Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. apríl 2018 15:27 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. Vísir/Hanna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé full ástæða til hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum þegar hún er spurð hvort það sé ástæða til þess að óttast viðbrögð forseta Rússlands í kjölfar þess að vesturveldin þrjú gerðu loftárásir á Sýrland í nótt. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni og ræddi um nýjustu vendingar í málefnum Sýrlands. „Staðan í Sýrlandi hefur verið að stigmagnast núna og það er áhyggjuefni í sjálfu sér en að sama skapi erum við með mjög viðkvæma stöðu á milli vesturveldanna og Rússa. Þú spyrð hvort það sé ástæða til að hafa áhyggjur, já, það er full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum eins og hún er núna,“ segir Katrín. Katrín segist hafa bundið vonir sínar við að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næði sátt um pólitíska lausn er varðar meinta efnavopnaárás Sýrlandsstjórnar og bætir við að það hafi verið mikil vonbrigði þegar það kom í ljós að það næðist ekki. Katrín segir að árásir vesturveldanna hefðu verið viðbúnar í kjölfarið. Hennar afstaða, og íslenskra stjórnvalda, eru óbreytt: „Við munum áfram tala fyrir því að það finnist pólitísk lausn á stríðinu í Sýrlandi“ Spurð að því hvort íslensk stjórnvöld sýni bandaþjóðum okkar, Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi skilning á árásum svarar Katrín: „Utanríkisráðherra hefur orðað það nákvæmlega þannig að hann sýni þessu skilning. Það er eins og ég segi, þetta var viðbúið eftir að ekki náðist saman í Öryggisráðinu en auðvitað viljum við helst sjá að okkar stofnanir á alþjóðavettvangi vinni með þeim hætti að við getum fundið sameiginlegar lausnir í svona málum. Það gerðist ekki í þessu tilfelli. Við leggjum auðvitað áherslu á það að það verði haldið áfram að leita pólitíska lausna.“ Katrín tekur mið af orðum aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Antonío Guterres, sem leggur áherslu á pólitískar lausnir. Hún vill eindregið að Efnavopnastofnunin fái það svigrúm sem hún þarf til að rannsaka meinta efnavopnaárás í Sýrlandi en í yfirlýsingu frá stofnuninni í morgun segir að rannsóknin haldi áfram þrátt fyrir árásir. „Við verðum að átta okkur á því að fórnarlömb þessa stríðs eru fyrst og fremst almennir borgarar, beggja vegna víglínunnar.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það sé með öllu ólíðandi að menn beiti efnavopnum.Vísir/EyþórÓlíðandi að beita efnavopnum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, voru einnig gestir í Víglínunni og höfðu líka skoðun á nýjustu vendingum í alþjóðamálum. Þorgerður Katrín segir að alþjóðasamfélagið hafi þurft að bregðast við. Það hafi hvorki mátt líðast að Assad Sýrlandsforseti beitti eigin þjóð efnavopnum né að Rússar stjórnuðu viðbrögðum bandalagsþjóða okkar. „Ég bind vonir við að þessu stríði fari nú bara bráðum að ljúka. Þá verða báðar þessar þjóðir, Sýrland en ekki síst Rússland, að fara að girða sig í brók og gera þetta af einhverri alvöru svo að menn sjái fyrir endann á þessu hörmulega stríði,“ sagði Þorgerður Katrín. Bæði Þorgerður Katrín og Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, lögðu áherslu á að árásirnar í nótt hafi ekki verið á vegum NATO og að Ísland eigi enga aðild að þeim.Ólafur Ísleifsson óttast viðbrögð Vladímír Pútíns.Óttast viðbrögð RússaÓlafur sagðist óttast viðbrögð Rússa við árásunum en þeir hefðu sýnt að þeir hefðu metnað til að að láta til sín taka svo um muni í heimshlutanum. Hann teldi að ákvörðun Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands hafi verið tekin eftir mikla umhugsun. Kallaði hann Assad forseta varmenni sem hefði sýnt það eðli sitt oft. „Það hefur líka komið fram í þessum heimshluta að slíkir menn hafa verið hraktir frá völdum en bara ekki betra tekið við þannig að þarna er kannski ekki alltaf valið á milli góðra kosta,“ sagði Ólafur.Í myndspilaranum að neðan er hægt a horfa á Víglínuna í heild sinni. Víglínan Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Boðað til neyðarfundar hjá Sameinuðu þjóðunum Yfirvöld í Rússlandi fóru fram á neyðarfund. 14. apríl 2018 14:15 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé full ástæða til hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum þegar hún er spurð hvort það sé ástæða til þess að óttast viðbrögð forseta Rússlands í kjölfar þess að vesturveldin þrjú gerðu loftárásir á Sýrland í nótt. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni og ræddi um nýjustu vendingar í málefnum Sýrlands. „Staðan í Sýrlandi hefur verið að stigmagnast núna og það er áhyggjuefni í sjálfu sér en að sama skapi erum við með mjög viðkvæma stöðu á milli vesturveldanna og Rússa. Þú spyrð hvort það sé ástæða til að hafa áhyggjur, já, það er full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum eins og hún er núna,“ segir Katrín. Katrín segist hafa bundið vonir sínar við að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næði sátt um pólitíska lausn er varðar meinta efnavopnaárás Sýrlandsstjórnar og bætir við að það hafi verið mikil vonbrigði þegar það kom í ljós að það næðist ekki. Katrín segir að árásir vesturveldanna hefðu verið viðbúnar í kjölfarið. Hennar afstaða, og íslenskra stjórnvalda, eru óbreytt: „Við munum áfram tala fyrir því að það finnist pólitísk lausn á stríðinu í Sýrlandi“ Spurð að því hvort íslensk stjórnvöld sýni bandaþjóðum okkar, Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi skilning á árásum svarar Katrín: „Utanríkisráðherra hefur orðað það nákvæmlega þannig að hann sýni þessu skilning. Það er eins og ég segi, þetta var viðbúið eftir að ekki náðist saman í Öryggisráðinu en auðvitað viljum við helst sjá að okkar stofnanir á alþjóðavettvangi vinni með þeim hætti að við getum fundið sameiginlegar lausnir í svona málum. Það gerðist ekki í þessu tilfelli. Við leggjum auðvitað áherslu á það að það verði haldið áfram að leita pólitíska lausna.“ Katrín tekur mið af orðum aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Antonío Guterres, sem leggur áherslu á pólitískar lausnir. Hún vill eindregið að Efnavopnastofnunin fái það svigrúm sem hún þarf til að rannsaka meinta efnavopnaárás í Sýrlandi en í yfirlýsingu frá stofnuninni í morgun segir að rannsóknin haldi áfram þrátt fyrir árásir. „Við verðum að átta okkur á því að fórnarlömb þessa stríðs eru fyrst og fremst almennir borgarar, beggja vegna víglínunnar.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það sé með öllu ólíðandi að menn beiti efnavopnum.Vísir/EyþórÓlíðandi að beita efnavopnum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, voru einnig gestir í Víglínunni og höfðu líka skoðun á nýjustu vendingum í alþjóðamálum. Þorgerður Katrín segir að alþjóðasamfélagið hafi þurft að bregðast við. Það hafi hvorki mátt líðast að Assad Sýrlandsforseti beitti eigin þjóð efnavopnum né að Rússar stjórnuðu viðbrögðum bandalagsþjóða okkar. „Ég bind vonir við að þessu stríði fari nú bara bráðum að ljúka. Þá verða báðar þessar þjóðir, Sýrland en ekki síst Rússland, að fara að girða sig í brók og gera þetta af einhverri alvöru svo að menn sjái fyrir endann á þessu hörmulega stríði,“ sagði Þorgerður Katrín. Bæði Þorgerður Katrín og Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, lögðu áherslu á að árásirnar í nótt hafi ekki verið á vegum NATO og að Ísland eigi enga aðild að þeim.Ólafur Ísleifsson óttast viðbrögð Vladímír Pútíns.Óttast viðbrögð RússaÓlafur sagðist óttast viðbrögð Rússa við árásunum en þeir hefðu sýnt að þeir hefðu metnað til að að láta til sín taka svo um muni í heimshlutanum. Hann teldi að ákvörðun Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands hafi verið tekin eftir mikla umhugsun. Kallaði hann Assad forseta varmenni sem hefði sýnt það eðli sitt oft. „Það hefur líka komið fram í þessum heimshluta að slíkir menn hafa verið hraktir frá völdum en bara ekki betra tekið við þannig að þarna er kannski ekki alltaf valið á milli góðra kosta,“ sagði Ólafur.Í myndspilaranum að neðan er hægt a horfa á Víglínuna í heild sinni.
Víglínan Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Boðað til neyðarfundar hjá Sameinuðu þjóðunum Yfirvöld í Rússlandi fóru fram á neyðarfund. 14. apríl 2018 14:15 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45
Boðað til neyðarfundar hjá Sameinuðu þjóðunum Yfirvöld í Rússlandi fóru fram á neyðarfund. 14. apríl 2018 14:15
Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05