Þetta verður stærsti leikurinn á ferlinum Hjörvar Ólafsson skrifar 1. maí 2018 10:00 Sara Björk á ferðinni í leiknum gegn Chelsea á sunnudaginn. Landsliðsfyrirliðinn lék allan tímann í 2-0 sigri Wolfsburg sem vann einvígið 5-1 og tryggði sér þar með sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Nordicphotos/Getty Fótbolti Sara Björk Gunnarsdóttir ritaði nafn sitt í sögubók íslenskrar knattspyrnu á sunnudaginn þegar hún varð fyrsta knattspyrnukonan til þess að tryggja sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Sara Björk og félagar hennar hjá Wolfsburg lögðu Chelsea að velli, 2-0, í seinni leik liðanna í undanúrslitum keppninnar og þýska liðið vann viðureignina samanlagt 5-1. Sara Björk skoraði eitt þriggja marka Wolfsburg í fyrri leiknum. Hún hefur alls skorað sex mörk í Meistaradeildinni í vetur sem er afar vel af sér vikið í ljósi þess að hún leikur sem djúpur miðjumaður. Auk þess að skora sex mörk í Meistaradeildinni hefur Sara Björk skorað fjögur deildarmörk og tvö mörk í þýska bikarnum. „Það er yndisleg tilfinning að vera komin í úrslitaleikinn í þessari gríðarlega sterku keppni. Við duttum út í átta liða úrslitum á síðustu leiktíð og vorum staðráðnar í að gera betur í ár. Við töpuðum einmitt fyrir Lyon, andstæðingum okkar í úrslitaleiknum, í fyrra, en ég tel okkur vera með betra lið núna. Þetta verður hörkuleikur þar sem bæði liðin eiga jafnan möguleika á að fara með sigur af hólmi,“ segir Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst mjög gaman að hafa náð að leggja meira af mörkum í markaskorun liðsins en á síðasta keppnistímabili. Það hefur svo sem ekkert breyst hvað varðar hlutverk mitt í liðinu. Ég er áfram að spila sem djúpur miðjumaður, en ég er að koma mér oftar í betri stöður og klára færin betur í ár en í fyrra. Ég skoraði tvö mörk í öllum keppnum í fyrra og setti mér það markmið að skora fimm mörk í ár. Ég er komin með 12 mörk í öllum keppnum og held að það sé bara nokkuð gott fyrir djúpan miðjumann,“ segir Sara Björk. Hún verður að öllum líkindum fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að koma við sögu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Eiður Smári Guðjohnsen komst næst því að stíga inn á stóra sviðið þegar hann var ónotaðar varamaður Barcelona þegar liðið vann Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2009. Það verður skammt stórra högga á milli hjá Söru Björk og liðsfélögum hennar hjá Wolfsburg í maí. Liðið trónir á toppi þýsku deildarinnar með 43 stig. Wolfsburg er komið í úrslitaleik þýska bikarsins þar sem liðið mætir Bayern München laugardaginn 19. maí. Þá mætir liðið Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fimmtudaginn 24. maí. „Þetta verður klárlega stærsti leikur sem ég hef spilað á ferlinum. Mig hefur dreymt um að leika þennan leik allt frá því að ég var lítil stelpa. Þetta verður ofboðslega gaman þegar þar að kemur. Nú verðum við hins vegar að setja einbeitinguna á deildina þar sem við stefnum að því að verja titilinn. Við gætum farið langt með að tryggja þýska meistaratitilinn með sigrum í næstu þremur deildarleikjum,“ segir Sara Björk. „Það væri ofboðslega þægilegt ef við yrðum búin að landa titlinum fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og það er klárlega markmiðið. Fram undan eru hins vegar erfiðir leikir í deildinni og við verðum að hafa okkur allar við til þess að halda toppsætinu. Við erum einnig komnar í bikarúrslit þannig að það er fullt af spennandi og skemmtilegum leikjum fram undan. Það er búið að vera mikið álag á leikmannahópnum undanfarið og verður áfram. Við erum sem betur fer með stóran hóp og getum dreift álaginu án þess að það komi niður á gæðum liðsins,“ segir Sara Björk enn fremur um komandi tíma hjá Wolfsburg. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Sjá meira
Fótbolti Sara Björk Gunnarsdóttir ritaði nafn sitt í sögubók íslenskrar knattspyrnu á sunnudaginn þegar hún varð fyrsta knattspyrnukonan til þess að tryggja sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Sara Björk og félagar hennar hjá Wolfsburg lögðu Chelsea að velli, 2-0, í seinni leik liðanna í undanúrslitum keppninnar og þýska liðið vann viðureignina samanlagt 5-1. Sara Björk skoraði eitt þriggja marka Wolfsburg í fyrri leiknum. Hún hefur alls skorað sex mörk í Meistaradeildinni í vetur sem er afar vel af sér vikið í ljósi þess að hún leikur sem djúpur miðjumaður. Auk þess að skora sex mörk í Meistaradeildinni hefur Sara Björk skorað fjögur deildarmörk og tvö mörk í þýska bikarnum. „Það er yndisleg tilfinning að vera komin í úrslitaleikinn í þessari gríðarlega sterku keppni. Við duttum út í átta liða úrslitum á síðustu leiktíð og vorum staðráðnar í að gera betur í ár. Við töpuðum einmitt fyrir Lyon, andstæðingum okkar í úrslitaleiknum, í fyrra, en ég tel okkur vera með betra lið núna. Þetta verður hörkuleikur þar sem bæði liðin eiga jafnan möguleika á að fara með sigur af hólmi,“ segir Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst mjög gaman að hafa náð að leggja meira af mörkum í markaskorun liðsins en á síðasta keppnistímabili. Það hefur svo sem ekkert breyst hvað varðar hlutverk mitt í liðinu. Ég er áfram að spila sem djúpur miðjumaður, en ég er að koma mér oftar í betri stöður og klára færin betur í ár en í fyrra. Ég skoraði tvö mörk í öllum keppnum í fyrra og setti mér það markmið að skora fimm mörk í ár. Ég er komin með 12 mörk í öllum keppnum og held að það sé bara nokkuð gott fyrir djúpan miðjumann,“ segir Sara Björk. Hún verður að öllum líkindum fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að koma við sögu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Eiður Smári Guðjohnsen komst næst því að stíga inn á stóra sviðið þegar hann var ónotaðar varamaður Barcelona þegar liðið vann Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2009. Það verður skammt stórra högga á milli hjá Söru Björk og liðsfélögum hennar hjá Wolfsburg í maí. Liðið trónir á toppi þýsku deildarinnar með 43 stig. Wolfsburg er komið í úrslitaleik þýska bikarsins þar sem liðið mætir Bayern München laugardaginn 19. maí. Þá mætir liðið Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fimmtudaginn 24. maí. „Þetta verður klárlega stærsti leikur sem ég hef spilað á ferlinum. Mig hefur dreymt um að leika þennan leik allt frá því að ég var lítil stelpa. Þetta verður ofboðslega gaman þegar þar að kemur. Nú verðum við hins vegar að setja einbeitinguna á deildina þar sem við stefnum að því að verja titilinn. Við gætum farið langt með að tryggja þýska meistaratitilinn með sigrum í næstu þremur deildarleikjum,“ segir Sara Björk. „Það væri ofboðslega þægilegt ef við yrðum búin að landa titlinum fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og það er klárlega markmiðið. Fram undan eru hins vegar erfiðir leikir í deildinni og við verðum að hafa okkur allar við til þess að halda toppsætinu. Við erum einnig komnar í bikarúrslit þannig að það er fullt af spennandi og skemmtilegum leikjum fram undan. Það er búið að vera mikið álag á leikmannahópnum undanfarið og verður áfram. Við erum sem betur fer með stóran hóp og getum dreift álaginu án þess að það komi niður á gæðum liðsins,“ segir Sara Björk enn fremur um komandi tíma hjá Wolfsburg.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Sjá meira