Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna Baldur Guðmundsson skrifar 11. maí 2018 06:00 Vesturverk vill reisa 55 MW virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði. MATS WIBE LUND Skráðum einstaklingum sem eiga lögheimili í Árneshreppi fjölgaði um 39 prósent á tveggja vikna tímabili, frá 24. apríl til 4. maí. Í minnisblaði sem unnið hefur verið fyrir Árneshrepp kemur fram að um sé að ræða málamyndaskráningar vegna sveitarstjórnarkosninga. Stærsta kosningamálið í hreppnum er fyrirhuguð bygging Hvalárvirkjunar, en hart hefur verið deilt um áformin. Árneshreppur hefur gert Sambandi íslenskra sveitarfélaga viðvart og Þjóðskrá Íslands mun tilkynna innanríkisráðuneytinu um málið, að því er fram kemur í minnisblaðinu sem Sókn lögmannsstofa gerði fyrir Árneshrepp. Málið sé litið alvarlegum augum, enda varði það bæði röskun á grundvallarreglum um lýðræði og geti varðað við lög. Í lögum um kosningar til sveitarstjórna kemur meðal annars fram að það teljist til kosningaspjalla að gefa upp villandi upplýsingar um búsetu, sem leitt geti til þess að maður verði settur á kjörskrá sem ekki á rétt á að vera þar. Í minnisblaðinu er einnig bent á að samkvæmt hegningarlögum geti tveggja ára fangelsi legið við því að afla sér eða öðrum ólöglega færis á að taka þátt í atkvæðagreiðslu. Fyrir 24. apríl voru 44 skráðir með lögheimili í Árneshreppi. Sautján skráðu lögheimili sitt í hreppnum á umræddu tveggja vikna tímabili. „Aðrir eins lögheimilisflutningar eru líklega einsdæmi, hlutfallslega,“ segir í minnisblaðinu. Fram kemur að Þjóðskrá hafi að eigin frumkvæði ákveðið að endurupptaka afgreiðslu lögheimilisskráninga þessara einstaklinga. Réttmæti skráninganna ráðist væntanlega af því hvort föst búseta þessara einstaklinga hafi raunverulega breyst fyrir 4. maí síðastliðinn. Málið mun vera í flýtimeðferð hjá Þjóðskrá en í minnisblaðinu er stungið upp á því að hreppsnefndarfundur verði boðaður þegar stofnunin hafi fjallað um málin. „Miðað við það þarf hreppsnefnd að fella aðila út af kjörskrá til samræmis við ákvarðanir Þjóðskrár Íslands.“ Meirihluti hreppsnefndar er fylgjandi virkjunaráformum. Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Umhverfismál Tengdar fréttir Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45 Óskiljanlegt að Landvernd vilji hindra framfarir í Árneshreppi segir oddvitinn Umdeild virkjunaráform í Hvalá í Ófeigsfirði verða rædd á málþingi í Trékyllisvík nú um helgina. Oddviti Árneshrepps segir Landvernd hindra framfarir í minnsta sveitarfélagi landsins, þar sem innan við fimmtíu íbúar eru skráðir. 22. júní 2017 07:00 Segir eina úlfinn í sauðagæru vera Tómas sjálfan Kristinn H. Gunnarsson sendir hjartalækninum pillu. 14. september 2017 07:55 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Skráðum einstaklingum sem eiga lögheimili í Árneshreppi fjölgaði um 39 prósent á tveggja vikna tímabili, frá 24. apríl til 4. maí. Í minnisblaði sem unnið hefur verið fyrir Árneshrepp kemur fram að um sé að ræða málamyndaskráningar vegna sveitarstjórnarkosninga. Stærsta kosningamálið í hreppnum er fyrirhuguð bygging Hvalárvirkjunar, en hart hefur verið deilt um áformin. Árneshreppur hefur gert Sambandi íslenskra sveitarfélaga viðvart og Þjóðskrá Íslands mun tilkynna innanríkisráðuneytinu um málið, að því er fram kemur í minnisblaðinu sem Sókn lögmannsstofa gerði fyrir Árneshrepp. Málið sé litið alvarlegum augum, enda varði það bæði röskun á grundvallarreglum um lýðræði og geti varðað við lög. Í lögum um kosningar til sveitarstjórna kemur meðal annars fram að það teljist til kosningaspjalla að gefa upp villandi upplýsingar um búsetu, sem leitt geti til þess að maður verði settur á kjörskrá sem ekki á rétt á að vera þar. Í minnisblaðinu er einnig bent á að samkvæmt hegningarlögum geti tveggja ára fangelsi legið við því að afla sér eða öðrum ólöglega færis á að taka þátt í atkvæðagreiðslu. Fyrir 24. apríl voru 44 skráðir með lögheimili í Árneshreppi. Sautján skráðu lögheimili sitt í hreppnum á umræddu tveggja vikna tímabili. „Aðrir eins lögheimilisflutningar eru líklega einsdæmi, hlutfallslega,“ segir í minnisblaðinu. Fram kemur að Þjóðskrá hafi að eigin frumkvæði ákveðið að endurupptaka afgreiðslu lögheimilisskráninga þessara einstaklinga. Réttmæti skráninganna ráðist væntanlega af því hvort föst búseta þessara einstaklinga hafi raunverulega breyst fyrir 4. maí síðastliðinn. Málið mun vera í flýtimeðferð hjá Þjóðskrá en í minnisblaðinu er stungið upp á því að hreppsnefndarfundur verði boðaður þegar stofnunin hafi fjallað um málin. „Miðað við það þarf hreppsnefnd að fella aðila út af kjörskrá til samræmis við ákvarðanir Þjóðskrár Íslands.“ Meirihluti hreppsnefndar er fylgjandi virkjunaráformum.
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Umhverfismál Tengdar fréttir Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45 Óskiljanlegt að Landvernd vilji hindra framfarir í Árneshreppi segir oddvitinn Umdeild virkjunaráform í Hvalá í Ófeigsfirði verða rædd á málþingi í Trékyllisvík nú um helgina. Oddviti Árneshrepps segir Landvernd hindra framfarir í minnsta sveitarfélagi landsins, þar sem innan við fimmtíu íbúar eru skráðir. 22. júní 2017 07:00 Segir eina úlfinn í sauðagæru vera Tómas sjálfan Kristinn H. Gunnarsson sendir hjartalækninum pillu. 14. september 2017 07:55 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45
Óskiljanlegt að Landvernd vilji hindra framfarir í Árneshreppi segir oddvitinn Umdeild virkjunaráform í Hvalá í Ófeigsfirði verða rædd á málþingi í Trékyllisvík nú um helgina. Oddviti Árneshrepps segir Landvernd hindra framfarir í minnsta sveitarfélagi landsins, þar sem innan við fimmtíu íbúar eru skráðir. 22. júní 2017 07:00
Segir eina úlfinn í sauðagæru vera Tómas sjálfan Kristinn H. Gunnarsson sendir hjartalækninum pillu. 14. september 2017 07:55