Innlent

Freyja Steingrímsdóttir ráðin aðstoðarmaður Loga Einarssonar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Freyja Steingrímsdóttir.
Freyja Steingrímsdóttir. Mynd/Samfylkingin
Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmála- og upplýsingaráðgjafi, hefur verið ráðin pólitískur ráðgjafi Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni.

Freyja hefur síðustu ár starfað við stjórnun herferða og almannatengsl, nú síðast fyrir Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þá hefur hún m.a. starfað sem verkefnastjóri fyrir Evrópuþingkosningar, unnið að upplýsingamálum fyrir Eftirlitsstofnun EFTA og sinnt stjórnmála- og upplýsingaráðgjöf víða um Evrópu og í Bandaríkjunum fyrir fyrirtækið Indigo Strategies.

Freyja er fædd 1989 og er menntuð í stjórnmála- og jafnréttisfræðum. Hún hefur auk þess unnið að margvíslegu félagsstarfi, t.d. fyrir Stúdentaráð, Unga Evrópusinna, Já Ísland, Leaderise (Young Women who Lead) og Samfylkinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×