ÍR sótti sigur á Selfoss Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. maí 2018 15:56 Andri Jónasson, til vinstri, lagði upp seinna mark ÍR í dag. vísir ÍR náði í sín fyrstu stig í Inkasso deild karla í fóbolta í dag þegar liðið sótti sigur á Selfoss. HK og Víkingur Ó. skildu jöfn í Kórnum. Færin voru ekki mörg í fyrri hálfleik á Selfossi en gestunum úr Breiðholti tókst að pota inn marki á loka sekúndum hálfleiksins þegar Björgvin Stefán Pétursson fékk boltann í fæturna eftir darraðadans í teignum og skilaði honum í autt markið. Selfyssingar byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og áttu gott færi strax á fyrstu mínútunum en skot Kenan Turudija fór í varnarmann ÍR. Heimamenn sóttu meira í seinni hálfleiknum, enda þurftu þeir á marki að halda, en ÍR bætti öðru marki við eftir frábæra skyndisókn. Andri Jónasson átti góða fyrirgjöf inn frá hægri og Guðfinnur Þórir Ómarsson skoraði framhjá Stefáni Loga Magnússyni í markinu. Fleiri urðu mörkin ekki og 2-0 sigur Breiðhyltinga staðreynd. Ólsarar, sem unnu einmitt ÍR í fyrstu umferðinni, sóttu HK heim í Kórinn og byrjaði leikurinn þar af krafti með mikilli baráttu án þess að skapa sér afgerandi færi. Heimamenn í HK komust yfir eftir hálftíma leik eftir skyndisókn upp úr horni Víkings. Brynjar Jónasson, bróðir Andra sem lagði upp seinna mark ÍR, setti boltann fyrir þar sem Kári Pétursson skallaði boltann í markið. Það tók gestina þó aðeins átta mínútur að jafna leikinn. Gonzalo Zamorano skoraði þá með því að fylgja eftir vörslu Arnars Freys Ólafssonar frá Kwame Quee. Jafnt var þegar liðiðn gengu til hálfleiks. HK fékk gullið tækifæri til þess að komast aftur yfir í seinni hálfleik þegar víti var dæmt á 67. mínútu. Bjarni Gunnarsson skaut hins vegar í stöngina. Bæði lið börðust af krafti það sem eftir lifði en komu boltanum ekki í netið, 1-1 jafntefli niðurstaðan. ÍR stekkur með sigrinum upp í sjötta sætið með þrjú stig. HK og Víkingur eru bæði komin með fjögur stig. Einn leikur er þó eftir af annari umferð en Haukar fá Magna í heimsókn nú klukkan 16:00. Upplýsingar um markaskorara og úrslit eru fengnar frá Fótbolta.net. Íslenski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira
ÍR náði í sín fyrstu stig í Inkasso deild karla í fóbolta í dag þegar liðið sótti sigur á Selfoss. HK og Víkingur Ó. skildu jöfn í Kórnum. Færin voru ekki mörg í fyrri hálfleik á Selfossi en gestunum úr Breiðholti tókst að pota inn marki á loka sekúndum hálfleiksins þegar Björgvin Stefán Pétursson fékk boltann í fæturna eftir darraðadans í teignum og skilaði honum í autt markið. Selfyssingar byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og áttu gott færi strax á fyrstu mínútunum en skot Kenan Turudija fór í varnarmann ÍR. Heimamenn sóttu meira í seinni hálfleiknum, enda þurftu þeir á marki að halda, en ÍR bætti öðru marki við eftir frábæra skyndisókn. Andri Jónasson átti góða fyrirgjöf inn frá hægri og Guðfinnur Þórir Ómarsson skoraði framhjá Stefáni Loga Magnússyni í markinu. Fleiri urðu mörkin ekki og 2-0 sigur Breiðhyltinga staðreynd. Ólsarar, sem unnu einmitt ÍR í fyrstu umferðinni, sóttu HK heim í Kórinn og byrjaði leikurinn þar af krafti með mikilli baráttu án þess að skapa sér afgerandi færi. Heimamenn í HK komust yfir eftir hálftíma leik eftir skyndisókn upp úr horni Víkings. Brynjar Jónasson, bróðir Andra sem lagði upp seinna mark ÍR, setti boltann fyrir þar sem Kári Pétursson skallaði boltann í markið. Það tók gestina þó aðeins átta mínútur að jafna leikinn. Gonzalo Zamorano skoraði þá með því að fylgja eftir vörslu Arnars Freys Ólafssonar frá Kwame Quee. Jafnt var þegar liðiðn gengu til hálfleiks. HK fékk gullið tækifæri til þess að komast aftur yfir í seinni hálfleik þegar víti var dæmt á 67. mínútu. Bjarni Gunnarsson skaut hins vegar í stöngina. Bæði lið börðust af krafti það sem eftir lifði en komu boltanum ekki í netið, 1-1 jafntefli niðurstaðan. ÍR stekkur með sigrinum upp í sjötta sætið með þrjú stig. HK og Víkingur eru bæði komin með fjögur stig. Einn leikur er þó eftir af annari umferð en Haukar fá Magna í heimsókn nú klukkan 16:00. Upplýsingar um markaskorara og úrslit eru fengnar frá Fótbolta.net.
Íslenski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira