Segir tollastríð sjaldan enda vel Hersir Aron Ólafsson skrifar 4. mars 2018 22:00 Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. Kaldar kveðjur hafa gengið milli Trumps Bandaríkjaforseta og forystumanna ESB eftir að sá fyrrnefndi kynnti nýja tolla á innflutt ál og stál á fimmtudag. Forseti framkvæmdastjórnar ESB svaraði um hæl og sagði til skoðunar að leggja sérstaka tolla á bandarískar vörur á borð við viskí, Levi‘s gallabuxur og Harley Davidson mótorhjól. Trump er hins vegar hvergi banginn og sagði í tísti í gærkvöldi að ef Evrópuríki ætluðu að skattleggja bandarískar vörur enn meira, myndi ríkisstjórn hans hækka skatta á evrópska bíla. Ásgeir Jónsson, hagfræðidósent við HÍ, segir að tollastríð af þessu tagi hafi sjaldan endað vel. „Þetta var einmitt það sem gerðist árið 1929 í byrjun kreppunnar miklu. Þá lögðu Bandaríkjamenn á tolla, þeim var svarað af öðrum löndum og þetta vatt upp á sig.“ Nýir tollar Trumps eru ekki komnir til framkvæmdar, en bent hefur verið á að reglur og samþykktir Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eigi að koma í veg fyrir að hægt sé að skella á nýjum tollum sísvona. „Hann er að vísa í einhver lög um þjóðaröryggi landsins. Hann heldur því fram að það varði við þjóðaröryggi landsins að Bandaríkjamenn noti bandarískt stál og ál,“ segir Ásgeir.Engin bein áhrif á íslenskan áliðnað Íslendingar framleiða og flytja út umtalsvert magn af áli og eiga mikla hagsmuni í greininni. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, telur hins vegar ólíklegt að útspil Trumps hafi mikil áhrif á íslenska hagsmuni. „Það ál sem framleitt er hérna fer fyrst og fremst bara á Evrópumarkað,“ segir Pétur. Hann bendir á að þrátt fyrir hörð viðbrögð í Evrópu, sé tollum Trumps líklega helst beint að Kínverjum, sem framleiða og flytja út sífellt meira af áli. „Það er kannski rótin að því sem Bandaríkjamenn eru að bregðast við. Obama hóf þetta ferli á sínum tíma og Trump leiddi það svo áfram. Kínverjar framleiða núna yfir helming als frumframleidds áls í heiminum,“ bendir Pétur á. Ásgeir bendir á að þótt tollarnir snerti Íslendinga ekki beint, gætu þeir haft óbein áhrif. „Það gætu verið afleidd áhrif ef álverð lækkar á heimsmarkaði.“ Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. Kaldar kveðjur hafa gengið milli Trumps Bandaríkjaforseta og forystumanna ESB eftir að sá fyrrnefndi kynnti nýja tolla á innflutt ál og stál á fimmtudag. Forseti framkvæmdastjórnar ESB svaraði um hæl og sagði til skoðunar að leggja sérstaka tolla á bandarískar vörur á borð við viskí, Levi‘s gallabuxur og Harley Davidson mótorhjól. Trump er hins vegar hvergi banginn og sagði í tísti í gærkvöldi að ef Evrópuríki ætluðu að skattleggja bandarískar vörur enn meira, myndi ríkisstjórn hans hækka skatta á evrópska bíla. Ásgeir Jónsson, hagfræðidósent við HÍ, segir að tollastríð af þessu tagi hafi sjaldan endað vel. „Þetta var einmitt það sem gerðist árið 1929 í byrjun kreppunnar miklu. Þá lögðu Bandaríkjamenn á tolla, þeim var svarað af öðrum löndum og þetta vatt upp á sig.“ Nýir tollar Trumps eru ekki komnir til framkvæmdar, en bent hefur verið á að reglur og samþykktir Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eigi að koma í veg fyrir að hægt sé að skella á nýjum tollum sísvona. „Hann er að vísa í einhver lög um þjóðaröryggi landsins. Hann heldur því fram að það varði við þjóðaröryggi landsins að Bandaríkjamenn noti bandarískt stál og ál,“ segir Ásgeir.Engin bein áhrif á íslenskan áliðnað Íslendingar framleiða og flytja út umtalsvert magn af áli og eiga mikla hagsmuni í greininni. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, telur hins vegar ólíklegt að útspil Trumps hafi mikil áhrif á íslenska hagsmuni. „Það ál sem framleitt er hérna fer fyrst og fremst bara á Evrópumarkað,“ segir Pétur. Hann bendir á að þrátt fyrir hörð viðbrögð í Evrópu, sé tollum Trumps líklega helst beint að Kínverjum, sem framleiða og flytja út sífellt meira af áli. „Það er kannski rótin að því sem Bandaríkjamenn eru að bregðast við. Obama hóf þetta ferli á sínum tíma og Trump leiddi það svo áfram. Kínverjar framleiða núna yfir helming als frumframleidds áls í heiminum,“ bendir Pétur á. Ásgeir bendir á að þótt tollarnir snerti Íslendinga ekki beint, gætu þeir haft óbein áhrif. „Það gætu verið afleidd áhrif ef álverð lækkar á heimsmarkaði.“
Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira