Hallgrímur: Í raun bara heimskulegt að spila á vellinum Arnar Geir Halldórsson skrifar 22. maí 2018 22:00 Hallgrímur Jónasson gekk í raðir KA fyrir leiktíðina mynd/skjáskot KA TV Hallgrímur Jónasson átti góðan leik í vörn KA þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Keflavík í 5.umferð Pepsi-deildar karla á Akureyrarvelli í kvöld. Akureyrarvöllur kemur afar illa undan vetri og hafði ástand vallarins klárlega áhrif á spilamennsku beggja liða. „Aðstæðurnar eru bara ömurlegar. Það er erfitt að spila fótbolta á vellinum og í raun bara heimskulegt. Alltof mikil áhætta. Við reyndum að einbeita okkur að því sem við getum haft áhrif á og mér fannst við spila vel í dag. Ef sigurinn hefði dottið öðrum hvorum megin þá hefði hann komið til okkar. Við náðum því miður ekki að skora,“ sagði Hallgrímur í leikslok. „Aðstæðurnar er bara það slæmar að það er ekki neitt voðalega skemmtilegt að hvorki horfa á leikinn eða spila hann á meðan völlurinn er svona,“ sagði Hallgrímur ennfremur. Hallgrímur lék með Keflavík áður en hann hélt í atvinnumennsku og varð meðal annars bikarmeistari með Suðurnesjamönnum. Hann kveðst þó ekki hafa fundið fyrir blendnum tilfinningum í leiknum. „Það voru engar blendnar tilfinningar. Ég spilaði við þá um daginn á Spáni og ég vildi bara vinna leikinn. Ég á marga góða vini frá Keflavík en ég var bara að hugsa um að vinna leikinn.“ Þrátt fyrir að aðstæður hafi gert KA-mönnum erfitt um vik að spila boltanum á milli sín telur Hallgrímur að liðið geti tekið margt jákvætt úr leiknum. „Við getum klárlega byggt á þessari frammistöðu. Við höfum átt kaflaskipta leiki en mér fannst við stöðugir í dag. Bæði fyrri og seinni hálfleikur. Við héldum hreinu og það er skap í mönnum sem er frábært. Menn vildu virkilega vinna.“ Aron Elí Gíslason kom inn í lið KA-manna á síðustu stundu þar sem Cristian Martinez meiddist í upphitun. Hallgrímur hrósaði markverðinum unga í hástert en Aron var að leika sinn fyrsta alvöru mótsleik í meistaraflokki. „Það var frábært að spila með Aroni. Hann á hrós skilið og stóð sig vel. Hann kom inn með sjálfstraust, var duglegur að tala og það gekk vel. Það er frábært fyrir hann að fá leik í svona háum gæðaflokki og standa sig vel,“ sagði Hallgrímur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Hallgrímur Jónasson átti góðan leik í vörn KA þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Keflavík í 5.umferð Pepsi-deildar karla á Akureyrarvelli í kvöld. Akureyrarvöllur kemur afar illa undan vetri og hafði ástand vallarins klárlega áhrif á spilamennsku beggja liða. „Aðstæðurnar eru bara ömurlegar. Það er erfitt að spila fótbolta á vellinum og í raun bara heimskulegt. Alltof mikil áhætta. Við reyndum að einbeita okkur að því sem við getum haft áhrif á og mér fannst við spila vel í dag. Ef sigurinn hefði dottið öðrum hvorum megin þá hefði hann komið til okkar. Við náðum því miður ekki að skora,“ sagði Hallgrímur í leikslok. „Aðstæðurnar er bara það slæmar að það er ekki neitt voðalega skemmtilegt að hvorki horfa á leikinn eða spila hann á meðan völlurinn er svona,“ sagði Hallgrímur ennfremur. Hallgrímur lék með Keflavík áður en hann hélt í atvinnumennsku og varð meðal annars bikarmeistari með Suðurnesjamönnum. Hann kveðst þó ekki hafa fundið fyrir blendnum tilfinningum í leiknum. „Það voru engar blendnar tilfinningar. Ég spilaði við þá um daginn á Spáni og ég vildi bara vinna leikinn. Ég á marga góða vini frá Keflavík en ég var bara að hugsa um að vinna leikinn.“ Þrátt fyrir að aðstæður hafi gert KA-mönnum erfitt um vik að spila boltanum á milli sín telur Hallgrímur að liðið geti tekið margt jákvætt úr leiknum. „Við getum klárlega byggt á þessari frammistöðu. Við höfum átt kaflaskipta leiki en mér fannst við stöðugir í dag. Bæði fyrri og seinni hálfleikur. Við héldum hreinu og það er skap í mönnum sem er frábært. Menn vildu virkilega vinna.“ Aron Elí Gíslason kom inn í lið KA-manna á síðustu stundu þar sem Cristian Martinez meiddist í upphitun. Hallgrímur hrósaði markverðinum unga í hástert en Aron var að leika sinn fyrsta alvöru mótsleik í meistaraflokki. „Það var frábært að spila með Aroni. Hann á hrós skilið og stóð sig vel. Hann kom inn með sjálfstraust, var duglegur að tala og það gekk vel. Það er frábært fyrir hann að fá leik í svona háum gæðaflokki og standa sig vel,“ sagði Hallgrímur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira