Innlent

Arnfríður ekki vanhæf

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Dómarar við Landsrétt.
Dómarar við Landsrétt. Dómsmálaráðuneytið

Arnfríður Einarsdóttir dómari mun ekki víkja sæti í refsimáli sem áfrýjað hefur verið til Landsréttar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti.

Arnfríður Einarsdóttir var á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Með kröfu sinni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum Landsréttar sem ekki voru á meðal þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. 

Úrskurðurinn var kveðinn upp i Landsrétti um klukkan hálf 4 í dag. Arnfríður sjálf ásamt tveimur dómurum til viðbótar kvað upp úrskurðinn.

Sveinn Andri Sveinsson var viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins fyrir hönd Vilhjálms. Sveinn segir í samtali við Vísi að úrskurðurinn hafi verið kærður til Hæstaréttar.


Tengdar fréttir

Ekki úrskurðað um hæfi Arnfríðar í dag

Landsréttur mun ekki úrskurða um hæfi Arnfríðar Einarsdóttur, dómara við réttinn, í dag að sögn Björns L. Bergssonar, skrifstofustjóra Landsréttar.

Úrskurður í dag um vanhæfi Arnfríðar

Úrskurður verður kveðinn upp í Landsrétti í dag, um þá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti í máli sem áfrýjað hefur verið til réttarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×