Guardian fjallar um „morðið sem skók Ísland“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2018 10:24 Fjölmargir björgunarsveitarmenn leituðu Birnu. Vísir/Landsbjörg Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur, segist óska þess að lögreglan hefði brugðist fyrr við óskum Sigurlaugar Hreinsdóttur, móður Birnu, að hefja leit að henni. Þetta segir Grímur í viðtali við breska blaðið The Guardian en á vef blaðsins var í dag birt ítarleg úttekt á málinu undir yfirskriftinni „Morðið sem skók Ísland“. Grímur segist vera stoltur af rannsókn lögreglunnar en spyr sig sem fyrr segir hvort að lögreglan hefði átt að bregðast fyrr við þegar tilkynnt var um hvarf Birnu. „Eitt af því sem ég hef hugsað mikið um er þetta: Ættu að líða 24 tímar þangað til við bregðumst við þegar fólk er tilkynnt týnt. Eða ætti það að vera matskenndara?,“ spyr Grímur. Tilkynnt var um hvarf Birnu þann 14. janúar 2017 en skipulögð leit hófst þann 16. janúar en í millitíðinni höfðu fjölskylda og vinir Birnu ásamt sjálfboðaliðum hafið leit. Í úttekt Guardian er einnig rætt við Sigurlaugu sem segist vera þakklát fyrir þann stuðning sem henni og fjölskyldu hennar var sýndur, en að hún hafi hafnað því að sérstakur dagur yrði helgaður minningu Birnu, í nafni einingar. „Það var enginn tilgangur með þessu. Ég verð æf þegar það er talað um að þjóðin hafi staðið saman. Það eru órar: Þetta fallega land í hinu frosna norði þar sem allir standa saman...Ég held að það sé ekki heilbrigt fyrir Íslendinga að hugsa um sig sem eitthvað sérstaka á þennan hátt,“ segir Sigurlaug. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur, segist óska þess að lögreglan hefði brugðist fyrr við óskum Sigurlaugar Hreinsdóttur, móður Birnu, að hefja leit að henni. Þetta segir Grímur í viðtali við breska blaðið The Guardian en á vef blaðsins var í dag birt ítarleg úttekt á málinu undir yfirskriftinni „Morðið sem skók Ísland“. Grímur segist vera stoltur af rannsókn lögreglunnar en spyr sig sem fyrr segir hvort að lögreglan hefði átt að bregðast fyrr við þegar tilkynnt var um hvarf Birnu. „Eitt af því sem ég hef hugsað mikið um er þetta: Ættu að líða 24 tímar þangað til við bregðumst við þegar fólk er tilkynnt týnt. Eða ætti það að vera matskenndara?,“ spyr Grímur. Tilkynnt var um hvarf Birnu þann 14. janúar 2017 en skipulögð leit hófst þann 16. janúar en í millitíðinni höfðu fjölskylda og vinir Birnu ásamt sjálfboðaliðum hafið leit. Í úttekt Guardian er einnig rætt við Sigurlaugu sem segist vera þakklát fyrir þann stuðning sem henni og fjölskyldu hennar var sýndur, en að hún hafi hafnað því að sérstakur dagur yrði helgaður minningu Birnu, í nafni einingar. „Það var enginn tilgangur með þessu. Ég verð æf þegar það er talað um að þjóðin hafi staðið saman. Það eru órar: Þetta fallega land í hinu frosna norði þar sem allir standa saman...Ég held að það sé ekki heilbrigt fyrir Íslendinga að hugsa um sig sem eitthvað sérstaka á þennan hátt,“ segir Sigurlaug.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira