Dísilbann skiptir borgarbúum í tvennt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 Svifryk hefur leikið Reykvíkinga grátt að undanförnu. VÍSIR/ERNIR Fjörutíu og fjögur prósent þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru andvíg banni við notkun dísilbíla fyrir árið 2030. Litlu færri, eða 39 prósent, eru hlynnt slíku banni. Sautján prósent segjast hlutlaus. Fjölmargar þjóðir og borgir hafa boðað bann við notkun bifreiða sem knúnar eru af jarðefnaeldsneyti til að stuðla að hraðari orkuskiptum í samgöngum. Rökstuðningur fyrir slíku banni er yfirleitt með vísunum í bætta heilsu fólks með minna svifryki og að þetta sé mikilvæg aðgerð til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Víðast hvar er stefnt á að innleiða slíkt bann á árunum 2025 til 2040. Á Íslandi er stefnan sú að árið 2030 verði hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum 40 prósent.Þegar rýnt er í svörin í könnun Fréttablaðsins, sem náði til 800 manns með lögheimili í Reykjavík og valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá, er ljóst að mikill hluti Reykvíkinga hefur skoðun á málinu en 91 prósent aðspurðra tók afstöðu til spurningarinnar, aðeins 5 prósent voru óákveðin. Athygli vekur að nánast sömu niðurstöður blasa við þegar spurðir eru einstaklingar á aldrinum 18 til 49 ára og 50 ára og eldri. Í báðum aldursbilum eru 39 prósent hlynnt banni en 45 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri eru andvíg banni. „Það kemur aðeins á óvart hvað það eru margir hlynntir slíku banni. Ég geri ráð fyrir því að það sé vegna þess hve mikil umræða hefur verið um sótmengun frá dísilbílum,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs. Hjálmar kveðst hafa ákveðnar efasemdir um að bann sé endilega rétta leiðin í þessum efnum. Vænlegra sé að haga málum þannig að hagstæðara verði að kaupa rafdrifna bíla. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00 Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Fjörutíu og fjögur prósent þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru andvíg banni við notkun dísilbíla fyrir árið 2030. Litlu færri, eða 39 prósent, eru hlynnt slíku banni. Sautján prósent segjast hlutlaus. Fjölmargar þjóðir og borgir hafa boðað bann við notkun bifreiða sem knúnar eru af jarðefnaeldsneyti til að stuðla að hraðari orkuskiptum í samgöngum. Rökstuðningur fyrir slíku banni er yfirleitt með vísunum í bætta heilsu fólks með minna svifryki og að þetta sé mikilvæg aðgerð til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Víðast hvar er stefnt á að innleiða slíkt bann á árunum 2025 til 2040. Á Íslandi er stefnan sú að árið 2030 verði hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum 40 prósent.Þegar rýnt er í svörin í könnun Fréttablaðsins, sem náði til 800 manns með lögheimili í Reykjavík og valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá, er ljóst að mikill hluti Reykvíkinga hefur skoðun á málinu en 91 prósent aðspurðra tók afstöðu til spurningarinnar, aðeins 5 prósent voru óákveðin. Athygli vekur að nánast sömu niðurstöður blasa við þegar spurðir eru einstaklingar á aldrinum 18 til 49 ára og 50 ára og eldri. Í báðum aldursbilum eru 39 prósent hlynnt banni en 45 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri eru andvíg banni. „Það kemur aðeins á óvart hvað það eru margir hlynntir slíku banni. Ég geri ráð fyrir því að það sé vegna þess hve mikil umræða hefur verið um sótmengun frá dísilbílum,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs. Hjálmar kveðst hafa ákveðnar efasemdir um að bann sé endilega rétta leiðin í þessum efnum. Vænlegra sé að haga málum þannig að hagstæðara verði að kaupa rafdrifna bíla.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00 Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00
Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00