Hundar algjör afgangsstærð fyrir kosningarnar í Reykjavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. maí 2018 18:30 Rakel Linda Kristjánsdóttir formaður Félags ábyrgra hundaeigenda með tíkina Emmu. Vísir/Egill Aðalsteinsson Flestir flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík hafa fábrotna eða ómótaða stefnu gagnvart hundum og hundaeigendum en Píratar hafa lang ítarlegustu stefnuna. Félag ábyrgra hundaeigenda fékk aðeins svör frá fimm flokkum af þeim sextán sem bjóða fram í borginni. Tinni, hundur sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar, vakti máls á því á Twitter hvort flokkarnir hefðu einhverja stefnu gagnvart hundum í Reykjavík og spurði hvort þeir lofuðu auknum réttindum, betri aðstöðu eða lægri hundagjöldum. Málefni hunda og hundaeigenda hafa ekki verið áberandi fyrir þessar kosningar.Hvernig er það - eru flokkarnir með einhverja stefnu gagnvart hundum í Reykjavík? Aukin réttindi? Betri aðstaða? Lægri hundagjöld? @sjalfstaedis@xsreykjavik@VGRvk@vidreisn@PiratePartyIS@Midflokkurinn@framsokn#hundatwitter — Tinni (@aevintyritinna) May 23, 2018Félag ábyrgra hundaeigenda sendi fyrirspurn á flokkana sextán sem bjóða fram í Reykjavík um hver stefna þeirra væri varðandi málefni hunda í Reykjavík. „Við sendum á alla flokkana og við fengum bara svör frá fimm flokkum. Það segir kannski mikla sögu um hver áhuginn er,“ segir Rakel Linda Kristjánsdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda. Píratar eini flokkurinn sem er með mótaða, vel ígrundaða stefnu Borgin okkar Reykjavík lýsti sig hlynnta hundahaldi í Reykjavík. Kvennahreyfingin sagðist ekki hafa mótað sér stefnu en sagðist að dýravelferð væri mikilvæg og að flokkurinn myndi móta sér skýra stefnu að kosningabaráttu lokinni. Svar Miðflokksins var á sömu lund. Píratar eru hins vegar með ítarlega stefnu um hunda og dýr almennt og var það eini flokkurinn sem gaf ítarlegt svar við fyrirspurninni. Píratar vilja bæta hundasvæði og hundagerði innan borgarmarkanna. Stofna dýraathvarf í samráði við þau félög sem nú sinna dýrum. Innleiða sérstaka Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar, nýja stjórnsýslueiningu, sem beri ábyrgð á þjónustu og samskiptum við gæludýraeigendur, leyfisveitingum og framfylgd samþykkta borgarinnar um gæludýrahald. Samfylkingin segir að „bæta þurfi aðstöðu fyrir hunda og hundaeigendur og að hundaleikvellir eigi að vera til í öllum borgarhlutum." Aðrir flokkar svöruðu ekki. Fáir staðir þar sem hundar geta spriklað án taums Í sumum póstnúmerum í Reykjavík eru aðstæður fyrir hunda og eigendur þeirra mjög bágbornar. Ef við tökum póstnúmer 101 og 105 sem dæmi er eitt hundagerði út við BSÍ þar sem hundar geta spriklað frjálsir án taums. Þetta þýðir að margir hundaeigendur sleppa hundum sínum á Klambratúni, þvert á reglur, allavega þegar enginn sér til. Rakel Linda Kristjánsdóttir segir að hundar hafi verið algjör afgangsstærð fyrir þessar kosningar í Reykjavík. Aðstaða fyrir hunda sé víða mjög léleg. „Hún er bara skelfileg. Því miður þá höfum við hjá félaginu reynt að leiðbeina borgaryfirvöldum varðandi það sem betur má fara og það hefur bara ekki verið hlustað á okkur,“ segir Rakel. Þetta sæti nokkurri furðu í ljósi þess hversu margir eigi hunda. „Við erum að tala um að meira en 20 prósent íbúa borgarinnar halda hund. Það eru ansi margir.“ Dýr Kosningar 2018 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Flestir flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík hafa fábrotna eða ómótaða stefnu gagnvart hundum og hundaeigendum en Píratar hafa lang ítarlegustu stefnuna. Félag ábyrgra hundaeigenda fékk aðeins svör frá fimm flokkum af þeim sextán sem bjóða fram í borginni. Tinni, hundur sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar, vakti máls á því á Twitter hvort flokkarnir hefðu einhverja stefnu gagnvart hundum í Reykjavík og spurði hvort þeir lofuðu auknum réttindum, betri aðstöðu eða lægri hundagjöldum. Málefni hunda og hundaeigenda hafa ekki verið áberandi fyrir þessar kosningar.Hvernig er það - eru flokkarnir með einhverja stefnu gagnvart hundum í Reykjavík? Aukin réttindi? Betri aðstaða? Lægri hundagjöld? @sjalfstaedis@xsreykjavik@VGRvk@vidreisn@PiratePartyIS@Midflokkurinn@framsokn#hundatwitter — Tinni (@aevintyritinna) May 23, 2018Félag ábyrgra hundaeigenda sendi fyrirspurn á flokkana sextán sem bjóða fram í Reykjavík um hver stefna þeirra væri varðandi málefni hunda í Reykjavík. „Við sendum á alla flokkana og við fengum bara svör frá fimm flokkum. Það segir kannski mikla sögu um hver áhuginn er,“ segir Rakel Linda Kristjánsdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda. Píratar eini flokkurinn sem er með mótaða, vel ígrundaða stefnu Borgin okkar Reykjavík lýsti sig hlynnta hundahaldi í Reykjavík. Kvennahreyfingin sagðist ekki hafa mótað sér stefnu en sagðist að dýravelferð væri mikilvæg og að flokkurinn myndi móta sér skýra stefnu að kosningabaráttu lokinni. Svar Miðflokksins var á sömu lund. Píratar eru hins vegar með ítarlega stefnu um hunda og dýr almennt og var það eini flokkurinn sem gaf ítarlegt svar við fyrirspurninni. Píratar vilja bæta hundasvæði og hundagerði innan borgarmarkanna. Stofna dýraathvarf í samráði við þau félög sem nú sinna dýrum. Innleiða sérstaka Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar, nýja stjórnsýslueiningu, sem beri ábyrgð á þjónustu og samskiptum við gæludýraeigendur, leyfisveitingum og framfylgd samþykkta borgarinnar um gæludýrahald. Samfylkingin segir að „bæta þurfi aðstöðu fyrir hunda og hundaeigendur og að hundaleikvellir eigi að vera til í öllum borgarhlutum." Aðrir flokkar svöruðu ekki. Fáir staðir þar sem hundar geta spriklað án taums Í sumum póstnúmerum í Reykjavík eru aðstæður fyrir hunda og eigendur þeirra mjög bágbornar. Ef við tökum póstnúmer 101 og 105 sem dæmi er eitt hundagerði út við BSÍ þar sem hundar geta spriklað frjálsir án taums. Þetta þýðir að margir hundaeigendur sleppa hundum sínum á Klambratúni, þvert á reglur, allavega þegar enginn sér til. Rakel Linda Kristjánsdóttir segir að hundar hafi verið algjör afgangsstærð fyrir þessar kosningar í Reykjavík. Aðstaða fyrir hunda sé víða mjög léleg. „Hún er bara skelfileg. Því miður þá höfum við hjá félaginu reynt að leiðbeina borgaryfirvöldum varðandi það sem betur má fara og það hefur bara ekki verið hlustað á okkur,“ segir Rakel. Þetta sæti nokkurri furðu í ljósi þess hversu margir eigi hunda. „Við erum að tala um að meira en 20 prósent íbúa borgarinnar halda hund. Það eru ansi margir.“
Dýr Kosningar 2018 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira