Ungu stelpurnar okkar með stáltaugar og kynnast ABBA á vítapunktinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2018 16:00 Ungu vítaskytturnar Ingibjörg Sigurðardóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir og Agla María Albertsdóttir en fyrir neðan þær er hljómsveitin ABBA. Vísir/Samsett/Getty Íslenska kvennlandsliðið í fótbolta tryggði sér í gær sigur á silfurliði Dana í vítakeppni í gær en þetta var söguleg vítakeppni fyrir íslenskt A-landslið. Með því að vinna vítakeppnina 5-4 þá tryggðu stelpurnar okkar sér 9. sætið í keppninni en þær voru taplausar á móti gull- (Holland) og silfurliði (Danmörk) síðasta EM á Algarve mótinu í ár. Það lítur út fyrir að nýja vítaspyrnufyrirkomulagið henti okkur Íslendingum vel. Það gat í það minnsta ekki byrjað betur en í gær. Íslenska liðið nýtti þá allar fimm vítaspyrnur sínar. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið tók þátt í vítakeppni með ABBA fyrirkomulaginu. ABBA þýðir að liðin skiptast á því að taka fyrra vítið í hverri umferð. Liðið sem tekur fyrst vítaspyrnuna í fyrstu umferð (víti númer eitt) tekur ekki næsta víti sitt fyrr en að hitt liðið er búið að taka tvö víti. Liðin skiptast því á að vera með pressuna á sér. FIFA ákvað að taka þetta kerfi upp til að auka jafnræðið á milli liðsins sem byrjar vítakeppnina og hins liðsins sem var oft með miklu meiri pressu á sér í sínum vítum. Ingibjörg Sigurðardóttir og Rakel Hönnudóttir tóku tvær vítaspyrnur í röð og það gerðu einnig þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Agla María Albertsdóttir. Sonný Lára Þráinsdóttir varði hinsvegar þriðju spyrnu Dana og sú markvarsla tryggði liðinu sigurinn. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir innsiglaði hann með því að skora úr lokaspyrnunni. Ungu stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu eru greinilega með sterkar taugar því þrjár af þeim yngri skoruðu úr sínum vítaspyrnum í vítakeppninni á móti Danmörku í gær. Reynsluboltarnir Rakel Hönnudóttir (fædd 1988) og Anna Björk Kristjánsdóttir (fædd 1989) skoruðu báðar úr sínum vítaspyrnum en það gerðu einnig þær Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (fædd 1996), Ingibjörg Sigurðardóttir (fædd 1997) og Agla María Albertsdóttir (fædd 1999). Það hefði verið við hæfi að spila ABBA í rútu íslensku stelpnanna á leiðinni upp á hótel en það hefur ekki fengið staðfest hvort að stelpurnar hafi spilað „The Winner Takes It All", „Name of the Game", „Knowing Me Knowing You", „Take a Chance on Me" eða „Dancing Queen" eftir sigurinn á Dönum í gær. Þær fengu kannski nóg af ABBA á vítapunktinum. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Íslenska kvennlandsliðið í fótbolta tryggði sér í gær sigur á silfurliði Dana í vítakeppni í gær en þetta var söguleg vítakeppni fyrir íslenskt A-landslið. Með því að vinna vítakeppnina 5-4 þá tryggðu stelpurnar okkar sér 9. sætið í keppninni en þær voru taplausar á móti gull- (Holland) og silfurliði (Danmörk) síðasta EM á Algarve mótinu í ár. Það lítur út fyrir að nýja vítaspyrnufyrirkomulagið henti okkur Íslendingum vel. Það gat í það minnsta ekki byrjað betur en í gær. Íslenska liðið nýtti þá allar fimm vítaspyrnur sínar. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið tók þátt í vítakeppni með ABBA fyrirkomulaginu. ABBA þýðir að liðin skiptast á því að taka fyrra vítið í hverri umferð. Liðið sem tekur fyrst vítaspyrnuna í fyrstu umferð (víti númer eitt) tekur ekki næsta víti sitt fyrr en að hitt liðið er búið að taka tvö víti. Liðin skiptast því á að vera með pressuna á sér. FIFA ákvað að taka þetta kerfi upp til að auka jafnræðið á milli liðsins sem byrjar vítakeppnina og hins liðsins sem var oft með miklu meiri pressu á sér í sínum vítum. Ingibjörg Sigurðardóttir og Rakel Hönnudóttir tóku tvær vítaspyrnur í röð og það gerðu einnig þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Agla María Albertsdóttir. Sonný Lára Þráinsdóttir varði hinsvegar þriðju spyrnu Dana og sú markvarsla tryggði liðinu sigurinn. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir innsiglaði hann með því að skora úr lokaspyrnunni. Ungu stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu eru greinilega með sterkar taugar því þrjár af þeim yngri skoruðu úr sínum vítaspyrnum í vítakeppninni á móti Danmörku í gær. Reynsluboltarnir Rakel Hönnudóttir (fædd 1988) og Anna Björk Kristjánsdóttir (fædd 1989) skoruðu báðar úr sínum vítaspyrnum en það gerðu einnig þær Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (fædd 1996), Ingibjörg Sigurðardóttir (fædd 1997) og Agla María Albertsdóttir (fædd 1999). Það hefði verið við hæfi að spila ABBA í rútu íslensku stelpnanna á leiðinni upp á hótel en það hefur ekki fengið staðfest hvort að stelpurnar hafi spilað „The Winner Takes It All", „Name of the Game", „Knowing Me Knowing You", „Take a Chance on Me" eða „Dancing Queen" eftir sigurinn á Dönum í gær. Þær fengu kannski nóg af ABBA á vítapunktinum.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn