Segir tollastríð sjaldan enda vel Hersir Aron Ólafsson skrifar 4. mars 2018 22:00 Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. Kaldar kveðjur hafa gengið milli Trumps Bandaríkjaforseta og forystumanna ESB eftir að sá fyrrnefndi kynnti nýja tolla á innflutt ál og stál á fimmtudag. Forseti framkvæmdastjórnar ESB svaraði um hæl og sagði til skoðunar að leggja sérstaka tolla á bandarískar vörur á borð við viskí, Levi‘s gallabuxur og Harley Davidson mótorhjól. Trump er hins vegar hvergi banginn og sagði í tísti í gærkvöldi að ef Evrópuríki ætluðu að skattleggja bandarískar vörur enn meira, myndi ríkisstjórn hans hækka skatta á evrópska bíla. Ásgeir Jónsson, hagfræðidósent við HÍ, segir að tollastríð af þessu tagi hafi sjaldan endað vel. „Þetta var einmitt það sem gerðist árið 1929 í byrjun kreppunnar miklu. Þá lögðu Bandaríkjamenn á tolla, þeim var svarað af öðrum löndum og þetta vatt upp á sig.“ Nýir tollar Trumps eru ekki komnir til framkvæmdar, en bent hefur verið á að reglur og samþykktir Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eigi að koma í veg fyrir að hægt sé að skella á nýjum tollum sísvona. „Hann er að vísa í einhver lög um þjóðaröryggi landsins. Hann heldur því fram að það varði við þjóðaröryggi landsins að Bandaríkjamenn noti bandarískt stál og ál,“ segir Ásgeir.Engin bein áhrif á íslenskan áliðnað Íslendingar framleiða og flytja út umtalsvert magn af áli og eiga mikla hagsmuni í greininni. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, telur hins vegar ólíklegt að útspil Trumps hafi mikil áhrif á íslenska hagsmuni. „Það ál sem framleitt er hérna fer fyrst og fremst bara á Evrópumarkað,“ segir Pétur. Hann bendir á að þrátt fyrir hörð viðbrögð í Evrópu, sé tollum Trumps líklega helst beint að Kínverjum, sem framleiða og flytja út sífellt meira af áli. „Það er kannski rótin að því sem Bandaríkjamenn eru að bregðast við. Obama hóf þetta ferli á sínum tíma og Trump leiddi það svo áfram. Kínverjar framleiða núna yfir helming als frumframleidds áls í heiminum,“ bendir Pétur á. Ásgeir bendir á að þótt tollarnir snerti Íslendinga ekki beint, gætu þeir haft óbein áhrif. „Það gætu verið afleidd áhrif ef álverð lækkar á heimsmarkaði.“ Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. Kaldar kveðjur hafa gengið milli Trumps Bandaríkjaforseta og forystumanna ESB eftir að sá fyrrnefndi kynnti nýja tolla á innflutt ál og stál á fimmtudag. Forseti framkvæmdastjórnar ESB svaraði um hæl og sagði til skoðunar að leggja sérstaka tolla á bandarískar vörur á borð við viskí, Levi‘s gallabuxur og Harley Davidson mótorhjól. Trump er hins vegar hvergi banginn og sagði í tísti í gærkvöldi að ef Evrópuríki ætluðu að skattleggja bandarískar vörur enn meira, myndi ríkisstjórn hans hækka skatta á evrópska bíla. Ásgeir Jónsson, hagfræðidósent við HÍ, segir að tollastríð af þessu tagi hafi sjaldan endað vel. „Þetta var einmitt það sem gerðist árið 1929 í byrjun kreppunnar miklu. Þá lögðu Bandaríkjamenn á tolla, þeim var svarað af öðrum löndum og þetta vatt upp á sig.“ Nýir tollar Trumps eru ekki komnir til framkvæmdar, en bent hefur verið á að reglur og samþykktir Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eigi að koma í veg fyrir að hægt sé að skella á nýjum tollum sísvona. „Hann er að vísa í einhver lög um þjóðaröryggi landsins. Hann heldur því fram að það varði við þjóðaröryggi landsins að Bandaríkjamenn noti bandarískt stál og ál,“ segir Ásgeir.Engin bein áhrif á íslenskan áliðnað Íslendingar framleiða og flytja út umtalsvert magn af áli og eiga mikla hagsmuni í greininni. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, telur hins vegar ólíklegt að útspil Trumps hafi mikil áhrif á íslenska hagsmuni. „Það ál sem framleitt er hérna fer fyrst og fremst bara á Evrópumarkað,“ segir Pétur. Hann bendir á að þrátt fyrir hörð viðbrögð í Evrópu, sé tollum Trumps líklega helst beint að Kínverjum, sem framleiða og flytja út sífellt meira af áli. „Það er kannski rótin að því sem Bandaríkjamenn eru að bregðast við. Obama hóf þetta ferli á sínum tíma og Trump leiddi það svo áfram. Kínverjar framleiða núna yfir helming als frumframleidds áls í heiminum,“ bendir Pétur á. Ásgeir bendir á að þótt tollarnir snerti Íslendinga ekki beint, gætu þeir haft óbein áhrif. „Það gætu verið afleidd áhrif ef álverð lækkar á heimsmarkaði.“
Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira