Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Gissur Sigurðsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 6. apríl 2018 08:40 Geymslur loguðu í gær og ljóst að tjón er margvíslegt og mikið. Vísir/eyþór Lögregla hefur í dag rannsókn á stórbrunanum í Miðhrauni í gær. Verður byrjað á að skoða upptökur úr öryggismyndavélum. Enn logar í glæðum, sem koma í ljós eftir því sem krabbi grefur sig inn í brunarústirnar. Slökkviliðsmönnum var fækkað á vettvangi klukkan fimm í morgun en sjö standa þar vaktina og slökkva jafn harðan í glæðum, sem leynast í svonefndum eldhreiðrum og reyk leggur enn upp úr rústunum, lögregla vaktar einnig svæðið. Eins og kom fram á Vísi í morgun fraus á svæðinu í nótt sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir þar sem vatn fór að stífna í slöngum og hált varð á vettvangi. Enn er ekkert vitað um eldsupptök og er hefðbundin rannsókn á vettvangi ekki hafin þar sem ekki er enn óhætt að fara inn í rústirnar vegna hættu á hruni. Þónokkrar eftirlitsmyndavélar voru í húsakynnum Geymslna og verða upptökur úr þeim, sem ekki skemmdust, skoðaðar í dag í von um að þær geti varpað einhverju ljósi á hvernig þetta gerðist. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið handtekinn vegna grunsamlegs háttalags á staðnum í gær. Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í morgun að það líti út fyrir að nú sjái fyrir endann á slökkvistarfi á vettvangi. Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi. Skoða þarf síðustu samþykktu teikningar hússins og sjá hvað þær hljóðuðu upp á og hvort starfsemin í húsinu sé akkúrat sú sama og átti að vera miðað við teikningar. Samhliða miklu álagi á slökkviliðsmenn á vettvangi í Miðhrauni í nótt, þurftu þeir að sinna yfir hundrað sjúkraflutningum frá því klukkan átta í gærmorgun til klukkan sex í morgun. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Kanna hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, segir slökkviliðsstjóri. 5. apríl 2018 15:48 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Lögregla hefur í dag rannsókn á stórbrunanum í Miðhrauni í gær. Verður byrjað á að skoða upptökur úr öryggismyndavélum. Enn logar í glæðum, sem koma í ljós eftir því sem krabbi grefur sig inn í brunarústirnar. Slökkviliðsmönnum var fækkað á vettvangi klukkan fimm í morgun en sjö standa þar vaktina og slökkva jafn harðan í glæðum, sem leynast í svonefndum eldhreiðrum og reyk leggur enn upp úr rústunum, lögregla vaktar einnig svæðið. Eins og kom fram á Vísi í morgun fraus á svæðinu í nótt sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir þar sem vatn fór að stífna í slöngum og hált varð á vettvangi. Enn er ekkert vitað um eldsupptök og er hefðbundin rannsókn á vettvangi ekki hafin þar sem ekki er enn óhætt að fara inn í rústirnar vegna hættu á hruni. Þónokkrar eftirlitsmyndavélar voru í húsakynnum Geymslna og verða upptökur úr þeim, sem ekki skemmdust, skoðaðar í dag í von um að þær geti varpað einhverju ljósi á hvernig þetta gerðist. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið handtekinn vegna grunsamlegs háttalags á staðnum í gær. Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í morgun að það líti út fyrir að nú sjái fyrir endann á slökkvistarfi á vettvangi. Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi. Skoða þarf síðustu samþykktu teikningar hússins og sjá hvað þær hljóðuðu upp á og hvort starfsemin í húsinu sé akkúrat sú sama og átti að vera miðað við teikningar. Samhliða miklu álagi á slökkviliðsmenn á vettvangi í Miðhrauni í nótt, þurftu þeir að sinna yfir hundrað sjúkraflutningum frá því klukkan átta í gærmorgun til klukkan sex í morgun.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Kanna hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, segir slökkviliðsstjóri. 5. apríl 2018 15:48 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Kanna hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, segir slökkviliðsstjóri. 5. apríl 2018 15:48
Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45