Loksins fáum við að segja frá Sveinn Arnarsson skrifar 19. maí 2018 09:00 Systkinin segjast ekki hafa viljað fara í umgengni til föður síns og að kerfið hafi brugðist þeim. Þeim hafi ekki verið trúað. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Í björtu og fallegu einbýlishúsi á Kársnesinu búa unglingarnir Auður Emilía og Markús Páll Bjarmi Hildarbörn ásamt yngri hálfbróður sínum og móður. Auður Emilía, 17 ára, er að klára Kvennaskólann í vor og stefnir á inntökupróf í læknisfræði fyrir næsta vetur í Háskóla Íslands. Markús Páll er að ljúka grunnskólanámi í vor en næsta vetur liggur leiðin í Menntaskólann í Kópavogi þar sem hann mun leggja stund á félagsfræðinám. Hann ætlar sér að verða barnasálfræðingur á BUGL þegar hann verður eldri. Líf þessara unglinga í dag er á yfirborðinu ekki ósvipað lífi annarra dæmigerðra unglinga. Dagurinn hefst á morgnana í skólanum og endar á heimili þeirra á Kársnesinu á kvöldin. Líf þeirra hefur hins vegar ekki alltaf verið auðvelt. Móðir þeirra, séra Hildur Björk Hörpudóttir, setti börnin í skylduga umgengni árið 2006. Allt til ársins 2010 tálmaði hún umgengni föðurins við börnin, alls þrisvar. Að hennar mati í þeim tilgangi að vernda þau fyrir ofbeldi. Að geta ekki verndað börnin sín „Núna loksins fáum við að segja okkar hlið,“ segir Auður. „Þegar ég les á netinu að móðir sé að beita föður ofbeldi með því að tálma umgengni án þess að vita hvað er í gangi, eða hvað býr að baki tálmuninni, þá verður maður svolítið reiður og á það til að missa trúna á fólki yfir höfuð,“ segir Auður en Hildur móðir hennar hefur verið útmáluð sem tálmunarmóðir á netinu í mörg ár og sökuð um að beita tálmunum með óeðlilegum hætti gegn líffræðilegum föður þeirra systkina og virða að vettugi rétt hans til að umgangast börnin sín. Árið 2006 sögðu börnin frá ofbeldi af hálfu föður síns og játaði faðir þeirra, í tölvupósti til lögfræðings Hildar Bjarkar í júlí það ár, að hafa slegið Markús. Mánuði síðar, þann 13. ágúst, stöðvaði móðir þeirra alla umgengni við börnin. Þann dag, sunnudag, fer Hildur með Auði á sjúkrahús vegna áverka sem hún sá á stúlkunni eftir helgarferð með föður sínum. „Ég gleymi aldrei þessari helgi. Ég setti þau alltaf í bað eftir að þau komu heim. Auður er ofboðslega tætt þennan sunnudag og ég mátti ekki vera inni á meðan hún er í baði. Svo kem ég inn til hennar og geng aftur fyrir hana og sé að barnið er allt í áverkum á bakinu og niður á lendar. Þá förum við með hana strax á slysadeildina. Ég grét úr mér augun. Í þessu öllu er svo rosalegur vanmáttur og sorg, að geta ekki verndað börnin sín,“ segir Hildur. „Í þessari læknisskoðun var skipt einu sinni um hjúkrunarfræðing. Sú sem var með okkur fyrst grét og grét þegar læknirinn var að byrja að skoða barnið. Það þurfti að mæla þetta allt og taka ljósmyndir. Auður var alveg út úr heiminum og var að segja okkur frá einhverjum fuglum. Svo var verið að reyna að gera þetta þannig að hún meiddi sig ekki. Ég hélt þegar þetta var búið að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti aldrei aftur að gera,“ segir Hildur. Þetta atvik var tilkynnt til Barnaverndar Reykjavíkur og henni einnig tjáð að málið yrði kært til lögreglu. Níu dögum seinna barst bréf frá Barnavernd þar sem þeim var tjáð að þar sem vissa væri fyrir því að móðir tæki á málinu á ábyrgan hátt yrði ekkert frekar aðhafst af hálfu Barnaverndar Reykjavíkur og málum barnanna lokað hjá Barnavernd. „Fólk má bara lemja þig“ „Ég man eftir því að hafa verið hent á skáp og allt verður svart. Ég man eftir að hafa verið slegin með einhverju í bakið á mér og það var ótrúlega sárt og ég man eftir því að ég hafi verið á sófanum frammi að hlusta á hann vera að lemja Markús inni í herbergi. Ég man líka svolítið fleira en þetta en það er sárt að minnast á þetta,“ segir Auður með grátstafinn í kverkunum. „Það var alltaf eitthvað sem við höfðum gert. Markús á að hafa verið of hávær og þá var bara þrifið í hann og inn. Mér leið alltaf eins og þetta væri mér að kenna. Svo var ekkert hlustað á okkur þegar við vorum að segja frá.“ Fannst þér kerfið ekki hlusta? „Nei. Og mamma þurfti að greiða dagsektir fyrir það að halda okkur frá ofbeldisfullum aðstæðum.“ Þið voruð úrskurðuð til að hitta föður ykkar. Hvernig leið þér? „Ég man bara kvíða fyrir hverja helgi. Það var ógeðslega erfitt. Það er eins og maður sé sendur á geðveikrahæli þar sem fólk má bara lemja þig og það var einhvern veginn eins og enginn stæði með okkur nema mamma, stjúppabbi minn og lögmaður okkar. Svo fylgir þessu það að ég og Markús máttum aldrei heyra í barni gráta, þá leið okkur illa. Bara þegar yngsti bróðir okkar var að fara að sofa, að heyra barn gráta í öðru herbergi og fá upp strax minningar af því þegar það var verið að lemja Markús.“Þrír dagsektarúrskurðir Frá árinu 2006 til ársins 2010 er föðurnum úrskurðað í hag þess efnis að hann eigi rétt á umgengni við börnin sín. Á þessum tíma lá fyrir að börnin voru haldin miklum kvíða og vanlíðan. „Umgengni við börnin er komið aftur á, þrátt fyrir játningu föður, þrátt fyrir áverkavottorð sem sýna áverka, gögn frá sálfræðingum sem lýsa mikilli vanlíðan barnanna og kvíða. Það er eins og réttur til umgengni sé mun sterkari en réttur barnanna til verndar gegn ofbeldi,“ segir Hildur. Fyrst var umgengni háð nokkrum skilyrðum og var umgengni hans undir eftirliti barnaverndaryfirvalda. Fyrst þrjá tíma í senn aðra hverja helgi en síðar meir aftur frá laugardegi til sunnudags. Á þessum þremur árum tálmaði Hildur Björk umgengni við föður barnanna vegna meints ofbeldis af hans hálfu. Játning lá fyrir „[V]issulega sló ég drenginn og ég hef viðurkennt það bæði fyrir hildi og þér,“ skrifar líffræðilegur faðir barnanna í tölvupósti til lögmanns Hildar í júlí árið 2006. Þá hafði Hildur kvartað yfir umhirðu barnanna og áverkum sem hún taldi hafa verið á þeim eftir samveru með föður þeirra. Umgengni líffræðilegs föður barnanna við Auði og Markús hófst aftur í upphafi árs 2008 undir reglulegu eftirliti barnaverndaryfirvalda þar sem fulltrúar yfirvaldanna voru viðstaddir. „Það fer umgengni aftur af stað undir eftirliti. Í gögnum málsins kemur fram mikill kvíði barnanna fyrir að hitta föður sinn. Ég þurfti að fara í gegnum þrjá dagsektarúrskurði á þessum tíma og rétta þessum manni börnin mín,“ segir Hildur Björk. Auður man eftir þessum fundum við föður sinn undir eftirliti. „Já, þetta var einhver lítil stofa og það var alveg ekkert að gerast þar því þegar fólk var að fylgjast með þá gerðist ekkert. En um leið og við vorum hjá honum um helgar þá bara breyttist þetta,“ segir Auður. Í gögnum málsins kemur fram að umgengnin hafi farið vel fram. „Í fyrsta skipti voru börnin nokkuð skelkuð við komuna og þurfti starfsmaður að fullvissa þau um að faðir þeirra myndi ekki berja þau,“ segir í lýsingu barnaverndaryfirvalda af því þegar börnin komu í fyrsta skipti í umgengni eftir að Hildur stöðvaði alla umgengni, þann 13. ágúst 2006. „Ég man eftir því þegar við vorum að fara um helgar. Þá kom oft maður sem átti að vera með okkur alla helgina, en faðir okkar gat sagt honum bara að fara í kaffi og þá fór hann bara. Og þá byrjaði allt aftur,“ segir Auður. „Ég man einu sinni á leiðinni heim. Hann keyrði okkur alltaf úr vistinni og heim, þessi eftirlitsmaður. Markús var þá grátandi alla leiðina og ég byrjaði að kenna þessum manni um og að hann væri aftur og aftur að taka okkur og meiða okkur. Þegar hann lagði síðan bílnum við heimili okkar þá öskraði hann á okkur og sagði okkur að hypja okkur út. Og þetta var manneskja sem átti að passa upp á okkur. Barnaverndarfulltrúinn átti að hlusta á okkur, en það virkaði ekki einu sinni.“ „Mig langaði aldrei að fara“ Markús Páll á afar erfitt með að grafa í þessum minningum og það tekur á hann að segja frá því sem gerðist á þessum tíma. Hvernig voru samskiptin við líffræðilegan föður þinn? „Ekki mikil og slæm, hann var með mjög stuttan þráð og var fljótur að refsa.“ Í hverju fólust þessar refsingar? „Ofbeldi. Hann rassskellti mig og tók mig oft í bóndabeygju.“ Þrátt fyrir að beitt hafi verið ofbeldi þar sem lá fyrir játning föður fyrir því að hafa á einum tímapunkti slegið Markús úrskurðaði sýslumaður að faðirinn hefði rétt til að umgangast börnin sín. Hvernig leið þér að fara til föður þíns? „Mig langaði aldrei að fara, langaði bara ekkert að vera með honum. Þetta er náttúrulega algjört bull sko. Maður átti ekki að vera í þessum aðstæðum. Ég reyni að gera eins lítið af því að hugsa til baka og ég get.“ Studdi mamma þín þig? „Já, hún studdi mig alltaf. Það var gaman að koma aftur heim.“ Er eitthvað í umhverfinu sem ýfir upp þessar minningar? „Já, ég til dæmis þoli ekki að sjá á skírteinum þegar föðurnafnið mitt er birt. Ég sá hann í leikfangaverslun eitt skipti. Ég var eitthvað inni í búðinni og sneri mér við og þar var hann. Þá hljóp ég bara út,“ bætir Markús við. Auður minnist þess að síðasta skipti sem þau hafi hitt líffræðilegan föður sinn hafi verið fyrir um átta árum. „Síðast var það í upphafi árs 2010, þegar hann kom í viðtal heim til okkar þegar sálfræðingur og sáttamaður hjá sýslumanni voru á staðnum. Viðtalið byrjaði mjög vandræðalega. Stjúppabbi okkar var að reyna að róa Markús niður og ég sat í fanginu á mömmu. Síðan endaði það á því að ég snappaði á hann og sagði honum að drulla sér út. Við ætluðum ekki að fara aftur til hans því þetta væri ógeðslegt.“ Sr. Hildur Björk hefur á þessum tíma oft verið sökuð um að hafa heilaþvegið börnin til fylgilags við sig í erfiðri umgengnisdeilu við barnsföður sinn. Hún segir það af og frá og að gögn málsins séu skýr um það hvað gekk á. Hún hafi einfaldlega verið að vernda börnin sín sem mest hún mátti. Auður segir ásakanirnar gegn móður sinni gera lítið úr ofbeldinu gegn sér og bróður sínum. „Þetta er erfitt. Þegar maður stendur upp og er að tala um svona og fær að heyra að maður hafi verið heilaþveginn af móður sinni. Það er bara eins og það sem kom fyrir okkur hafi ekki gerst,“ segir Auður. „Og það er búið að vera mjög erfitt. Og það koma alveg tímar þar sem við Markús upplifðum að það væri enginn að hlusta á okkur og þá hættir maður bara að tala um þetta. Það var mjög erfitt að byrja svo aftur að tala um þetta. Þegar þetta þarf allt að byrja aftur. Þetta er allt bara eitt klúður á eftir öðru.“ Umtal á netinu Hildur segir einnig að umtal á netinu hafi áhrif á börn hennar og það skiptir máli að það sem sagt er sé satt og rétt. Hún talar um að hópur einstaklinga hafi markvisst á síðustu árum reynt að koma óorði á hana með umtali á netinu. En hver er þessi hópur? „Þeir eru nánasta fjölskylda þessa manns, auk annarra sem telja sig vera að styðja hreyfingar feðra. Einhvers konar regluriddarar sem halda að þeir séu að taka göfugan málstað og berjast með honum,“ segir Hildur. „Auður og Markús eru bara orðin það stór að þau lesa allt. Þegar þeir fara svo að birta tilklippt málsskjöl úr Barnahúsi um þau, þar sem fram kemur að hún er spurð hver hafi í raun sagt henni að segja þessa hluti í Barnahúsi. Þá segir hún „mamma“, því ég hafði sagt henni að segja allan sannleikann. Lögfræðingurinn minn hafði sagt mér að minna börnin á að það væri mikilvægt að segja allan sannleikann. Þegar Auður les svo þetta þá hugsaði hún sem svo að það hafi þá eftir allt saman verið hún sem hafi spillt fyrir málinu.“ Nýtt áfall við prestsvígslu Hildur er sóknarprestur í Reykhólaprestakalli. Í febrúar árið 2016 var hún vígð til prests. Hún lýsir vígslunni sem erfiðum tíma. „Það verður mikil uppákoma í vígslunni. Þau mættu auðvitað þangað, þau ætluðu ekki að láta mig vígjast. Fjölskylda hans sér börnin fyrir utan kirkjuna og sest svo fyrir aftan börnin. Markús og Auður höfðu verið að lesa á Facebook fyrir vígsluna að ég skyldi passa mig hvar ég væri og aðrar alvarlegar hótanir. Markús var þá farinn að halda að mér væri raunveruleg hætta búin. Þau setjast þá fyrir aftan börnin og stjúppabbi þeirra biður fólkið um að færa sig þegar Markús byrjar að gráta og segir við stjúpföður sinn að að hann haldi að fólkið ætli bara að drepa mig,“ segir Hildur. „Svo þegar kirkjuvörðurinn biður fólkið um að færa sig aftar, þá bara tryllist allt. Þá er öskrað og æpt. Þetta gerist fyrir athöfnina sjálfa og Agnes biskup þurfti að beita sér til að fólkið settist niður eða færi út. Því, sem fór af stað um leið og ég fór að sækja um prestsembætti, er ekki lokið í dag. Eitthvað sem ég skil ekki,“ segir Hildur. „Ég hef oft hugsað til orða Agnesar biskups til mín á þessari stundu þegar hún sagði mér að það skipti ekki mestu máli hvað kemur fyrir okkur heldur hvernig við vinnum úr því.“ „Mamma, nú er nóg komið“ Ég sagði upp prestakallinu mínu á Reykhólum í mars og sótti um stöðu hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur sem forstöðumaður Vistheimilis barna. Ég fæ þessa stöðu sem hæfasti einstaklingurinn. Svo þegar ég er búin að skrifa undir þá tjáir framkvæmdastjóri Barnaverndar mér að það berist til þeirra tölvupóstar þar sem þessir menn eru að senda henni óhroða um mig og þessa umgengnisdeilu. Þá hringi ég í lögfræðinginn minn og segi henni að útskýra mitt mál sem hún gerir. Svo ákveð ég að bakka út úr þessari stöðu þegar þessi hulduher hótar stíft fjölmiðlaumfjöllun. Ég gat ekki látið Auði og Markús fara í gegnum það sama og síðast. Ég er eina konan sem hefur farið í meiðyrðamál og svo úrskurðar dómari við héraðsdóm að það megi kalla mig tálmunarmóður því ég hafi sannarlega tálmað umgengni. Því er ég í algjöru uppáhaldi hjá þeim því þeir hafa það skjalfest frá dómara,“ segir Hildur. „Þessi hópur á sviðið á meðan hinn hópurinn hefur ekki auka orkuna því öll auka orka fer í að tjasla börnunum manns saman. Þegar ég sagði Auði núna að ég hefði dregið til baka að taka við stöðu forstöðumanns Vistheimilis barna fyrir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, vegna þess að þeir voru byrjaðir að senda inn og hóta fjölmiðlaumfjöllun, núna viku áður en ég átti að hefja störf, þá er það Auður sem segir: Mamma, nú er nóg komið, lærðum við ekkert af #metoo?“ Nú tekur við nýr kafli í lífi þeirra þar sem séra Hildur hefur sagt upp prestsembætti sínu og ákveðið að taka ekki við nýju starfi hjá barnaverndarnefnd. En hvernig líður henni að vera kölluð tálmunarmóðir? „Það eru tveir ljósir punktar í þessu máli. Ég er búin að vera með sama sálfræðinginn og sama lögfræðinginn allan þennan tíma. Sálfræðingurinn minn, Andrés Ragnarsson, segir stundum við mig að ég þurfi að fara að hugsa þetta orð sem einhvers konar orðu. En það er mjög erfitt þar sem þetta er notað sem hatursfullt orð. Ef það er svo það versta í þessu öllu saman að ég sé kölluð tálmunarmóðir, þá er mér alveg sama. Það sem er svo merkilegt er að þrátt fyrir að vera með flottan starfsferil og sex háskólagráður, þá hefur þetta áhrif. Að mörgu leyti er þetta mikil fordæming, það er búið að ákveða einhverja afbakaða sýn í þessu máli og það er gert á samfélagsmiðlum. Það er gert án staðreynda, án okkar hliðar málsins og þess sem við höfum þurft að ganga í gegnum.“Auður minnist þess að síðasta skipti sem þau hafi hitt líffræðilegan föður sinn hafi verið fyrir um átta árum.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Í björtu og fallegu einbýlishúsi á Kársnesinu búa unglingarnir Auður Emilía og Markús Páll Bjarmi Hildarbörn ásamt yngri hálfbróður sínum og móður. Auður Emilía, 17 ára, er að klára Kvennaskólann í vor og stefnir á inntökupróf í læknisfræði fyrir næsta vetur í Háskóla Íslands. Markús Páll er að ljúka grunnskólanámi í vor en næsta vetur liggur leiðin í Menntaskólann í Kópavogi þar sem hann mun leggja stund á félagsfræðinám. Hann ætlar sér að verða barnasálfræðingur á BUGL þegar hann verður eldri. Líf þessara unglinga í dag er á yfirborðinu ekki ósvipað lífi annarra dæmigerðra unglinga. Dagurinn hefst á morgnana í skólanum og endar á heimili þeirra á Kársnesinu á kvöldin. Líf þeirra hefur hins vegar ekki alltaf verið auðvelt. Móðir þeirra, séra Hildur Björk Hörpudóttir, setti börnin í skylduga umgengni árið 2006. Allt til ársins 2010 tálmaði hún umgengni föðurins við börnin, alls þrisvar. Að hennar mati í þeim tilgangi að vernda þau fyrir ofbeldi. Að geta ekki verndað börnin sín „Núna loksins fáum við að segja okkar hlið,“ segir Auður. „Þegar ég les á netinu að móðir sé að beita föður ofbeldi með því að tálma umgengni án þess að vita hvað er í gangi, eða hvað býr að baki tálmuninni, þá verður maður svolítið reiður og á það til að missa trúna á fólki yfir höfuð,“ segir Auður en Hildur móðir hennar hefur verið útmáluð sem tálmunarmóðir á netinu í mörg ár og sökuð um að beita tálmunum með óeðlilegum hætti gegn líffræðilegum föður þeirra systkina og virða að vettugi rétt hans til að umgangast börnin sín. Árið 2006 sögðu börnin frá ofbeldi af hálfu föður síns og játaði faðir þeirra, í tölvupósti til lögfræðings Hildar Bjarkar í júlí það ár, að hafa slegið Markús. Mánuði síðar, þann 13. ágúst, stöðvaði móðir þeirra alla umgengni við börnin. Þann dag, sunnudag, fer Hildur með Auði á sjúkrahús vegna áverka sem hún sá á stúlkunni eftir helgarferð með föður sínum. „Ég gleymi aldrei þessari helgi. Ég setti þau alltaf í bað eftir að þau komu heim. Auður er ofboðslega tætt þennan sunnudag og ég mátti ekki vera inni á meðan hún er í baði. Svo kem ég inn til hennar og geng aftur fyrir hana og sé að barnið er allt í áverkum á bakinu og niður á lendar. Þá förum við með hana strax á slysadeildina. Ég grét úr mér augun. Í þessu öllu er svo rosalegur vanmáttur og sorg, að geta ekki verndað börnin sín,“ segir Hildur. „Í þessari læknisskoðun var skipt einu sinni um hjúkrunarfræðing. Sú sem var með okkur fyrst grét og grét þegar læknirinn var að byrja að skoða barnið. Það þurfti að mæla þetta allt og taka ljósmyndir. Auður var alveg út úr heiminum og var að segja okkur frá einhverjum fuglum. Svo var verið að reyna að gera þetta þannig að hún meiddi sig ekki. Ég hélt þegar þetta var búið að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti aldrei aftur að gera,“ segir Hildur. Þetta atvik var tilkynnt til Barnaverndar Reykjavíkur og henni einnig tjáð að málið yrði kært til lögreglu. Níu dögum seinna barst bréf frá Barnavernd þar sem þeim var tjáð að þar sem vissa væri fyrir því að móðir tæki á málinu á ábyrgan hátt yrði ekkert frekar aðhafst af hálfu Barnaverndar Reykjavíkur og málum barnanna lokað hjá Barnavernd. „Fólk má bara lemja þig“ „Ég man eftir því að hafa verið hent á skáp og allt verður svart. Ég man eftir að hafa verið slegin með einhverju í bakið á mér og það var ótrúlega sárt og ég man eftir því að ég hafi verið á sófanum frammi að hlusta á hann vera að lemja Markús inni í herbergi. Ég man líka svolítið fleira en þetta en það er sárt að minnast á þetta,“ segir Auður með grátstafinn í kverkunum. „Það var alltaf eitthvað sem við höfðum gert. Markús á að hafa verið of hávær og þá var bara þrifið í hann og inn. Mér leið alltaf eins og þetta væri mér að kenna. Svo var ekkert hlustað á okkur þegar við vorum að segja frá.“ Fannst þér kerfið ekki hlusta? „Nei. Og mamma þurfti að greiða dagsektir fyrir það að halda okkur frá ofbeldisfullum aðstæðum.“ Þið voruð úrskurðuð til að hitta föður ykkar. Hvernig leið þér? „Ég man bara kvíða fyrir hverja helgi. Það var ógeðslega erfitt. Það er eins og maður sé sendur á geðveikrahæli þar sem fólk má bara lemja þig og það var einhvern veginn eins og enginn stæði með okkur nema mamma, stjúppabbi minn og lögmaður okkar. Svo fylgir þessu það að ég og Markús máttum aldrei heyra í barni gráta, þá leið okkur illa. Bara þegar yngsti bróðir okkar var að fara að sofa, að heyra barn gráta í öðru herbergi og fá upp strax minningar af því þegar það var verið að lemja Markús.“Þrír dagsektarúrskurðir Frá árinu 2006 til ársins 2010 er föðurnum úrskurðað í hag þess efnis að hann eigi rétt á umgengni við börnin sín. Á þessum tíma lá fyrir að börnin voru haldin miklum kvíða og vanlíðan. „Umgengni við börnin er komið aftur á, þrátt fyrir játningu föður, þrátt fyrir áverkavottorð sem sýna áverka, gögn frá sálfræðingum sem lýsa mikilli vanlíðan barnanna og kvíða. Það er eins og réttur til umgengni sé mun sterkari en réttur barnanna til verndar gegn ofbeldi,“ segir Hildur. Fyrst var umgengni háð nokkrum skilyrðum og var umgengni hans undir eftirliti barnaverndaryfirvalda. Fyrst þrjá tíma í senn aðra hverja helgi en síðar meir aftur frá laugardegi til sunnudags. Á þessum þremur árum tálmaði Hildur Björk umgengni við föður barnanna vegna meints ofbeldis af hans hálfu. Játning lá fyrir „[V]issulega sló ég drenginn og ég hef viðurkennt það bæði fyrir hildi og þér,“ skrifar líffræðilegur faðir barnanna í tölvupósti til lögmanns Hildar í júlí árið 2006. Þá hafði Hildur kvartað yfir umhirðu barnanna og áverkum sem hún taldi hafa verið á þeim eftir samveru með föður þeirra. Umgengni líffræðilegs föður barnanna við Auði og Markús hófst aftur í upphafi árs 2008 undir reglulegu eftirliti barnaverndaryfirvalda þar sem fulltrúar yfirvaldanna voru viðstaddir. „Það fer umgengni aftur af stað undir eftirliti. Í gögnum málsins kemur fram mikill kvíði barnanna fyrir að hitta föður sinn. Ég þurfti að fara í gegnum þrjá dagsektarúrskurði á þessum tíma og rétta þessum manni börnin mín,“ segir Hildur Björk. Auður man eftir þessum fundum við föður sinn undir eftirliti. „Já, þetta var einhver lítil stofa og það var alveg ekkert að gerast þar því þegar fólk var að fylgjast með þá gerðist ekkert. En um leið og við vorum hjá honum um helgar þá bara breyttist þetta,“ segir Auður. Í gögnum málsins kemur fram að umgengnin hafi farið vel fram. „Í fyrsta skipti voru börnin nokkuð skelkuð við komuna og þurfti starfsmaður að fullvissa þau um að faðir þeirra myndi ekki berja þau,“ segir í lýsingu barnaverndaryfirvalda af því þegar börnin komu í fyrsta skipti í umgengni eftir að Hildur stöðvaði alla umgengni, þann 13. ágúst 2006. „Ég man eftir því þegar við vorum að fara um helgar. Þá kom oft maður sem átti að vera með okkur alla helgina, en faðir okkar gat sagt honum bara að fara í kaffi og þá fór hann bara. Og þá byrjaði allt aftur,“ segir Auður. „Ég man einu sinni á leiðinni heim. Hann keyrði okkur alltaf úr vistinni og heim, þessi eftirlitsmaður. Markús var þá grátandi alla leiðina og ég byrjaði að kenna þessum manni um og að hann væri aftur og aftur að taka okkur og meiða okkur. Þegar hann lagði síðan bílnum við heimili okkar þá öskraði hann á okkur og sagði okkur að hypja okkur út. Og þetta var manneskja sem átti að passa upp á okkur. Barnaverndarfulltrúinn átti að hlusta á okkur, en það virkaði ekki einu sinni.“ „Mig langaði aldrei að fara“ Markús Páll á afar erfitt með að grafa í þessum minningum og það tekur á hann að segja frá því sem gerðist á þessum tíma. Hvernig voru samskiptin við líffræðilegan föður þinn? „Ekki mikil og slæm, hann var með mjög stuttan þráð og var fljótur að refsa.“ Í hverju fólust þessar refsingar? „Ofbeldi. Hann rassskellti mig og tók mig oft í bóndabeygju.“ Þrátt fyrir að beitt hafi verið ofbeldi þar sem lá fyrir játning föður fyrir því að hafa á einum tímapunkti slegið Markús úrskurðaði sýslumaður að faðirinn hefði rétt til að umgangast börnin sín. Hvernig leið þér að fara til föður þíns? „Mig langaði aldrei að fara, langaði bara ekkert að vera með honum. Þetta er náttúrulega algjört bull sko. Maður átti ekki að vera í þessum aðstæðum. Ég reyni að gera eins lítið af því að hugsa til baka og ég get.“ Studdi mamma þín þig? „Já, hún studdi mig alltaf. Það var gaman að koma aftur heim.“ Er eitthvað í umhverfinu sem ýfir upp þessar minningar? „Já, ég til dæmis þoli ekki að sjá á skírteinum þegar föðurnafnið mitt er birt. Ég sá hann í leikfangaverslun eitt skipti. Ég var eitthvað inni í búðinni og sneri mér við og þar var hann. Þá hljóp ég bara út,“ bætir Markús við. Auður minnist þess að síðasta skipti sem þau hafi hitt líffræðilegan föður sinn hafi verið fyrir um átta árum. „Síðast var það í upphafi árs 2010, þegar hann kom í viðtal heim til okkar þegar sálfræðingur og sáttamaður hjá sýslumanni voru á staðnum. Viðtalið byrjaði mjög vandræðalega. Stjúppabbi okkar var að reyna að róa Markús niður og ég sat í fanginu á mömmu. Síðan endaði það á því að ég snappaði á hann og sagði honum að drulla sér út. Við ætluðum ekki að fara aftur til hans því þetta væri ógeðslegt.“ Sr. Hildur Björk hefur á þessum tíma oft verið sökuð um að hafa heilaþvegið börnin til fylgilags við sig í erfiðri umgengnisdeilu við barnsföður sinn. Hún segir það af og frá og að gögn málsins séu skýr um það hvað gekk á. Hún hafi einfaldlega verið að vernda börnin sín sem mest hún mátti. Auður segir ásakanirnar gegn móður sinni gera lítið úr ofbeldinu gegn sér og bróður sínum. „Þetta er erfitt. Þegar maður stendur upp og er að tala um svona og fær að heyra að maður hafi verið heilaþveginn af móður sinni. Það er bara eins og það sem kom fyrir okkur hafi ekki gerst,“ segir Auður. „Og það er búið að vera mjög erfitt. Og það koma alveg tímar þar sem við Markús upplifðum að það væri enginn að hlusta á okkur og þá hættir maður bara að tala um þetta. Það var mjög erfitt að byrja svo aftur að tala um þetta. Þegar þetta þarf allt að byrja aftur. Þetta er allt bara eitt klúður á eftir öðru.“ Umtal á netinu Hildur segir einnig að umtal á netinu hafi áhrif á börn hennar og það skiptir máli að það sem sagt er sé satt og rétt. Hún talar um að hópur einstaklinga hafi markvisst á síðustu árum reynt að koma óorði á hana með umtali á netinu. En hver er þessi hópur? „Þeir eru nánasta fjölskylda þessa manns, auk annarra sem telja sig vera að styðja hreyfingar feðra. Einhvers konar regluriddarar sem halda að þeir séu að taka göfugan málstað og berjast með honum,“ segir Hildur. „Auður og Markús eru bara orðin það stór að þau lesa allt. Þegar þeir fara svo að birta tilklippt málsskjöl úr Barnahúsi um þau, þar sem fram kemur að hún er spurð hver hafi í raun sagt henni að segja þessa hluti í Barnahúsi. Þá segir hún „mamma“, því ég hafði sagt henni að segja allan sannleikann. Lögfræðingurinn minn hafði sagt mér að minna börnin á að það væri mikilvægt að segja allan sannleikann. Þegar Auður les svo þetta þá hugsaði hún sem svo að það hafi þá eftir allt saman verið hún sem hafi spillt fyrir málinu.“ Nýtt áfall við prestsvígslu Hildur er sóknarprestur í Reykhólaprestakalli. Í febrúar árið 2016 var hún vígð til prests. Hún lýsir vígslunni sem erfiðum tíma. „Það verður mikil uppákoma í vígslunni. Þau mættu auðvitað þangað, þau ætluðu ekki að láta mig vígjast. Fjölskylda hans sér börnin fyrir utan kirkjuna og sest svo fyrir aftan börnin. Markús og Auður höfðu verið að lesa á Facebook fyrir vígsluna að ég skyldi passa mig hvar ég væri og aðrar alvarlegar hótanir. Markús var þá farinn að halda að mér væri raunveruleg hætta búin. Þau setjast þá fyrir aftan börnin og stjúppabbi þeirra biður fólkið um að færa sig þegar Markús byrjar að gráta og segir við stjúpföður sinn að að hann haldi að fólkið ætli bara að drepa mig,“ segir Hildur. „Svo þegar kirkjuvörðurinn biður fólkið um að færa sig aftar, þá bara tryllist allt. Þá er öskrað og æpt. Þetta gerist fyrir athöfnina sjálfa og Agnes biskup þurfti að beita sér til að fólkið settist niður eða færi út. Því, sem fór af stað um leið og ég fór að sækja um prestsembætti, er ekki lokið í dag. Eitthvað sem ég skil ekki,“ segir Hildur. „Ég hef oft hugsað til orða Agnesar biskups til mín á þessari stundu þegar hún sagði mér að það skipti ekki mestu máli hvað kemur fyrir okkur heldur hvernig við vinnum úr því.“ „Mamma, nú er nóg komið“ Ég sagði upp prestakallinu mínu á Reykhólum í mars og sótti um stöðu hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur sem forstöðumaður Vistheimilis barna. Ég fæ þessa stöðu sem hæfasti einstaklingurinn. Svo þegar ég er búin að skrifa undir þá tjáir framkvæmdastjóri Barnaverndar mér að það berist til þeirra tölvupóstar þar sem þessir menn eru að senda henni óhroða um mig og þessa umgengnisdeilu. Þá hringi ég í lögfræðinginn minn og segi henni að útskýra mitt mál sem hún gerir. Svo ákveð ég að bakka út úr þessari stöðu þegar þessi hulduher hótar stíft fjölmiðlaumfjöllun. Ég gat ekki látið Auði og Markús fara í gegnum það sama og síðast. Ég er eina konan sem hefur farið í meiðyrðamál og svo úrskurðar dómari við héraðsdóm að það megi kalla mig tálmunarmóður því ég hafi sannarlega tálmað umgengni. Því er ég í algjöru uppáhaldi hjá þeim því þeir hafa það skjalfest frá dómara,“ segir Hildur. „Þessi hópur á sviðið á meðan hinn hópurinn hefur ekki auka orkuna því öll auka orka fer í að tjasla börnunum manns saman. Þegar ég sagði Auði núna að ég hefði dregið til baka að taka við stöðu forstöðumanns Vistheimilis barna fyrir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, vegna þess að þeir voru byrjaðir að senda inn og hóta fjölmiðlaumfjöllun, núna viku áður en ég átti að hefja störf, þá er það Auður sem segir: Mamma, nú er nóg komið, lærðum við ekkert af #metoo?“ Nú tekur við nýr kafli í lífi þeirra þar sem séra Hildur hefur sagt upp prestsembætti sínu og ákveðið að taka ekki við nýju starfi hjá barnaverndarnefnd. En hvernig líður henni að vera kölluð tálmunarmóðir? „Það eru tveir ljósir punktar í þessu máli. Ég er búin að vera með sama sálfræðinginn og sama lögfræðinginn allan þennan tíma. Sálfræðingurinn minn, Andrés Ragnarsson, segir stundum við mig að ég þurfi að fara að hugsa þetta orð sem einhvers konar orðu. En það er mjög erfitt þar sem þetta er notað sem hatursfullt orð. Ef það er svo það versta í þessu öllu saman að ég sé kölluð tálmunarmóðir, þá er mér alveg sama. Það sem er svo merkilegt er að þrátt fyrir að vera með flottan starfsferil og sex háskólagráður, þá hefur þetta áhrif. Að mörgu leyti er þetta mikil fordæming, það er búið að ákveða einhverja afbakaða sýn í þessu máli og það er gert á samfélagsmiðlum. Það er gert án staðreynda, án okkar hliðar málsins og þess sem við höfum þurft að ganga í gegnum.“Auður minnist þess að síðasta skipti sem þau hafi hitt líffræðilegan föður sinn hafi verið fyrir um átta árum.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent