Ekki hægt að koma í veg fyrir að mítillinn berist úr sóttkvínni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. mars 2018 14:48 Skrautfuglarnir eru af mörgum stærðum og gerðum. Skjáskot/Stöð 2 Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. Mítillinn hefur aldrei áður greinst hér á landi en um er að ræða einn alvarlegasta sjúkdómsvaldinn á alifuglabúum í Norður-Ameríku. Greint var fráþví í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Matvælastofnun hafi gefið eigendum gæludýraverslunarinnar Dýraríkinu í Holtagörðum frest til 4. apríl til að senda 358 unga skrautfugla úr landi eða láta aflífa þá, vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fuglinum. Eigandi verslunarinnar kvaðst í samtali við fréttastofu í gær undrandi yfir ákvörðun MAST og taldi meðalhófs ekki vera gætt meðþví að fara fram á aflífun. Í tilkynningu sem barst frá Matvælastofnun í dag segir að um 12 þúsund mítlar og yfir 12 þúsund egg hafi greinst á fuglinum og taldar séu verulegar líkur á að smit hafi þegar breiðst út á meðal fuglanna sem nú eru í sóttkví. Mítillinn sem um ræðir getur herjað á ýmsar gerðir fugla en hann sýgur úr þeim blóð og veldur þeim miklum óþægindum. Þá hefur hann neikvæð áhrif á vöxt og varp og getur valdið dauða. Mítillinn getur lifaðí margar vikur í umhverfi fuglanna og mjög erfitt er aðútrýma honum aðþví er segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Þá geti mítillinn borist á önnur dýr, fólk og ýmiss konar búnað og þannig breiðst út. Bærist slíkt smit í fugla á Íslandi gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, hvort sem litið sé til dýraheilbrigðis, dýravelferðar eða fjárhagslegs tjóns. Matvælastofnun kveðst hafa í grundað þann möguleika að útrýma Norræna fuglamítlinum úr sóttkvínni en hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri nægilega tryggt að meðhöndlun bæri árangur. Lítur stofnunin svo á að ekki verði með óyggjandi hætti hægt að koma í veg fyrir að hann berist inn í landið út úr sóttkvínni. Dýr Tengdar fréttir Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. Mítillinn hefur aldrei áður greinst hér á landi en um er að ræða einn alvarlegasta sjúkdómsvaldinn á alifuglabúum í Norður-Ameríku. Greint var fráþví í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Matvælastofnun hafi gefið eigendum gæludýraverslunarinnar Dýraríkinu í Holtagörðum frest til 4. apríl til að senda 358 unga skrautfugla úr landi eða láta aflífa þá, vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fuglinum. Eigandi verslunarinnar kvaðst í samtali við fréttastofu í gær undrandi yfir ákvörðun MAST og taldi meðalhófs ekki vera gætt meðþví að fara fram á aflífun. Í tilkynningu sem barst frá Matvælastofnun í dag segir að um 12 þúsund mítlar og yfir 12 þúsund egg hafi greinst á fuglinum og taldar séu verulegar líkur á að smit hafi þegar breiðst út á meðal fuglanna sem nú eru í sóttkví. Mítillinn sem um ræðir getur herjað á ýmsar gerðir fugla en hann sýgur úr þeim blóð og veldur þeim miklum óþægindum. Þá hefur hann neikvæð áhrif á vöxt og varp og getur valdið dauða. Mítillinn getur lifaðí margar vikur í umhverfi fuglanna og mjög erfitt er aðútrýma honum aðþví er segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Þá geti mítillinn borist á önnur dýr, fólk og ýmiss konar búnað og þannig breiðst út. Bærist slíkt smit í fugla á Íslandi gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, hvort sem litið sé til dýraheilbrigðis, dýravelferðar eða fjárhagslegs tjóns. Matvælastofnun kveðst hafa í grundað þann möguleika að útrýma Norræna fuglamítlinum úr sóttkvínni en hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri nægilega tryggt að meðhöndlun bæri árangur. Lítur stofnunin svo á að ekki verði með óyggjandi hætti hægt að koma í veg fyrir að hann berist inn í landið út úr sóttkvínni.
Dýr Tengdar fréttir Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30