Segir fráleit vinnubrögð kosta þjóðina 104 tonn af gæðaostum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. apríl 2018 15:00 „Núna fyrir páska voru tollkvótar fyrir osta auglýstir þar sem að tollasamningur við Evrópusambandið tekur gildi 1. maí. Þá kemur í ljós að þar eru auglýst 37 tonn af osti en ekki 104 líkt og allir höfðu búist við,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda, og segir að mistök við lagasetningu í tengslum við búvörusamninga orsaki þetta.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Forsagan er sú að Alþingi samþykkti málamiðlun á búvörusamningi haustið 2016 þess efnis að leyfa átti innflutning á 210 tonnum af sérosti strax á fyrsta ári gildistöku tollasamnings við Evrópusambandið í stað þess að tollkvótinn yrði afgreiddur í skrefum næstu fjögur árin. Málamiðlunin var til að vega á móti almennri tollahækkun á ostum sem kveðið var á um í búvörusamningum. Sérostar eru ostar sem njóta til dæmis svæðisbundinnar sérstöðu líkt og Parmesan eða Rocheford ostar. Nú er komið á daginn að hærri tollar á osta hafa tekið gildi en ákvörðun Alþingis um að flýta gildistöku tollkvóta á sérosta hefur ekki tekið gildi og óvíst hvort það verði gert á þessu ári. „Við spyrjum atvinnuvegaráðuneytið hverju sætir og svörin eru þau að það sé ágalli á þessari lagasetningu frá þinginu,“ segir Ólafur. „Vilji þingsins lá alveg skýr fyrir. Það lá til dæmis fyrir í nefndaráliti atvinnuveganefndar en orðalagið á lagabreytingunum sé ekki nógu skýrt til þess að ráðuneytið treysti sér til að fylgja þessu eftir. Okkur finnst þetta náttúrulega fráleit vinnubrögð hjá ráðuneytinu að hafa ekki samband við þingið miklu fyrr því þessi galli hefur legið lengi fyrir.“ Jón Gunnarsson, fyrrverandi formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefur þá beint því til nefndarinnar að hún taki málið upp og flytji frumvarp til að leiðrétta þennan ágalla á löggjöfinni. Neytendur Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Ofurstinn flytur til Texas „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Sjá meira
„Núna fyrir páska voru tollkvótar fyrir osta auglýstir þar sem að tollasamningur við Evrópusambandið tekur gildi 1. maí. Þá kemur í ljós að þar eru auglýst 37 tonn af osti en ekki 104 líkt og allir höfðu búist við,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda, og segir að mistök við lagasetningu í tengslum við búvörusamninga orsaki þetta.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Forsagan er sú að Alþingi samþykkti málamiðlun á búvörusamningi haustið 2016 þess efnis að leyfa átti innflutning á 210 tonnum af sérosti strax á fyrsta ári gildistöku tollasamnings við Evrópusambandið í stað þess að tollkvótinn yrði afgreiddur í skrefum næstu fjögur árin. Málamiðlunin var til að vega á móti almennri tollahækkun á ostum sem kveðið var á um í búvörusamningum. Sérostar eru ostar sem njóta til dæmis svæðisbundinnar sérstöðu líkt og Parmesan eða Rocheford ostar. Nú er komið á daginn að hærri tollar á osta hafa tekið gildi en ákvörðun Alþingis um að flýta gildistöku tollkvóta á sérosta hefur ekki tekið gildi og óvíst hvort það verði gert á þessu ári. „Við spyrjum atvinnuvegaráðuneytið hverju sætir og svörin eru þau að það sé ágalli á þessari lagasetningu frá þinginu,“ segir Ólafur. „Vilji þingsins lá alveg skýr fyrir. Það lá til dæmis fyrir í nefndaráliti atvinnuveganefndar en orðalagið á lagabreytingunum sé ekki nógu skýrt til þess að ráðuneytið treysti sér til að fylgja þessu eftir. Okkur finnst þetta náttúrulega fráleit vinnubrögð hjá ráðuneytinu að hafa ekki samband við þingið miklu fyrr því þessi galli hefur legið lengi fyrir.“ Jón Gunnarsson, fyrrverandi formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefur þá beint því til nefndarinnar að hún taki málið upp og flytji frumvarp til að leiðrétta þennan ágalla á löggjöfinni.
Neytendur Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Ofurstinn flytur til Texas „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Sjá meira