Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. mars 2018 08:00 Hörður Guðmundsson. „Mér hefur alltaf fundist þessi umræða um flugvöll úti í Hvassahrauni vera út í hött,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis. Hann segir niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar, sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu, ekki koma sér á óvart. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja 59 prósent þeirra sem afstöðu tóku hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, 30 prósent vilja ekki hafa hann þar en 11 prósent eru hlutlaus í afstöðu sinni. Þegar svörin eru skoðuð í heild kemur fram að 54 prósent vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, 28 prósent vilja ekki hafa hann þar áfram, 10 prósent eru hlutlaus, 4 prósent hafa ekki gert upp hug sinn og þrjú prósent neita að svara spurningunni. Þegar svörin eru greind eftir aldri sést að fólk í aldurshópnum 50 ára og eldri er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni en þeir sem eru á aldrinum 18-49 ára. Þá vekur það líka athygli að konur eru líklegri til að vilja hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni en karlar. Hörður segir að hver nefndin hafi verið skipuð á eftir annarri til að kanna hvar Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera. „Það hefur verið Rögnunefndin og fleiri nefndir og alltaf er borgarstjóri leiddur til hásætis í nefndinni. Hann hefur nú yfirleitt bara eyðilagt þessar nefndir af því að það hafa aldrei komið nein skýr svör,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir flýgur til sex staða á landsbyggðinni. „Fjölmörg fyrirtæki eru að þjónusta landsbyggðina og landsbyggðin er að sækja til Reykjavíkur þannig að þetta er svona „win win“ fyrir báða aðila að hafa flugvöllinn og samgöngur í lagi,“ segir Hörður og ítrekar að sér finnist umræða um flugvöll í Hvassahrauni algerlega út í hött. „Þessi umræða er bara ekki alveg í lagi og ég veit eiginlega ekkert hvernig hún verður til.“Aðferð Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Viltu hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni? 93 prósent þeirra sem svöruðu tóku afstöðu til spurningarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00 Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
„Mér hefur alltaf fundist þessi umræða um flugvöll úti í Hvassahrauni vera út í hött,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis. Hann segir niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar, sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu, ekki koma sér á óvart. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja 59 prósent þeirra sem afstöðu tóku hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, 30 prósent vilja ekki hafa hann þar en 11 prósent eru hlutlaus í afstöðu sinni. Þegar svörin eru skoðuð í heild kemur fram að 54 prósent vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, 28 prósent vilja ekki hafa hann þar áfram, 10 prósent eru hlutlaus, 4 prósent hafa ekki gert upp hug sinn og þrjú prósent neita að svara spurningunni. Þegar svörin eru greind eftir aldri sést að fólk í aldurshópnum 50 ára og eldri er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni en þeir sem eru á aldrinum 18-49 ára. Þá vekur það líka athygli að konur eru líklegri til að vilja hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni en karlar. Hörður segir að hver nefndin hafi verið skipuð á eftir annarri til að kanna hvar Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera. „Það hefur verið Rögnunefndin og fleiri nefndir og alltaf er borgarstjóri leiddur til hásætis í nefndinni. Hann hefur nú yfirleitt bara eyðilagt þessar nefndir af því að það hafa aldrei komið nein skýr svör,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir flýgur til sex staða á landsbyggðinni. „Fjölmörg fyrirtæki eru að þjónusta landsbyggðina og landsbyggðin er að sækja til Reykjavíkur þannig að þetta er svona „win win“ fyrir báða aðila að hafa flugvöllinn og samgöngur í lagi,“ segir Hörður og ítrekar að sér finnist umræða um flugvöll í Hvassahrauni algerlega út í hött. „Þessi umræða er bara ekki alveg í lagi og ég veit eiginlega ekkert hvernig hún verður til.“Aðferð Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Viltu hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni? 93 prósent þeirra sem svöruðu tóku afstöðu til spurningarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00 Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00
Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30