Forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 17:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. VÍSIR/ANTON BRINK Það er mat Seðlabanka Íslands að nú séu efnahagslegar forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta. Forsendur eru þó ekki fyrir hendi til að hefja lækkun sérstakrar bindiskyldu. Þá verður gripið til aðgerða á næstunni til að bæta afkomu bankans en eiginfjárstaða hans hefur verið neikvæð undanfarin misseri. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem ávarpaði viðstadda á ársfundi Seðlabanka Íslands, en fundurinn hófst klukkan 16 í húsakynnum bankans í dag.Lokaskref í losun fjármagnshafta Í ræðu sinni sagði Már það vera mat Seðlabankans að þó að fjármagnshöft hafi að langmestu leyti verið losuð í mars 2017, séu enn í gildi ákveðnar takmarkanir. Þessar takmarkanir þurfi að afnema. Þá séu nú efnahagslegar forsendur til að taka lokaskref í losun fjármagnshafta. „Það er mat Seðlabankans að efnahagslegar forsendur séu til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta. Það á líka við um aflandskrónur en þær nema nú um 3½% af landsframleiðslu en voru rúm 40% eftir að fjármagnshöft voru fyrst sett á undir árslok 2008. Það verður hins vegar ekki gert nema með lagabreytingu,“ sagði Már. Seðlabankinn telur þó að ekki séu enn forsendur til að hefja lækkun hinnar sérstöku bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi á skuldabréfamarkað og í hávaxtainnstæður. Gangi spár hins vegar eftir munu aðstæður til að lækka bindiskylduna batna á komandi misserum. Grípa til aðgerða til að bæta afkomu bankans Framreikningar sem gerðir voru á síðasta ári bentu jafnframt til þess að afkoma Seðlabankans yrði neikvæð um 18 milljarða króna á ári, en Már sagði tapið nú hafa minnkað í 15 milljarða. Neikvætt eigið fé þýði þó ekki að seðlabankar standi frammi fyrir gjaldþroti. „Seðlabankar verða ekki gjaldþrota, að minnsta kosti ekki í hefðbundinni merkingu, þótt þeir hafi neikvætt eigið fé enda hafa margir virtir seðlabankar búið við það yfir lengri eða skemmri tíma,“ sagði Már. Eigi að síður geti það verið óheppilegt að Seðlabankinn verði með verulega neikvætt eigið fé. „Á næstunni verður því gripið til margvíslegra aðgerða til að bæta afkomu bankans, þ.m.t. í gegnum óbeina þátttöku innlendra viðskiptabanka í kostnaði við forðann. Þá gæti komið til innköllunar hluta þess eigin fjár sem heimilt er að kalla inn frá ríkissjóði samkvæmt lögum,“ sagði Már í ræðu sinni. Efnahagsmál Tengdar fréttir Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. 14. mars 2018 18:45 Bein útsending: Ársfundur Seðlabanka Íslands Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa ársfund Seðlabanka Íslands sem fram fer í húsakynnum bankans í dag. 5. apríl 2018 15:22 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Það er mat Seðlabanka Íslands að nú séu efnahagslegar forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta. Forsendur eru þó ekki fyrir hendi til að hefja lækkun sérstakrar bindiskyldu. Þá verður gripið til aðgerða á næstunni til að bæta afkomu bankans en eiginfjárstaða hans hefur verið neikvæð undanfarin misseri. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem ávarpaði viðstadda á ársfundi Seðlabanka Íslands, en fundurinn hófst klukkan 16 í húsakynnum bankans í dag.Lokaskref í losun fjármagnshafta Í ræðu sinni sagði Már það vera mat Seðlabankans að þó að fjármagnshöft hafi að langmestu leyti verið losuð í mars 2017, séu enn í gildi ákveðnar takmarkanir. Þessar takmarkanir þurfi að afnema. Þá séu nú efnahagslegar forsendur til að taka lokaskref í losun fjármagnshafta. „Það er mat Seðlabankans að efnahagslegar forsendur séu til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta. Það á líka við um aflandskrónur en þær nema nú um 3½% af landsframleiðslu en voru rúm 40% eftir að fjármagnshöft voru fyrst sett á undir árslok 2008. Það verður hins vegar ekki gert nema með lagabreytingu,“ sagði Már. Seðlabankinn telur þó að ekki séu enn forsendur til að hefja lækkun hinnar sérstöku bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi á skuldabréfamarkað og í hávaxtainnstæður. Gangi spár hins vegar eftir munu aðstæður til að lækka bindiskylduna batna á komandi misserum. Grípa til aðgerða til að bæta afkomu bankans Framreikningar sem gerðir voru á síðasta ári bentu jafnframt til þess að afkoma Seðlabankans yrði neikvæð um 18 milljarða króna á ári, en Már sagði tapið nú hafa minnkað í 15 milljarða. Neikvætt eigið fé þýði þó ekki að seðlabankar standi frammi fyrir gjaldþroti. „Seðlabankar verða ekki gjaldþrota, að minnsta kosti ekki í hefðbundinni merkingu, þótt þeir hafi neikvætt eigið fé enda hafa margir virtir seðlabankar búið við það yfir lengri eða skemmri tíma,“ sagði Már. Eigi að síður geti það verið óheppilegt að Seðlabankinn verði með verulega neikvætt eigið fé. „Á næstunni verður því gripið til margvíslegra aðgerða til að bæta afkomu bankans, þ.m.t. í gegnum óbeina þátttöku innlendra viðskiptabanka í kostnaði við forðann. Þá gæti komið til innköllunar hluta þess eigin fjár sem heimilt er að kalla inn frá ríkissjóði samkvæmt lögum,“ sagði Már í ræðu sinni.
Efnahagsmál Tengdar fréttir Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. 14. mars 2018 18:45 Bein útsending: Ársfundur Seðlabanka Íslands Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa ársfund Seðlabanka Íslands sem fram fer í húsakynnum bankans í dag. 5. apríl 2018 15:22 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. 14. mars 2018 18:45
Bein útsending: Ársfundur Seðlabanka Íslands Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa ársfund Seðlabanka Íslands sem fram fer í húsakynnum bankans í dag. 5. apríl 2018 15:22