Umfjöllun: Valur - Stjarnan 1-3 | Óvæntur Stjörnusigur á Hlíðarenda Böðvar Sigurbjörnsson skrifar 9. maí 2018 21:00 Katrín Ásbjörnsdóttir fagnar marki sínu Vísir/Eyjólfur Garðarsson Stjarnan og Valur áttust við í kvöld í annarri umferð Pepsi deildar kvenna á Origo vellinum að Hlíðarenda. Uppskera liðanna úr fyrstu umferð deildarinnar var gjörólík þar sem Valur gjörsigraði Selfoss á heimavelli 8-0 á meðan Stjarnan beið afhroð á heimavelli sínum á móti Breiðablik 2-6. Fyrirfram hefðu því margir hugsanlega spáð sigri Vals í þessum leik en annað átti eftir að koma á daginn. Nokkuð jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins en Valsliðið náði þó fljótlega undirtökunum í leiknum og sköpuðu sér hættulegri færi framan af. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins þegar María Eva Eyjólfsdóttir skoraði fyrsta markið og kom Stjörnunni yfir þegar hún fylgdi vel á eftir skoti sem Sandra Sigurðardóttir varði frá Hörpu Þorsteinsdóttur eftir að hún hafði sloppið ein í gegnum vörn Vals. Valsliðinu virtist nokkuð brugðið við þetta enda höfðu þær verið sterkari aðilinn fram að þessu. Stjarnan bætti við öðru marki sínu á 34.mínútu leiksins. Katrín Ásbjörnsdóttir tók þá góða hornspyrnu að marki Vals sem barst inn í teiginn þar sem boltinn hrökk af Arianna Jenette Romero og í netið, slysalegt sjálfsmark sem lítið var hægt að gera í og útlitið orðið dökkt fyrir heimaliðið. Enn átti útlitið eftir að versna fyrir Val því undir lok hálfleiksins sendi Harpa Þorsteinsdóttir góða sendingu á Katrínu Ásbjörnsdóttir sem kláraði færið vel og kom gestunum úr Garðabæ í heldur betur vænlega stöðu. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 0-3 fyrir gestina úr Garðabæ. Pétur Pétursson þjálfari Vals gerði tvær breytingar á liði sínu í hálfleik og fór greinilega vel yfir málin því Valsliðið mætti mikið grimmara til leiks í síðar hálfleik og virtust staðráðnar í að svara hraustlega fyrir slakan fyrri hálfleik. Strax á annarri mínútu síðari hálfleiks minnkuðu heimakonur muninn þegar Crystal Thomas kom boltanum í netið eftir að hún náði frákastinu eftir snarpa sókn Vals. Í kjölfarið settu Valskonur mikinn kraft í það að ná inn öðru marki og hleypa alvöru spennu í leikinn. Stjörnuliðið var þó ekki á því að missa tökin á leiknum og tókst þeim með gríðar öflugum varnarleik að loka vel á flestar sóknaraðgerðir heimaliðins það sem eftir lifði leiks. Það fór því svo að lokum að Stjarnan fór með sigur af hólmi 1-3, sigur sem þær fyllilega verðskulduðu enda börðust þær eins og ljón í leiknum allt frá fyrstu mínútu.Afhverju vann Stjarnan Varnaleikur liðsins var gríðarlega góður og vel skipulagður, hann lagði fyrst og fremst grunninn að sigrinum. Framherjar liðsins spiluðuð feykilega vel og kláruðu sín færi mjög vel.Hverjar stóðu uppúrKatrín Ásbjörnsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir voru gríðarlega öflugar í liði Stjörnunnar. Vörn liðsins í heild sinni verður þó einnig að fá hrós en þær stóðu vaktina mjög vel í kvöld og gáfu fá færi á sér, sérstaklega þegar leið á leikinn.Hvað gekk illaValsliðinu gekk illa að skapa sér færi í leiknum, sérstaklega eftir því sem leið á hann. Þær byrjuðu mjög vel en náðu ekki að fylgja því eftir. Voru meira með boltann en tókst ekki að nýta sér það sem skyldi.Hvað gerist næstStjarnan fær Selfoss í heimsókn í Garðabæinn en Valur heldur suður með sjó og leikur gegn Grindavík í 3. umferð Pepsi deildar kvenna. Pepsi Max-deild kvenna
Stjarnan og Valur áttust við í kvöld í annarri umferð Pepsi deildar kvenna á Origo vellinum að Hlíðarenda. Uppskera liðanna úr fyrstu umferð deildarinnar var gjörólík þar sem Valur gjörsigraði Selfoss á heimavelli 8-0 á meðan Stjarnan beið afhroð á heimavelli sínum á móti Breiðablik 2-6. Fyrirfram hefðu því margir hugsanlega spáð sigri Vals í þessum leik en annað átti eftir að koma á daginn. Nokkuð jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins en Valsliðið náði þó fljótlega undirtökunum í leiknum og sköpuðu sér hættulegri færi framan af. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins þegar María Eva Eyjólfsdóttir skoraði fyrsta markið og kom Stjörnunni yfir þegar hún fylgdi vel á eftir skoti sem Sandra Sigurðardóttir varði frá Hörpu Þorsteinsdóttur eftir að hún hafði sloppið ein í gegnum vörn Vals. Valsliðinu virtist nokkuð brugðið við þetta enda höfðu þær verið sterkari aðilinn fram að þessu. Stjarnan bætti við öðru marki sínu á 34.mínútu leiksins. Katrín Ásbjörnsdóttir tók þá góða hornspyrnu að marki Vals sem barst inn í teiginn þar sem boltinn hrökk af Arianna Jenette Romero og í netið, slysalegt sjálfsmark sem lítið var hægt að gera í og útlitið orðið dökkt fyrir heimaliðið. Enn átti útlitið eftir að versna fyrir Val því undir lok hálfleiksins sendi Harpa Þorsteinsdóttir góða sendingu á Katrínu Ásbjörnsdóttir sem kláraði færið vel og kom gestunum úr Garðabæ í heldur betur vænlega stöðu. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 0-3 fyrir gestina úr Garðabæ. Pétur Pétursson þjálfari Vals gerði tvær breytingar á liði sínu í hálfleik og fór greinilega vel yfir málin því Valsliðið mætti mikið grimmara til leiks í síðar hálfleik og virtust staðráðnar í að svara hraustlega fyrir slakan fyrri hálfleik. Strax á annarri mínútu síðari hálfleiks minnkuðu heimakonur muninn þegar Crystal Thomas kom boltanum í netið eftir að hún náði frákastinu eftir snarpa sókn Vals. Í kjölfarið settu Valskonur mikinn kraft í það að ná inn öðru marki og hleypa alvöru spennu í leikinn. Stjörnuliðið var þó ekki á því að missa tökin á leiknum og tókst þeim með gríðar öflugum varnarleik að loka vel á flestar sóknaraðgerðir heimaliðins það sem eftir lifði leiks. Það fór því svo að lokum að Stjarnan fór með sigur af hólmi 1-3, sigur sem þær fyllilega verðskulduðu enda börðust þær eins og ljón í leiknum allt frá fyrstu mínútu.Afhverju vann Stjarnan Varnaleikur liðsins var gríðarlega góður og vel skipulagður, hann lagði fyrst og fremst grunninn að sigrinum. Framherjar liðsins spiluðuð feykilega vel og kláruðu sín færi mjög vel.Hverjar stóðu uppúrKatrín Ásbjörnsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir voru gríðarlega öflugar í liði Stjörnunnar. Vörn liðsins í heild sinni verður þó einnig að fá hrós en þær stóðu vaktina mjög vel í kvöld og gáfu fá færi á sér, sérstaklega þegar leið á leikinn.Hvað gekk illaValsliðinu gekk illa að skapa sér færi í leiknum, sérstaklega eftir því sem leið á hann. Þær byrjuðu mjög vel en náðu ekki að fylgja því eftir. Voru meira með boltann en tókst ekki að nýta sér það sem skyldi.Hvað gerist næstStjarnan fær Selfoss í heimsókn í Garðabæinn en Valur heldur suður með sjó og leikur gegn Grindavík í 3. umferð Pepsi deildar kvenna.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti