Innlent

Krefst skaðabóta vegna meints vanhæfis dómara

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Einn dómaranna er á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skipaði í embætti dómara við Landsrétt, þvert á mat hæfisnefndar.
Einn dómaranna er á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skipaði í embætti dómara við Landsrétt, þvert á mat hæfisnefndar. Vísir/Gunnar.V. Andrésson
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, krefst skaðabóta fyrir hönd umbjóðanda síns vegna máls í Landsrétti. Aðalmeðferð málsins hefst á morgun. RÚV  sagði fyrst frá þessu.

Vilhjálmur sagði í samtali við RÚV að hann telji málsmeðferðina í málinu ólögmæta á þeim grundvelli að einn dómaranna sé, að hans mati, ekki handhafi dómsvalds. Verði umbjóðandi Vilhjálms sakfelldur í málinu verður íslenska ríkið krafið um skaðabætur.

Einn dómaranna er á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skipaði í Landsrétt, þvert á mat hæfisnefndar.

Vilhjálmur segir að hann hafi tekið ákvörðunina til þess að gefa Landsrétti kost á því að sýkna í málinu á grundvelli þess að sjónarmið um réttláta málsmeðferð hafi ekki verið gætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×