„Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2018 10:13 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir tíma til kominn að þingmenn taki afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki. Vísir/Anton Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. Ef allir þingmenn stjórnarandstöðunnar styðja tillöguna þarf fjóra stjórnarþingmenn til viðbótar svo tillagan verði samþykkt. Tveir þingmenn Vinstri grænna, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þegar hann var lagður fyrir flokksráðsfund VG í nóvember. Í samtali við Vísi daginn eftir kvaðst Rósa Björk áskilja sér rétt til að taka afstöðu til mála sem fram koma eftir sinni sannfæringu.Sjá einnig:Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra „Núna liggja öll gögn málsins fyrir og eftir engu að bíða. Það er kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi aðspurð hvers vegna vantrauststillagan sé lögð fram nú. Hún segir raunhæft að tillagan komist á dagskrá á í dag og segir að flokkarnir sem leggi tillöguna fram stefni á það að verði gert. Hefð er fyrir því að taka vantrauststillögur fyrir eins fljótt og verða má.En hvers vegna er lagt fram vantraust á dómsmálaráðherra en ekki ríkisstjórnina? „„Því það er ráðherra sem nýtur ekki trausts. Það er hún sem gerðist brotleg við stjórnsýslulög, það er hún sem hefur verið dæmd tvívegis í Hæstarétti og hefur ekki sýnt eina einustu viðleitni til að bæta þar úr eða taka ábyrgð þar á. Þar með hefur hún gefið mjög skýr skilaboð um að hún muni ekkert láta þetta vera einu embættisathafnirnar þar sem að hún virðir að vettugi allar ráðleggingar og brýtur lög til þess að geta gert hlutina eftir eigin geðþótta. Þannig ráðherra er ekki treystandi. Ríkisstjórnin er alltaf líka að fara að verja sjálfa sig falli en hér erum við að athuga hvort að ríkisstjórnin og stjórnarliðar sætti sig virkilega við að hafa manneskju yfir málaflokkunum dómsmál, mannréttindamál, dómsmál sem virðir ekki grundvallarreglur réttarríkisins í sínum störfum,“ segir Þórhildur Sunna. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. Ef allir þingmenn stjórnarandstöðunnar styðja tillöguna þarf fjóra stjórnarþingmenn til viðbótar svo tillagan verði samþykkt. Tveir þingmenn Vinstri grænna, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þegar hann var lagður fyrir flokksráðsfund VG í nóvember. Í samtali við Vísi daginn eftir kvaðst Rósa Björk áskilja sér rétt til að taka afstöðu til mála sem fram koma eftir sinni sannfæringu.Sjá einnig:Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra „Núna liggja öll gögn málsins fyrir og eftir engu að bíða. Það er kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi aðspurð hvers vegna vantrauststillagan sé lögð fram nú. Hún segir raunhæft að tillagan komist á dagskrá á í dag og segir að flokkarnir sem leggi tillöguna fram stefni á það að verði gert. Hefð er fyrir því að taka vantrauststillögur fyrir eins fljótt og verða má.En hvers vegna er lagt fram vantraust á dómsmálaráðherra en ekki ríkisstjórnina? „„Því það er ráðherra sem nýtur ekki trausts. Það er hún sem gerðist brotleg við stjórnsýslulög, það er hún sem hefur verið dæmd tvívegis í Hæstarétti og hefur ekki sýnt eina einustu viðleitni til að bæta þar úr eða taka ábyrgð þar á. Þar með hefur hún gefið mjög skýr skilaboð um að hún muni ekkert láta þetta vera einu embættisathafnirnar þar sem að hún virðir að vettugi allar ráðleggingar og brýtur lög til þess að geta gert hlutina eftir eigin geðþótta. Þannig ráðherra er ekki treystandi. Ríkisstjórnin er alltaf líka að fara að verja sjálfa sig falli en hér erum við að athuga hvort að ríkisstjórnin og stjórnarliðar sætti sig virkilega við að hafa manneskju yfir málaflokkunum dómsmál, mannréttindamál, dómsmál sem virðir ekki grundvallarreglur réttarríkisins í sínum störfum,“ segir Þórhildur Sunna.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00
„Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21
Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26