Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 2-0 │Fyrsti sigur KA Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 12. maí 2018 19:15 Sindri Snær Magnússon vísir/andri marinó KA menn hirtu öll þrjú stigin sem í boði voru þegar liðið fékk Eyjamenn í heimsókn á Akureyrarvöll en heimamenn unnu sannfærandi 2–0 sigur. Leikurinn fór fjörlega af stað og sýndu bæði lið lipra takta þrátt fyrir vægast slæmar aðstæður til knattspyrnuiðkunnar en heimavöllur KA, Akureyrarvöllur, er langt frá því að vera tilbúinn. Það dróg til tíðinda á 20. mínútu þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson á flotta fyrirgjöf frá vinstri kanti. Þar leggur Ásgeir Sigurgeirs boltann út á Hrannar Björn sem kemur honum fyrir aftur. Þar er Elfar Árni mættur á markteiginn og klárar vel. Húsvískt mark frá A–Ö. Gestirnir bitu aðeins frá sér þegar líða tók á hálfleikinn og átti gamla brýnið Gunnar Heiðar gott skot að marki eftir enn betri snúning með boltann úti á velli. Martinez var þó vel á verði og varði skotið í horn. Í síðari hálfleik var svipað uppi á teningnum. Heimamenn réðu gangi mála og sköpuðu sér fleiri færi en gestirnir, með þá Kaj Leo og Gunnar Heiðar í broddi fylkingar, áttu þó lipra spretti og hefðu allt eins getað jafnað leikinn í upphafi hálfleiksins. KA menn neituðu þó að gefa forustuna af hendi og bættu við marki á 55. mínútu. Aftur voru arkitektarnir húsvískir. Hallgrímur Jónasson á góðan skalla að markinu eftir hornspyrnu. Derby, markvörður Eyjamanna, gerir vel í að verja boltann. Elfar Árni gerir svo hvað hann getur til að fylgja á eftir en skalli Elfars hafnar í tréverkinu. Þá er Ásgeir Sigurgeirsson mættur eins og gammur og potar boltanum yfir línuna. Það fór fljótlega að draga af leikmönnum enda erfitt að spila 90 mínútur á grjóthörðum vellinum. Eyjamenn reyndu þó hvað þeir gátu til að minnka muninn en allt kom fyrir ekki. Heimamenn lönduðu öllum þremur stigunum sem í boði voru.Afhverju vann KA? KA menn voru einfaldlega betri í dag og héldu markinu sínu hreinu í þokkabót. Fyrirliði KA, Guðmann Þórisson, snéri aftur í hjarta varnarinnar eftir leikbann og það sást bersýnilega hversu mikilvægur hlekkur í vörn KA manna hann er. Guðmann hélt sóknarmanni ÍBV, Kassa Guy, algjörlega í skefjum og var öruggur í öllum sínum aðgerðum.Hverjir stóðu uppúr? Guðmann Þórisson, eins og áður segir, bar af í leiknum í dag. Öryggið uppmálað og með Kassa í vasanum. Hrannar Björn byrjaði leikinn af miklum krafti og á lof skilið fyrir sitt framlag. Hjá gestunum voru það þeir Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Kaj Leo sem voru allt í öllu.Hvað gerist næst? KA menn heimsækja FH inga í Kaplakrika í næstu umferð en ef sá leikur verður eitthvað svipaður og viðureign liðanna í Krikanum á síðustu leiktíð er von á bráðfjörugum leik. Eyjamenn skella sér hins vegar inn á teppið í Egilshöllinni og mæta þar nýliðum Fylkis.Tufa: Við sköpum alltaf fullt af færum Þjálfari KA manna Srdan Tufegdzic, eða Tufa, var virkilega ánægður með vinnuframlag sinna manna í leiknum í dag. ,,Mínir menn voru í dag að hlaupa fyrir hvorn annan, voru að berjast fyrir hvorn annan og við náum í sigur sem við elskum mest, að halda markinu hreinu og skora tvö góð mörk.“ Tufa sagði leikplanið hafa verið að taka sem minnsta áhættu á eigin vallarhelmingi. ,,Við gerðum það of mikið í fyrstu tveimur leikjunum og það kostaði okkur svolítið að fá mark á okkur snemma í leikjum.“ Hann segir sitt lið vera þétt og fast fyrir. ,,Við erum alltaf hættulegir í sókninni og sköpum fullt af færum,“ bætir hann við. Tufa ítrekaði ánægju sína með leikmenn sína og hvernig þeim tókst að halda leikskipulaginu út leikinn og að hans lið hafi haldið markinu hreinu. Steinþór Freyr Þorsteinsson var ekki í leikmannahópi KA vegna meiðsla og segir Tufa að menn vonist eftir að fá hann inn í hópinn sem fyrst. Hann segir útlitið betra en fyrir viku síðan en engu að síður sé erfitt að gefa ákveðna dagsetningu á endurkomu miðjumannsins knáa.Elfar Árni: Fórum þetta á jákvæðninni ,,Tilfinningin er mjög góð. Við erum ekki búnir að vinna leik og vorum staðráðnir í að ná í fyrsta sigurinn í dag og ég er rosalega glaður að það tókst,“ segir Elfar Árni Aðalsteinsson, annar af markaskorurum heimamanna í dag. Elfar sagði það hafa verið mjög erfitt að spila á vellinum í dag. ,,Hann var mjög laus og þungur en við vorum búnir að ákveða að láta hann ekkert fara í taugarnar á okkur og fórum þetta á jákvæðninni.“ Elfar bætir því svo við að honum hafi þótt sigurinn verðskuldaður í dag og aldrei í hættu. Elfar segir KA menn staðráðna í að tengja saman sigra í deildinni og að hann og félagar hans séu tilbúnir í að takast á við það erfiða verkefni að heimsækja Fimleikafélag Hafnafjarðar í næstu umferð. Kristján: Við gerum stærstu mistökin í þessum leik ,,Það erum við sem gerum stærstu mistökin í þessum leik og fáum á okkur þessi tvö mörk, það sker á milli,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögð eftir tap sinna manna á Akureyri í dag. Kristján segir sína menn hafa verið allt of ,,soft“ í varnarvinnunni fyrir framan markið og það hafi í raun skilið á milli liðanna. ,,Þetta var, eins og þú segir, mikill barningur og gat farið á hvorn vegin sem var en við gerum stóru mistökin og töpum.“ Kristján vildi lítið sem ekkert gera úr vallaraðstæðunum í dag og sagði að hann væri einfaldlega bara gamall völlur sem KA menn hafi gert allt til að reyna að koma í stand. ,,Við eigum kafla í leiknum þar sem við fáum nokkur hálffæri og eitt dauðafæri sem við nýtum ekki.“ Hann bætir því við að það sé erfitt að eiga við KA menn þegar þeir hafa náð forystu í leiknum. Kristján segir Eyjamenn afar ósátta við uppskeruna í fyrstu þremur umferðum deildarinnar en þeim hefur einungis tekist að sækja sér eitt stig af níu mögulegum. Pepsi Max-deild karla
KA menn hirtu öll þrjú stigin sem í boði voru þegar liðið fékk Eyjamenn í heimsókn á Akureyrarvöll en heimamenn unnu sannfærandi 2–0 sigur. Leikurinn fór fjörlega af stað og sýndu bæði lið lipra takta þrátt fyrir vægast slæmar aðstæður til knattspyrnuiðkunnar en heimavöllur KA, Akureyrarvöllur, er langt frá því að vera tilbúinn. Það dróg til tíðinda á 20. mínútu þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson á flotta fyrirgjöf frá vinstri kanti. Þar leggur Ásgeir Sigurgeirs boltann út á Hrannar Björn sem kemur honum fyrir aftur. Þar er Elfar Árni mættur á markteiginn og klárar vel. Húsvískt mark frá A–Ö. Gestirnir bitu aðeins frá sér þegar líða tók á hálfleikinn og átti gamla brýnið Gunnar Heiðar gott skot að marki eftir enn betri snúning með boltann úti á velli. Martinez var þó vel á verði og varði skotið í horn. Í síðari hálfleik var svipað uppi á teningnum. Heimamenn réðu gangi mála og sköpuðu sér fleiri færi en gestirnir, með þá Kaj Leo og Gunnar Heiðar í broddi fylkingar, áttu þó lipra spretti og hefðu allt eins getað jafnað leikinn í upphafi hálfleiksins. KA menn neituðu þó að gefa forustuna af hendi og bættu við marki á 55. mínútu. Aftur voru arkitektarnir húsvískir. Hallgrímur Jónasson á góðan skalla að markinu eftir hornspyrnu. Derby, markvörður Eyjamanna, gerir vel í að verja boltann. Elfar Árni gerir svo hvað hann getur til að fylgja á eftir en skalli Elfars hafnar í tréverkinu. Þá er Ásgeir Sigurgeirsson mættur eins og gammur og potar boltanum yfir línuna. Það fór fljótlega að draga af leikmönnum enda erfitt að spila 90 mínútur á grjóthörðum vellinum. Eyjamenn reyndu þó hvað þeir gátu til að minnka muninn en allt kom fyrir ekki. Heimamenn lönduðu öllum þremur stigunum sem í boði voru.Afhverju vann KA? KA menn voru einfaldlega betri í dag og héldu markinu sínu hreinu í þokkabót. Fyrirliði KA, Guðmann Þórisson, snéri aftur í hjarta varnarinnar eftir leikbann og það sást bersýnilega hversu mikilvægur hlekkur í vörn KA manna hann er. Guðmann hélt sóknarmanni ÍBV, Kassa Guy, algjörlega í skefjum og var öruggur í öllum sínum aðgerðum.Hverjir stóðu uppúr? Guðmann Þórisson, eins og áður segir, bar af í leiknum í dag. Öryggið uppmálað og með Kassa í vasanum. Hrannar Björn byrjaði leikinn af miklum krafti og á lof skilið fyrir sitt framlag. Hjá gestunum voru það þeir Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Kaj Leo sem voru allt í öllu.Hvað gerist næst? KA menn heimsækja FH inga í Kaplakrika í næstu umferð en ef sá leikur verður eitthvað svipaður og viðureign liðanna í Krikanum á síðustu leiktíð er von á bráðfjörugum leik. Eyjamenn skella sér hins vegar inn á teppið í Egilshöllinni og mæta þar nýliðum Fylkis.Tufa: Við sköpum alltaf fullt af færum Þjálfari KA manna Srdan Tufegdzic, eða Tufa, var virkilega ánægður með vinnuframlag sinna manna í leiknum í dag. ,,Mínir menn voru í dag að hlaupa fyrir hvorn annan, voru að berjast fyrir hvorn annan og við náum í sigur sem við elskum mest, að halda markinu hreinu og skora tvö góð mörk.“ Tufa sagði leikplanið hafa verið að taka sem minnsta áhættu á eigin vallarhelmingi. ,,Við gerðum það of mikið í fyrstu tveimur leikjunum og það kostaði okkur svolítið að fá mark á okkur snemma í leikjum.“ Hann segir sitt lið vera þétt og fast fyrir. ,,Við erum alltaf hættulegir í sókninni og sköpum fullt af færum,“ bætir hann við. Tufa ítrekaði ánægju sína með leikmenn sína og hvernig þeim tókst að halda leikskipulaginu út leikinn og að hans lið hafi haldið markinu hreinu. Steinþór Freyr Þorsteinsson var ekki í leikmannahópi KA vegna meiðsla og segir Tufa að menn vonist eftir að fá hann inn í hópinn sem fyrst. Hann segir útlitið betra en fyrir viku síðan en engu að síður sé erfitt að gefa ákveðna dagsetningu á endurkomu miðjumannsins knáa.Elfar Árni: Fórum þetta á jákvæðninni ,,Tilfinningin er mjög góð. Við erum ekki búnir að vinna leik og vorum staðráðnir í að ná í fyrsta sigurinn í dag og ég er rosalega glaður að það tókst,“ segir Elfar Árni Aðalsteinsson, annar af markaskorurum heimamanna í dag. Elfar sagði það hafa verið mjög erfitt að spila á vellinum í dag. ,,Hann var mjög laus og þungur en við vorum búnir að ákveða að láta hann ekkert fara í taugarnar á okkur og fórum þetta á jákvæðninni.“ Elfar bætir því svo við að honum hafi þótt sigurinn verðskuldaður í dag og aldrei í hættu. Elfar segir KA menn staðráðna í að tengja saman sigra í deildinni og að hann og félagar hans séu tilbúnir í að takast á við það erfiða verkefni að heimsækja Fimleikafélag Hafnafjarðar í næstu umferð. Kristján: Við gerum stærstu mistökin í þessum leik ,,Það erum við sem gerum stærstu mistökin í þessum leik og fáum á okkur þessi tvö mörk, það sker á milli,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögð eftir tap sinna manna á Akureyri í dag. Kristján segir sína menn hafa verið allt of ,,soft“ í varnarvinnunni fyrir framan markið og það hafi í raun skilið á milli liðanna. ,,Þetta var, eins og þú segir, mikill barningur og gat farið á hvorn vegin sem var en við gerum stóru mistökin og töpum.“ Kristján vildi lítið sem ekkert gera úr vallaraðstæðunum í dag og sagði að hann væri einfaldlega bara gamall völlur sem KA menn hafi gert allt til að reyna að koma í stand. ,,Við eigum kafla í leiknum þar sem við fáum nokkur hálffæri og eitt dauðafæri sem við nýtum ekki.“ Hann bætir því við að það sé erfitt að eiga við KA menn þegar þeir hafa náð forystu í leiknum. Kristján segir Eyjamenn afar ósátta við uppskeruna í fyrstu þremur umferðum deildarinnar en þeim hefur einungis tekist að sækja sér eitt stig af níu mögulegum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti