Segir fráleit vinnubrögð kosta þjóðina 104 tonn af gæðaostum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. apríl 2018 15:00 „Núna fyrir páska voru tollkvótar fyrir osta auglýstir þar sem að tollasamningur við Evrópusambandið tekur gildi 1. maí. Þá kemur í ljós að þar eru auglýst 37 tonn af osti en ekki 104 líkt og allir höfðu búist við,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda, og segir að mistök við lagasetningu í tengslum við búvörusamninga orsaki þetta.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Forsagan er sú að Alþingi samþykkti málamiðlun á búvörusamningi haustið 2016 þess efnis að leyfa átti innflutning á 210 tonnum af sérosti strax á fyrsta ári gildistöku tollasamnings við Evrópusambandið í stað þess að tollkvótinn yrði afgreiddur í skrefum næstu fjögur árin. Málamiðlunin var til að vega á móti almennri tollahækkun á ostum sem kveðið var á um í búvörusamningum. Sérostar eru ostar sem njóta til dæmis svæðisbundinnar sérstöðu líkt og Parmesan eða Rocheford ostar. Nú er komið á daginn að hærri tollar á osta hafa tekið gildi en ákvörðun Alþingis um að flýta gildistöku tollkvóta á sérosta hefur ekki tekið gildi og óvíst hvort það verði gert á þessu ári. „Við spyrjum atvinnuvegaráðuneytið hverju sætir og svörin eru þau að það sé ágalli á þessari lagasetningu frá þinginu,“ segir Ólafur. „Vilji þingsins lá alveg skýr fyrir. Það lá til dæmis fyrir í nefndaráliti atvinnuveganefndar en orðalagið á lagabreytingunum sé ekki nógu skýrt til þess að ráðuneytið treysti sér til að fylgja þessu eftir. Okkur finnst þetta náttúrulega fráleit vinnubrögð hjá ráðuneytinu að hafa ekki samband við þingið miklu fyrr því þessi galli hefur legið lengi fyrir.“ Jón Gunnarsson, fyrrverandi formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefur þá beint því til nefndarinnar að hún taki málið upp og flytji frumvarp til að leiðrétta þennan ágalla á löggjöfinni. Neytendur Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Íhuga hærri tolla á alla Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Sjá meira
„Núna fyrir páska voru tollkvótar fyrir osta auglýstir þar sem að tollasamningur við Evrópusambandið tekur gildi 1. maí. Þá kemur í ljós að þar eru auglýst 37 tonn af osti en ekki 104 líkt og allir höfðu búist við,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda, og segir að mistök við lagasetningu í tengslum við búvörusamninga orsaki þetta.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Forsagan er sú að Alþingi samþykkti málamiðlun á búvörusamningi haustið 2016 þess efnis að leyfa átti innflutning á 210 tonnum af sérosti strax á fyrsta ári gildistöku tollasamnings við Evrópusambandið í stað þess að tollkvótinn yrði afgreiddur í skrefum næstu fjögur árin. Málamiðlunin var til að vega á móti almennri tollahækkun á ostum sem kveðið var á um í búvörusamningum. Sérostar eru ostar sem njóta til dæmis svæðisbundinnar sérstöðu líkt og Parmesan eða Rocheford ostar. Nú er komið á daginn að hærri tollar á osta hafa tekið gildi en ákvörðun Alþingis um að flýta gildistöku tollkvóta á sérosta hefur ekki tekið gildi og óvíst hvort það verði gert á þessu ári. „Við spyrjum atvinnuvegaráðuneytið hverju sætir og svörin eru þau að það sé ágalli á þessari lagasetningu frá þinginu,“ segir Ólafur. „Vilji þingsins lá alveg skýr fyrir. Það lá til dæmis fyrir í nefndaráliti atvinnuveganefndar en orðalagið á lagabreytingunum sé ekki nógu skýrt til þess að ráðuneytið treysti sér til að fylgja þessu eftir. Okkur finnst þetta náttúrulega fráleit vinnubrögð hjá ráðuneytinu að hafa ekki samband við þingið miklu fyrr því þessi galli hefur legið lengi fyrir.“ Jón Gunnarsson, fyrrverandi formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefur þá beint því til nefndarinnar að hún taki málið upp og flytji frumvarp til að leiðrétta þennan ágalla á löggjöfinni.
Neytendur Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Íhuga hærri tolla á alla Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Sjá meira