Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2018 14:44 Stáliðnaðarmaður í Kína. Verndartollunum er meðal annars ætlað að rétta af ójöfnuð í vöruskiptum Bandaríkjanna við Kína. Vísir/AFP Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti formlega í dag um verndartolla á stál og ál sem hann boðaði í síðustu viku. Ráðamenn í Evrópusambandinu og í Kína vara Trump við því að þeir muni bregðast hart við tollunum og svara í sömu mynt. Trump lýsti því skyndilega yfir í síðustu viku að hann ætlaði að leggja 25% toll á innflutt stál og 10% á ál. Grundvöllur tollana er niðurstaða skoðunar viðskiptaráðuneytisins um að innflutningurinn ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Fulltrúar stál- og áliðnaðarins í Bandaríkjumum hafa verið boðaðir í Hvíta húsið í dag fyrir tilkynningu um verndartollana. Enn er þó mjög á reyki hvort tollarnir verði þeir sömu og Trump hefur áður lýst eða hvort að náin viðskiptalönd eins og Kanada og Mexíkó fái undanþágur frá þeim. Boðaðir tollar hafa ekki farið vel í leiðtoga annarra þjóða og jafnvel ekki innanlands hjá mörgum félögum Trump í Repúblikanaflokknum. Innan Evrópusambandsins hefur meðal annars verið rætt um toll á bandarískar vörur sem yrði sérsniðnir til að koma illa við heimaríki leiðtoga repúblikana, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ef Donald Trump grípur til þessara aðgerða í kvöld erum við með heilt vopnabúr sem við getum notað til að svara,“ segir Pierre Moscovici, efnahagsmálastjóri Evrópusambandsins. Wang Yi, fjármálaráðherra Kína, segir að sagan sýni að viðskiptastríð séu ekki rétta leiðin til að leysa vandamál. Bandaríkjamenn og Kínverjar þurfi ekki vera andstæðingar. „Afleiðingin verður aðeins skaðleg,“ segir Yi.Kröfu Trump skeikaði um 99 milljarða dollara Trump hefur sakað Kínverjar um að grafa undan bandarískum iðnaði og störfum. Því vill hann takmarka innflutning á ódýrum vörum frá Kína. Í gær krafðist hann þess í tísti að kínversk stjórnvöld settu saman áætlun um hvernig viðskiptahalli Bandaríkjanna við Kína gæti minnkað um milljarð dollara. Sú upphæð kom sérfræðingum nokkuð á óvart enda er hún afar lágt hlutfall af vöruskiptajöfnuði sem var neikvæður um 375 milljarðara dollara fyrir Bandaríkin í fyrra. Bandarískir embættismenn segja Wall Street Journal að Trump hafi í raun átt við 100 milljarða dollara. Gary Cohn, viðskiptaráðgjafi Trump, tilkynnti að hann myndi láta af störfum eftir að Trump ákvað að leggja verndartollana á. Mikil ringulreið ríkti í Hvíta húsinu áður en Trump tilkynnti um ákvörðun sína í síðustu viku. Embættismenn vissu ekki hvort af tilkynningunni yrði eða af efni hennar. Þá var Trump sagður hafa ákveðið að leggja tollana á vegna þess að hann var reiður yfir röð neikvæðra frétta um ríkisstjórn hans. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn gæti tilkynnt um verndartolla á stál og ál Harðar deilur eru sagðar geisa innan Hvíta hússins um verndartollana sem hafa enn ekki verið fullmótaðir. 1. mars 2018 12:12 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. 3. mars 2018 22:14 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti formlega í dag um verndartolla á stál og ál sem hann boðaði í síðustu viku. Ráðamenn í Evrópusambandinu og í Kína vara Trump við því að þeir muni bregðast hart við tollunum og svara í sömu mynt. Trump lýsti því skyndilega yfir í síðustu viku að hann ætlaði að leggja 25% toll á innflutt stál og 10% á ál. Grundvöllur tollana er niðurstaða skoðunar viðskiptaráðuneytisins um að innflutningurinn ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Fulltrúar stál- og áliðnaðarins í Bandaríkjumum hafa verið boðaðir í Hvíta húsið í dag fyrir tilkynningu um verndartollana. Enn er þó mjög á reyki hvort tollarnir verði þeir sömu og Trump hefur áður lýst eða hvort að náin viðskiptalönd eins og Kanada og Mexíkó fái undanþágur frá þeim. Boðaðir tollar hafa ekki farið vel í leiðtoga annarra þjóða og jafnvel ekki innanlands hjá mörgum félögum Trump í Repúblikanaflokknum. Innan Evrópusambandsins hefur meðal annars verið rætt um toll á bandarískar vörur sem yrði sérsniðnir til að koma illa við heimaríki leiðtoga repúblikana, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ef Donald Trump grípur til þessara aðgerða í kvöld erum við með heilt vopnabúr sem við getum notað til að svara,“ segir Pierre Moscovici, efnahagsmálastjóri Evrópusambandsins. Wang Yi, fjármálaráðherra Kína, segir að sagan sýni að viðskiptastríð séu ekki rétta leiðin til að leysa vandamál. Bandaríkjamenn og Kínverjar þurfi ekki vera andstæðingar. „Afleiðingin verður aðeins skaðleg,“ segir Yi.Kröfu Trump skeikaði um 99 milljarða dollara Trump hefur sakað Kínverjar um að grafa undan bandarískum iðnaði og störfum. Því vill hann takmarka innflutning á ódýrum vörum frá Kína. Í gær krafðist hann þess í tísti að kínversk stjórnvöld settu saman áætlun um hvernig viðskiptahalli Bandaríkjanna við Kína gæti minnkað um milljarð dollara. Sú upphæð kom sérfræðingum nokkuð á óvart enda er hún afar lágt hlutfall af vöruskiptajöfnuði sem var neikvæður um 375 milljarðara dollara fyrir Bandaríkin í fyrra. Bandarískir embættismenn segja Wall Street Journal að Trump hafi í raun átt við 100 milljarða dollara. Gary Cohn, viðskiptaráðgjafi Trump, tilkynnti að hann myndi láta af störfum eftir að Trump ákvað að leggja verndartollana á. Mikil ringulreið ríkti í Hvíta húsinu áður en Trump tilkynnti um ákvörðun sína í síðustu viku. Embættismenn vissu ekki hvort af tilkynningunni yrði eða af efni hennar. Þá var Trump sagður hafa ákveðið að leggja tollana á vegna þess að hann var reiður yfir röð neikvæðra frétta um ríkisstjórn hans.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn gæti tilkynnt um verndartolla á stál og ál Harðar deilur eru sagðar geisa innan Hvíta hússins um verndartollana sem hafa enn ekki verið fullmótaðir. 1. mars 2018 12:12 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. 3. mars 2018 22:14 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bandaríkjastjórn gæti tilkynnt um verndartolla á stál og ál Harðar deilur eru sagðar geisa innan Hvíta hússins um verndartollana sem hafa enn ekki verið fullmótaðir. 1. mars 2018 12:12
Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51
Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. 3. mars 2018 22:14
ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58