Skipverjarnir áttu ekki að leggja blómsveig á leiði Birnu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2018 15:09 Þá hefur blátt bann verið sett við myndatökum í kirkjugörðunum. Mynd tengist fréttinni ekki beint. vísir/stefán Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir áhöfn togarans Polar Nanoq ekki hafa átt neitt með að leggja blómsveig á leiði Birnu Brjánsdóttur í Fossvogskirkjugarði. Þá segir hann að hafa þurfi samráð með nánustu ættingjum vilji fólk setja kransa á leiði fólks í görðunum, að því er segir í fréttatilkynningu frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Vísir greindi frá því á dögunum að skipverjar togarans Polar Nanoq hafi látið leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur snemma í mars. Í fréttum grænlenskra fjölmiðla sagði að með sveignum hafi áhöfnin viljað minnast þess að ár hafi verið liðið frá andláti Birnu. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, hefur sagst upplifa gjörning sjómannanna sem virðingarleysi.Nauðsynlegt að fá leyfi frá aðstandendum Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma, segir í fréttatilkynningu vegna málsins að samkvæmt reglum kirkjugarðanna ráði aðstandendur því hvað sett sé á leiði til að prýða það, t.d. hvort þar séu gróðursett blóm eða annað. „Ef einhver vinur eða fjarskyldur ættingi finnur hvöt hjá sér til að setja blómsveig eða krans á leiði, nokkru eða löngu eftir jarðsetningu til að sýna virðingu, þarf viðkomandi að hafa um það samráð og fá leyfi til þess hjá nánustu aðstandendum,“ segir í tilkynningu. Segir þá hafa brotið reglur um myndatökur Þá vill Þórsteinn koma því á framfæri að með hliðsjón af þessu hefði áhöfnin ekki átt að setja blómsveiginn á leiðið. Framkvæmdin hafi auk þess verið röng. „Áhöfn togarans átti ekkert með að setja blómsveig á leiði Birnu svo löngu eftir jarðsetningu hennar nema með leyfi nánustu aðstandenda. Ég er ekki með þessu að segja að blómsveigur áhafnarinnar hafi ekki verið virðingarvottur, ég er hér að tala um framkvæmdina, hún var röng. Hefði áhöfnin kynnt sér áður hvaða viðhorf aðstandendur hefðu til þessa, hefði komið í ljós að þeir kærðu sig ekki um slíkt og sú ákvörðun hefði ráðið framhaldinu,“ segir í tilkynningu. Þá heldur Þórsteinn því fram að blátt bann hafi verið sett við myndatökum í kirkjugörðunum nema tryggt sé að ekki komi fram nöfn og áletranir á minningarmörkum. Þetta hafi verið þverbrotið í áðurnefndu tilviki. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjar Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Skipverjar grænlenska togarans Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur í síðustu viku. 20. mars 2018 14:56 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir áhöfn togarans Polar Nanoq ekki hafa átt neitt með að leggja blómsveig á leiði Birnu Brjánsdóttur í Fossvogskirkjugarði. Þá segir hann að hafa þurfi samráð með nánustu ættingjum vilji fólk setja kransa á leiði fólks í görðunum, að því er segir í fréttatilkynningu frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Vísir greindi frá því á dögunum að skipverjar togarans Polar Nanoq hafi látið leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur snemma í mars. Í fréttum grænlenskra fjölmiðla sagði að með sveignum hafi áhöfnin viljað minnast þess að ár hafi verið liðið frá andláti Birnu. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, hefur sagst upplifa gjörning sjómannanna sem virðingarleysi.Nauðsynlegt að fá leyfi frá aðstandendum Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma, segir í fréttatilkynningu vegna málsins að samkvæmt reglum kirkjugarðanna ráði aðstandendur því hvað sett sé á leiði til að prýða það, t.d. hvort þar séu gróðursett blóm eða annað. „Ef einhver vinur eða fjarskyldur ættingi finnur hvöt hjá sér til að setja blómsveig eða krans á leiði, nokkru eða löngu eftir jarðsetningu til að sýna virðingu, þarf viðkomandi að hafa um það samráð og fá leyfi til þess hjá nánustu aðstandendum,“ segir í tilkynningu. Segir þá hafa brotið reglur um myndatökur Þá vill Þórsteinn koma því á framfæri að með hliðsjón af þessu hefði áhöfnin ekki átt að setja blómsveiginn á leiðið. Framkvæmdin hafi auk þess verið röng. „Áhöfn togarans átti ekkert með að setja blómsveig á leiði Birnu svo löngu eftir jarðsetningu hennar nema með leyfi nánustu aðstandenda. Ég er ekki með þessu að segja að blómsveigur áhafnarinnar hafi ekki verið virðingarvottur, ég er hér að tala um framkvæmdina, hún var röng. Hefði áhöfnin kynnt sér áður hvaða viðhorf aðstandendur hefðu til þessa, hefði komið í ljós að þeir kærðu sig ekki um slíkt og sú ákvörðun hefði ráðið framhaldinu,“ segir í tilkynningu. Þá heldur Þórsteinn því fram að blátt bann hafi verið sett við myndatökum í kirkjugörðunum nema tryggt sé að ekki komi fram nöfn og áletranir á minningarmörkum. Þetta hafi verið þverbrotið í áðurnefndu tilviki.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjar Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Skipverjar grænlenska togarans Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur í síðustu viku. 20. mars 2018 14:56 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Skipverjar Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Skipverjar grænlenska togarans Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur í síðustu viku. 20. mars 2018 14:56