Arnór fær mikið hrós: Kannski hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2018 15:00 Arnór Sigurðsson. Twitter/@ifknorrkoping Arnór Sigurðsson átti flotta innkomu hjá IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær og eftir leikinn fékk íslenski unglingalandsliðsmaðurinn mikið hrós frá liðsfélaga sínum. IFK Norrköping vann þarna 2-1 sigur á Brommapojkarna í fyrstu umferð tímabilsins en okkar maður átti mikinn þátt í því að lið hans náði að landa sigrinum. Arnór kom inná sem varamaður á 75. mínútu leiksins en þá var staðan 1-1 eftir að gamli Stjörnumaðurinn Martin Rauschenberg hafði jafnað metin á 57. mínútu leiksins. Það tók Arnór aðeins þrjár mínútur að gera út um leikinn en hann fiskaði þá vítaspyrnu sem Kalle Holmberg skoraði úr sigurmarkið. „Hann er kannski hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með,“ sagði miðjumaðurinn Simon Thern sem er 25 ára og hefur spilað með Malmö FF, Heerenveen og AIK á síðustu árum.Thern hyllar Sigurdsson: ”Kanske den största talangen jag spelat med” https://t.co/4CLBwL6n9i — SportExpressen (@SportExpressen) April 2, 2018 „Ég hef sagt þetta áður og ég hef líka spilað með mörgum góðum leikmönnum. Ef ég á að líkja honum við einhvern þá myndi ég líkja honum við Sam Larsson,“ sagði Simon Thern og hann leyndi ekki hrifningu sinni á Arnóri. Sam Larsson er 24 ára sænskur vængmaður sem spilar í dag með Feyenoord í Hollandi. Thern hélt áfram að hrósa Arnóri en Arnór er fæddur árið 1999 og hefur þegar unnið sér sæti í íslenska 21 árs landsliðinu. „Það er rosalega erfitt að ná af honum boltanum og hann er kraftmikill. Arnór hefur frábært auga fyrir leiknum og góða tilfinningu fyrir boltanum. Ég er algjörlega sannfærður um að hann verði aðalmaðurinn í IFK Norrköping í næstu framtíð,“ sagði Thern. „Ég vissi ekkert hver þessi strákur var þegar ég kom. Hann spilar fótbolta með hausnum og veit alveg hvað hann ætlar að gera næst,“ sagði Simon Thern. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Arnór Sigurðsson átti flotta innkomu hjá IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær og eftir leikinn fékk íslenski unglingalandsliðsmaðurinn mikið hrós frá liðsfélaga sínum. IFK Norrköping vann þarna 2-1 sigur á Brommapojkarna í fyrstu umferð tímabilsins en okkar maður átti mikinn þátt í því að lið hans náði að landa sigrinum. Arnór kom inná sem varamaður á 75. mínútu leiksins en þá var staðan 1-1 eftir að gamli Stjörnumaðurinn Martin Rauschenberg hafði jafnað metin á 57. mínútu leiksins. Það tók Arnór aðeins þrjár mínútur að gera út um leikinn en hann fiskaði þá vítaspyrnu sem Kalle Holmberg skoraði úr sigurmarkið. „Hann er kannski hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með,“ sagði miðjumaðurinn Simon Thern sem er 25 ára og hefur spilað með Malmö FF, Heerenveen og AIK á síðustu árum.Thern hyllar Sigurdsson: ”Kanske den största talangen jag spelat med” https://t.co/4CLBwL6n9i — SportExpressen (@SportExpressen) April 2, 2018 „Ég hef sagt þetta áður og ég hef líka spilað með mörgum góðum leikmönnum. Ef ég á að líkja honum við einhvern þá myndi ég líkja honum við Sam Larsson,“ sagði Simon Thern og hann leyndi ekki hrifningu sinni á Arnóri. Sam Larsson er 24 ára sænskur vængmaður sem spilar í dag með Feyenoord í Hollandi. Thern hélt áfram að hrósa Arnóri en Arnór er fæddur árið 1999 og hefur þegar unnið sér sæti í íslenska 21 árs landsliðinu. „Það er rosalega erfitt að ná af honum boltanum og hann er kraftmikill. Arnór hefur frábært auga fyrir leiknum og góða tilfinningu fyrir boltanum. Ég er algjörlega sannfærður um að hann verði aðalmaðurinn í IFK Norrköping í næstu framtíð,“ sagði Thern. „Ég vissi ekkert hver þessi strákur var þegar ég kom. Hann spilar fótbolta með hausnum og veit alveg hvað hann ætlar að gera næst,“ sagði Simon Thern.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira