Austfirsku pönkararnir breyta plötuumslagi umdeildrar plötu Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2018 15:15 Hvort útlitsbreytingar á væntanlegri plötu Séra Davíðs Þórs og pönkaranna að austan verði til að milda gramt geð Arnþrúðar, er ekki vitað á þessu stigi. Austfirska pönkhljómsveitin Austurvígstöðvarnar hafa nú breytt plötuumslagi fyrirhugaðrar plötu sinnar: Útvarp Satan. Trymbill hljómsveitarinnar, Jón Knútur Ásmundsson, segir það ekki vegna þess að þeir hafi runnið á rassinn með útlit sem var sláandi líkt lógói Útvarps Sögu. Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort þessi útlitsbreyting mun milda gramt geð fólksins á útvarpsstöðinni umdeildu. „Menn hafa verið með allskyns meiningar um að við séum raggeitur og allt það, að við þorum ekki að stela lógói Útvarps Sögu fyrir plötuna okkar og þar fram eftir götunum.Staðreyndin er bara sú að lógóið hjá Sögu er forljótt en eftir smá snurfus er það beinlínis fallegt. Vilji forsvarsmenn útvarpsstöðvarinnar nota hugmyndina okkar er þeim það velkomið. Við kærum ekki,“ tilkynnir trymbillinn borubrattur á Facebooksíðu sinni.Heift milli klerks og útvarpsfólksSjaldan ef nokkru sinni hefur óútkomin hljómplata valdið eins miklum usla og Útvarp Satan. En kveikja nafngiftarinnar er þessi frétt Vísis. Væringarnar má rekja til heiftar sem ríkir milli forsprakka hljómsveitarinnar, Séra Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests í Laugarneskirkju og svo Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar á útvarpsstöðinni Útvarp Sögu.Vísir ræddi á sínum tíma við Jón Knút um plötuna.Arnþrúður hefur kært Séra Davíð til Biskupsstofu.Andúðin milli þessara tveggja aðila kom fyrir alvöru fram með rimmu í útvarpsviðtali, þá er Séra Davíð Þór var að íhuga forsetaframboð. Strax mátti ljóst vera að þar voru engir perluvinir að spjalla og lauk tiltölulega stuttu viðtali með að Davíð Þór skellti á þau Arnþrúði og Pétur eftir að hafa kallað þau idjót.Ekkert heyrist frá BiskupsstofuSeinna spurðist að á væntanlegri plötu væri að finna brag um Arnþrúði, Arnþrúður er full. Það lagðist verulega illa í þau á Útvarpi Sögu, vægast sagt. Kærumálum á hendur Séra Davíð Þór, meðal annars frá Arnþrúði, hafa borist Biskupsstofu í kjölfar þessa. Pétur hefur svo ekki farið í grafgötur með þá skoðun sína að honum þyki ótækt að Davíð Þór sé starfandi á vegum Þjóðkirkjunnar. Pétur segir, í samtali við Vísi, að enn sé ekkert að frétta frá Biskupsstofu, þau hafa ekkert heyrt en Vísir hefur sent fyrirspurnir þangað en hefur í tvígang fengið þau svör að enn hafi ekki verið tekin afstaða til málsins. Svo virðist Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi reynist afar erfitt að taka afstöðu til kærunnar og umkvartana, að finna Salómonsdóm í því máli því talsvert langt er um liðið síðan kærurnar voru settar fram. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Útvarp Satan mun koma út Austurvígstöðvunum tókst að safna fyrir upptökum. 6. apríl 2018 14:50 „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
Austfirska pönkhljómsveitin Austurvígstöðvarnar hafa nú breytt plötuumslagi fyrirhugaðrar plötu sinnar: Útvarp Satan. Trymbill hljómsveitarinnar, Jón Knútur Ásmundsson, segir það ekki vegna þess að þeir hafi runnið á rassinn með útlit sem var sláandi líkt lógói Útvarps Sögu. Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort þessi útlitsbreyting mun milda gramt geð fólksins á útvarpsstöðinni umdeildu. „Menn hafa verið með allskyns meiningar um að við séum raggeitur og allt það, að við þorum ekki að stela lógói Útvarps Sögu fyrir plötuna okkar og þar fram eftir götunum.Staðreyndin er bara sú að lógóið hjá Sögu er forljótt en eftir smá snurfus er það beinlínis fallegt. Vilji forsvarsmenn útvarpsstöðvarinnar nota hugmyndina okkar er þeim það velkomið. Við kærum ekki,“ tilkynnir trymbillinn borubrattur á Facebooksíðu sinni.Heift milli klerks og útvarpsfólksSjaldan ef nokkru sinni hefur óútkomin hljómplata valdið eins miklum usla og Útvarp Satan. En kveikja nafngiftarinnar er þessi frétt Vísis. Væringarnar má rekja til heiftar sem ríkir milli forsprakka hljómsveitarinnar, Séra Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests í Laugarneskirkju og svo Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar á útvarpsstöðinni Útvarp Sögu.Vísir ræddi á sínum tíma við Jón Knút um plötuna.Arnþrúður hefur kært Séra Davíð til Biskupsstofu.Andúðin milli þessara tveggja aðila kom fyrir alvöru fram með rimmu í útvarpsviðtali, þá er Séra Davíð Þór var að íhuga forsetaframboð. Strax mátti ljóst vera að þar voru engir perluvinir að spjalla og lauk tiltölulega stuttu viðtali með að Davíð Þór skellti á þau Arnþrúði og Pétur eftir að hafa kallað þau idjót.Ekkert heyrist frá BiskupsstofuSeinna spurðist að á væntanlegri plötu væri að finna brag um Arnþrúði, Arnþrúður er full. Það lagðist verulega illa í þau á Útvarpi Sögu, vægast sagt. Kærumálum á hendur Séra Davíð Þór, meðal annars frá Arnþrúði, hafa borist Biskupsstofu í kjölfar þessa. Pétur hefur svo ekki farið í grafgötur með þá skoðun sína að honum þyki ótækt að Davíð Þór sé starfandi á vegum Þjóðkirkjunnar. Pétur segir, í samtali við Vísi, að enn sé ekkert að frétta frá Biskupsstofu, þau hafa ekkert heyrt en Vísir hefur sent fyrirspurnir þangað en hefur í tvígang fengið þau svör að enn hafi ekki verið tekin afstaða til málsins. Svo virðist Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi reynist afar erfitt að taka afstöðu til kærunnar og umkvartana, að finna Salómonsdóm í því máli því talsvert langt er um liðið síðan kærurnar voru settar fram.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Útvarp Satan mun koma út Austurvígstöðvunum tókst að safna fyrir upptökum. 6. apríl 2018 14:50 „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
„Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09
Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00