsins. Jonathan Glenn var beittur ásamt Hákoni í fremstu viglínu. Ragnar Bragi var frábær og stöðugur höfuðverkur fyrir Keflvíkinga og í fyrri hálfleik hélt ég varla vatni yfir Ásgeiri Erni Arnþórssyni sem spilaði sem hægri bakvörður. Hann hreinlega átti allan hægri kanntinn. Fór upp og niður eins og herforingi og átti fullt af frábærum fyrirgjöfum. Allt Fylkis liðið stóð upp úr. Helgi Sigurðsson, þjálfari liðsins, er að töfra fram eitthvað ansi skemmtilegt í Árbænum. Hvað gekk illa? Keflavík. Keflavík gekk illa. Allt við Keflavík gekk illa. Það er svekkjandi að segja það þar sem margir stuðningsmenn voru mættir og létu vel í sér heyra framan af leik. Þeir voru bitlausir sóknarlega, mistækir varnarlega og Fylkir jarðaði þá líka í baráttunni. Keflavík verður að rífa sig í gang ætli liðið að halda haus í deild þeirra bestu.Hvað gerist næst? Fylkir heimsækir lið Blika en Keflavík fær KR í heimsókn. Svo kemur langt HM-landsleikjahlé.vísir/andri marinóHelgi Sig: 6-0 sigur hefði ekki verið ósanngjarn „Þetta var frábær leikur frá fyrstu til síðustu mínútu. Ég man varla eftir færi frá Keflvíkingum í dag á meðan við áttum urmul af færum. 6-0 hefði ekki verið ósanngjarnt,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-0 sigur hans manna á Keflavík í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. Og hann hafði lög að mæla en Fylkir áttu hreinlega leikinn frá A-Ö frá fyrstu mínútu þar sem liðið skapaði sér urmul af færum og hefði átt að gera betur í mörgum tilvika. En hvarflaði að Helga að Keflavík gæti jafnað er staðan var einungis 1-0? „Maður er alltaf smeykur í stöðunni 1-0 því það þarf svo lítið að gerast. En þeir komust nánast aldrei nálægt okkar vítateig þannig á meðan við héldum þeim svona í skefjum hafði ég litlar áhyggjur,“ sagði Helgi en Fylkir gulltryggði sigurinn loksins á 82. mínútu er Albert Brynjar potaði boltanum inn af stuttu færi. „Menn héldu einbeitingu. Um það var talað fyrir leik að halda einbeitingu í 90 mínútur og ekki leggjast til baka ef við náðum forystunni heldur halda áfram að pressa á þá. Það gerðum við vel.“ Það sem af er sumri hefur Fylki nú spilað þrjá leiki í Egilshöllinni, bráðarbigðar heimavellinum þangað til Lautinn verður tilbúinn. Vill Fylkir yfir höfuð fara aftur í Lautina? „Ætli það? Ég á eftir að ræða þetta við mína menn. Okkur líður mjög vel hérna en innst inni viljum við komast á okkar heimavöll og hann verður flottur þegar hann verður klár.“vísir/daníelEinar Orri: Er með óbragð í munninum „Ég er með óbragð í munninum eftir þennan leik. Þetta var bara lélegur leikur hjá okkur. Sérstaklega fyrri en seinni var þó allavega skömminni skárri,“ sagði ósáttur Einar Orri, leikmaður Keflvíkinga, eftir tap liðsins gegn Fylki í kvöld. „Það kom ekkert á óvart í þeirra leik. Þeir komu inn að krafti eins og við bjuggumst við og voru í raun yfir í baráttunni sem við eigum aldrei að láta að gerast,“ sagði Einar sem segir allar líkur á að slakt gengi Keflavíkur sé farið að hafa slæm áhrif á liðið. „Þó svo að við höfum verið að eiga fína leiki þá erum við bara með þrjú stig. Það skiptir ekki máli hvort maður spili vel eða illa og tapar. Uppskeran er sú sama. Þetta eru bara 0 stig,“ sagði Einar og hélt áfram. „Menn reyna að hugsa að það hafi engin áhrif en líklegast innst inni er þetta farið að hafa áhrif á menn. Okkur þyrstir í sigurinn. Það þýðir hinsvegar ekkert að grenja yfir þessu. Við þurfum bara að halda áfram.“Davíð Þór: Leikur upp á 9.0 „Þetta var leikur upp á 9.0. Við keyrðum yfir þá og hefðum átt að vera búnir að skora fleiri mörk til þess að hafa þetta þægilegra aðeins fyrr en það kom að lokum. Þetta hefði alveg getað endað þessvegna 5-0,“ sagði kátur Davíð Þór eftir sigur Fylkis á Keflavík í kvöld. Fylkir spilaði vel og Davíð Þór var einn af miðvörðunum þremur sem voru óvænt áberandi í sóknarleik Fylkis. „Við í vörninni fengum pláss. Þeir féllu aðeins frá okkur. Ég nýtti mér það í markinu. Tók nokkur skref upp og hamraði hann á markið,“ sagði Davíð sem braut ísinn í kvöld með frábæru marki af 30 metrum. Sumir héldu að Sindri átti að gera betur en Davíð var ekki á því máli. „Þetta lítur þannig út á hliðinni en ef þú ert fyrir aftan boltann þá sérðu flöktið á honum. Þetta var ekki svona beinn bolti eins og kannski margir halda.“ Hann segir það verða gott að komast í Lautina, heimavöll Fylkis, þrátt fyrir að þrír leikir í Egilshöll hafi skilað þremur sigrum. „Við höfum staðið okkur vel hérna en ég held að það sé alltaf best að vera heima í Lautinni.“vísir/keflavíkGuðlaugur: Alvöru íþróttamenn rísa upp eftir svona högg „Sanngjarn sigur Fylkismanna. Er mjög óánægður með mitt lið. Fannst þeir hreinlega keyra yfir okkur í fyrri hálfleik. Þeir voru grimmari og öflugri á öllum sviðum,“ sagði ósáttur Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavík, eftir tapið í kvöld. Keflavík er einungis með 3 stig eftir 8 umferðir og vermir botnsætið, fimm stigum frá öruggu sæti. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki óskastaða. Við vildum svo sannarlega vera með fleiri stig. En við áttum ekkert skilið úr leiknum í dag.“ Hann skorar á sína menn að koma ákveðnir til baka því tíminn er ekki að vinna með þeim. „Alvöru íþróttamenn gera það. Þegar þeir fá svona högg í magan eins og í kvöld þá rísa þeir upp og koma öflugri til baka.“ Pepsi Max-deild karla
Fylkir fékk Keflavík í heimsókn í kvöld í opnunarleik 8. umferðar Pepsi deildar karla í fótbolta. Um nýliðaslag var að ræða en spilað var á iða grænu gervigrasinu í Egilshöllinni. Fylkir byrjaði af krafti og tók fljótlega öll völd inn á vellinum. Þrátt fyrir að skapa sér slatta af færum gekk liðinu erfiðlega að skora en það var að lokum Davíð Þór, miðvörður Fylkis, sem braut ísinn með neglu af 30 metra færi. Margir töldu að Sindri hefði átt að gera betur í markinu en staðan orðin 1-0. Fylkir hélt áfram að skapa sér færi eftir færi án þess að koma boltanum í netið. Staðan var 1-0 í háflleik en Keflavík kom að ágætum krafti í seinni hálfleikinn. Eftir um hálfa mínútu í seinni vildi Keflavík fá vítaspyrnu en ekkert var dæmt. Lengra komst Keflavík í raun og veru ekki en liðið var bitlaust og ógnaði marki Fylkis lítið sem ekkert. Fylkir náði að lokum að gulltryggja sigurinn er Albert Brynjar, sem kom inn á sem varamaður, skoraði af stuttu færi eftir darradans í teig Keflvíkinga í kjölfarið á hornspyrnu. 2-0 sigur Fylkis staðreynd sem er með 11 stig í 5. sæti deildarinnar á meðan Keflavík vermir botnsætið með einungis 3 stig eftir 8 umferðir.Afhverju vann Fylkir? Það var hrein unun að horfa á Fylki í kvöld. Liðið spilaði mjög spennandi útfærslu af 5-3-2 leik kerfinu þar sem Hákon og Jonathan Glenn leiddu línunna á meðan bakverðirnir Ásgeir Örn og Daði Ólafsson þutu fram við hvert tækifæri. Einnig skapaðist mikið pláss fyrir miðverðina þrjá sem voru áberandi í sóknarleik Fylkis og þá ekki bara með einhverjum sköllum eftir hornspyrnur. Nei þvert á móti. Þeir voru á köflum mættir til að sóla mann og annan og áttu ágætis skot fyrir utan teig. Eitt af þessum ágætis skotum áttu Davíð Þór Ásbjörnsson en hann braut ísinn í kvöld með einni bombu af 30 metra færi. Það var hreinlega unun að fylgjast með Fylki í kvöld. Meira svona takk! Hverjir stóðu upp úr? Ég gæti í raun talið upp allt Fylkis liðið að undanskildum Aroni Snæ í markinu þar sem hann hafði í raun ekkert að gera. Hann skilaði þó sínu eins og allir leikmenn liðsins. Jonathan Glenn var beittur ásamt Hákoni í fremstu viglínu. Ragnar Bragi var frábær og stöðugur höfuðverkur fyrir Keflvíkinga og í fyrri hálfleik hélt ég varla vatni yfir Ásgeiri Erni Arnþórssyni sem spilaði sem hægri bakvörður. Hann hreinlega átti allan hægri kanntinn. Fór upp og niður eins og herforingi og átti fullt af frábærum fyrirgjöfum. Allt Fylkis liðið stóð upp úr. Helgi Sigurðsson, þjálfari liðsins, er að töfra fram eitthvað ansi skemmtilegt í Árbænum. Hvað gekk illa? Keflavík. Keflavík gekk illa. Allt við Keflavík gekk illa. Það er svekkjandi að segja það þar sem margir stuðningsmenn voru mættir og létu vel í sér heyra framan af leik. Þeir voru bitlausir sóknarlega, mistækir varnarlega og Fylkir jarðaði þá líka í baráttunni. Keflavík verður að rífa sig í gang ætli liðið að halda haus í deild þeirra bestu.Hvað gerist næst? Fylkir heimsækir lið Blika en Keflavík fær KR í heimsókn. Svo kemur langt HM-landsleikjahlé.vísir/andri marinóHelgi Sig: 6-0 sigur hefði ekki verið ósanngjarn „Þetta var frábær leikur frá fyrstu til síðustu mínútu. Ég man varla eftir færi frá Keflvíkingum í dag á meðan við áttum urmul af færum. 6-0 hefði ekki verið ósanngjarnt,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-0 sigur hans manna á Keflavík í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. Og hann hafði lög að mæla en Fylkir áttu hreinlega leikinn frá A-Ö frá fyrstu mínútu þar sem liðið skapaði sér urmul af færum og hefði átt að gera betur í mörgum tilvika. En hvarflaði að Helga að Keflavík gæti jafnað er staðan var einungis 1-0? „Maður er alltaf smeykur í stöðunni 1-0 því það þarf svo lítið að gerast. En þeir komust nánast aldrei nálægt okkar vítateig þannig á meðan við héldum þeim svona í skefjum hafði ég litlar áhyggjur,“ sagði Helgi en Fylkir gulltryggði sigurinn loksins á 82. mínútu er Albert Brynjar potaði boltanum inn af stuttu færi. „Menn héldu einbeitingu. Um það var talað fyrir leik að halda einbeitingu í 90 mínútur og ekki leggjast til baka ef við náðum forystunni heldur halda áfram að pressa á þá. Það gerðum við vel.“ Það sem af er sumri hefur Fylki nú spilað þrjá leiki í Egilshöllinni, bráðarbigðar heimavellinum þangað til Lautinn verður tilbúinn. Vill Fylkir yfir höfuð fara aftur í Lautina? „Ætli það? Ég á eftir að ræða þetta við mína menn. Okkur líður mjög vel hérna en innst inni viljum við komast á okkar heimavöll og hann verður flottur þegar hann verður klár.“vísir/daníelEinar Orri: Er með óbragð í munninum „Ég er með óbragð í munninum eftir þennan leik. Þetta var bara lélegur leikur hjá okkur. Sérstaklega fyrri en seinni var þó allavega skömminni skárri,“ sagði ósáttur Einar Orri, leikmaður Keflvíkinga, eftir tap liðsins gegn Fylki í kvöld. „Það kom ekkert á óvart í þeirra leik. Þeir komu inn að krafti eins og við bjuggumst við og voru í raun yfir í baráttunni sem við eigum aldrei að láta að gerast,“ sagði Einar sem segir allar líkur á að slakt gengi Keflavíkur sé farið að hafa slæm áhrif á liðið. „Þó svo að við höfum verið að eiga fína leiki þá erum við bara með þrjú stig. Það skiptir ekki máli hvort maður spili vel eða illa og tapar. Uppskeran er sú sama. Þetta eru bara 0 stig,“ sagði Einar og hélt áfram. „Menn reyna að hugsa að það hafi engin áhrif en líklegast innst inni er þetta farið að hafa áhrif á menn. Okkur þyrstir í sigurinn. Það þýðir hinsvegar ekkert að grenja yfir þessu. Við þurfum bara að halda áfram.“Davíð Þór: Leikur upp á 9.0 „Þetta var leikur upp á 9.0. Við keyrðum yfir þá og hefðum átt að vera búnir að skora fleiri mörk til þess að hafa þetta þægilegra aðeins fyrr en það kom að lokum. Þetta hefði alveg getað endað þessvegna 5-0,“ sagði kátur Davíð Þór eftir sigur Fylkis á Keflavík í kvöld. Fylkir spilaði vel og Davíð Þór var einn af miðvörðunum þremur sem voru óvænt áberandi í sóknarleik Fylkis. „Við í vörninni fengum pláss. Þeir féllu aðeins frá okkur. Ég nýtti mér það í markinu. Tók nokkur skref upp og hamraði hann á markið,“ sagði Davíð sem braut ísinn í kvöld með frábæru marki af 30 metrum. Sumir héldu að Sindri átti að gera betur en Davíð var ekki á því máli. „Þetta lítur þannig út á hliðinni en ef þú ert fyrir aftan boltann þá sérðu flöktið á honum. Þetta var ekki svona beinn bolti eins og kannski margir halda.“ Hann segir það verða gott að komast í Lautina, heimavöll Fylkis, þrátt fyrir að þrír leikir í Egilshöll hafi skilað þremur sigrum. „Við höfum staðið okkur vel hérna en ég held að það sé alltaf best að vera heima í Lautinni.“vísir/keflavíkGuðlaugur: Alvöru íþróttamenn rísa upp eftir svona högg „Sanngjarn sigur Fylkismanna. Er mjög óánægður með mitt lið. Fannst þeir hreinlega keyra yfir okkur í fyrri hálfleik. Þeir voru grimmari og öflugri á öllum sviðum,“ sagði ósáttur Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavík, eftir tapið í kvöld. Keflavík er einungis með 3 stig eftir 8 umferðir og vermir botnsætið, fimm stigum frá öruggu sæti. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki óskastaða. Við vildum svo sannarlega vera með fleiri stig. En við áttum ekkert skilið úr leiknum í dag.“ Hann skorar á sína menn að koma ákveðnir til baka því tíminn er ekki að vinna með þeim. „Alvöru íþróttamenn gera það. Þegar þeir fá svona högg í magan eins og í kvöld þá rísa þeir upp og koma öflugri til baka.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti