Forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 17:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. VÍSIR/ANTON BRINK Það er mat Seðlabanka Íslands að nú séu efnahagslegar forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta. Forsendur eru þó ekki fyrir hendi til að hefja lækkun sérstakrar bindiskyldu. Þá verður gripið til aðgerða á næstunni til að bæta afkomu bankans en eiginfjárstaða hans hefur verið neikvæð undanfarin misseri. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem ávarpaði viðstadda á ársfundi Seðlabanka Íslands, en fundurinn hófst klukkan 16 í húsakynnum bankans í dag.Lokaskref í losun fjármagnshafta Í ræðu sinni sagði Már það vera mat Seðlabankans að þó að fjármagnshöft hafi að langmestu leyti verið losuð í mars 2017, séu enn í gildi ákveðnar takmarkanir. Þessar takmarkanir þurfi að afnema. Þá séu nú efnahagslegar forsendur til að taka lokaskref í losun fjármagnshafta. „Það er mat Seðlabankans að efnahagslegar forsendur séu til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta. Það á líka við um aflandskrónur en þær nema nú um 3½% af landsframleiðslu en voru rúm 40% eftir að fjármagnshöft voru fyrst sett á undir árslok 2008. Það verður hins vegar ekki gert nema með lagabreytingu,“ sagði Már. Seðlabankinn telur þó að ekki séu enn forsendur til að hefja lækkun hinnar sérstöku bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi á skuldabréfamarkað og í hávaxtainnstæður. Gangi spár hins vegar eftir munu aðstæður til að lækka bindiskylduna batna á komandi misserum. Grípa til aðgerða til að bæta afkomu bankans Framreikningar sem gerðir voru á síðasta ári bentu jafnframt til þess að afkoma Seðlabankans yrði neikvæð um 18 milljarða króna á ári, en Már sagði tapið nú hafa minnkað í 15 milljarða. Neikvætt eigið fé þýði þó ekki að seðlabankar standi frammi fyrir gjaldþroti. „Seðlabankar verða ekki gjaldþrota, að minnsta kosti ekki í hefðbundinni merkingu, þótt þeir hafi neikvætt eigið fé enda hafa margir virtir seðlabankar búið við það yfir lengri eða skemmri tíma,“ sagði Már. Eigi að síður geti það verið óheppilegt að Seðlabankinn verði með verulega neikvætt eigið fé. „Á næstunni verður því gripið til margvíslegra aðgerða til að bæta afkomu bankans, þ.m.t. í gegnum óbeina þátttöku innlendra viðskiptabanka í kostnaði við forðann. Þá gæti komið til innköllunar hluta þess eigin fjár sem heimilt er að kalla inn frá ríkissjóði samkvæmt lögum,“ sagði Már í ræðu sinni. Efnahagsmál Tengdar fréttir Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. 14. mars 2018 18:45 Bein útsending: Ársfundur Seðlabanka Íslands Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa ársfund Seðlabanka Íslands sem fram fer í húsakynnum bankans í dag. 5. apríl 2018 15:22 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Það er mat Seðlabanka Íslands að nú séu efnahagslegar forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta. Forsendur eru þó ekki fyrir hendi til að hefja lækkun sérstakrar bindiskyldu. Þá verður gripið til aðgerða á næstunni til að bæta afkomu bankans en eiginfjárstaða hans hefur verið neikvæð undanfarin misseri. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem ávarpaði viðstadda á ársfundi Seðlabanka Íslands, en fundurinn hófst klukkan 16 í húsakynnum bankans í dag.Lokaskref í losun fjármagnshafta Í ræðu sinni sagði Már það vera mat Seðlabankans að þó að fjármagnshöft hafi að langmestu leyti verið losuð í mars 2017, séu enn í gildi ákveðnar takmarkanir. Þessar takmarkanir þurfi að afnema. Þá séu nú efnahagslegar forsendur til að taka lokaskref í losun fjármagnshafta. „Það er mat Seðlabankans að efnahagslegar forsendur séu til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta. Það á líka við um aflandskrónur en þær nema nú um 3½% af landsframleiðslu en voru rúm 40% eftir að fjármagnshöft voru fyrst sett á undir árslok 2008. Það verður hins vegar ekki gert nema með lagabreytingu,“ sagði Már. Seðlabankinn telur þó að ekki séu enn forsendur til að hefja lækkun hinnar sérstöku bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi á skuldabréfamarkað og í hávaxtainnstæður. Gangi spár hins vegar eftir munu aðstæður til að lækka bindiskylduna batna á komandi misserum. Grípa til aðgerða til að bæta afkomu bankans Framreikningar sem gerðir voru á síðasta ári bentu jafnframt til þess að afkoma Seðlabankans yrði neikvæð um 18 milljarða króna á ári, en Már sagði tapið nú hafa minnkað í 15 milljarða. Neikvætt eigið fé þýði þó ekki að seðlabankar standi frammi fyrir gjaldþroti. „Seðlabankar verða ekki gjaldþrota, að minnsta kosti ekki í hefðbundinni merkingu, þótt þeir hafi neikvætt eigið fé enda hafa margir virtir seðlabankar búið við það yfir lengri eða skemmri tíma,“ sagði Már. Eigi að síður geti það verið óheppilegt að Seðlabankinn verði með verulega neikvætt eigið fé. „Á næstunni verður því gripið til margvíslegra aðgerða til að bæta afkomu bankans, þ.m.t. í gegnum óbeina þátttöku innlendra viðskiptabanka í kostnaði við forðann. Þá gæti komið til innköllunar hluta þess eigin fjár sem heimilt er að kalla inn frá ríkissjóði samkvæmt lögum,“ sagði Már í ræðu sinni.
Efnahagsmál Tengdar fréttir Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. 14. mars 2018 18:45 Bein útsending: Ársfundur Seðlabanka Íslands Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa ársfund Seðlabanka Íslands sem fram fer í húsakynnum bankans í dag. 5. apríl 2018 15:22 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. 14. mars 2018 18:45
Bein útsending: Ársfundur Seðlabanka Íslands Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa ársfund Seðlabanka Íslands sem fram fer í húsakynnum bankans í dag. 5. apríl 2018 15:22