Innlent

Vegir áfram lokaðir og snjóflóðahætta á Vestfjörðum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Mynd tekin á Bolungarvík í dag.
Mynd tekin á Bolungarvík í dag. Hafþór Gunnarsson
Óveðurslægð er nú yfir Vestfjörðum og þokast hún suðurs. Hvessir ört með ofankomu suðvestantil á landinu þegar líður á morguninn og síðar einnig við sunnantil á landinu. Óvissustig er vegna snjóflóða á Sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum og Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættuÍ dag er spáð áframhaldandi úrkomu í NA-átt. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er viðbúið að snjóflóð falli í þessu veðri og að snjóþekjan geti verið óstöðug fyrst eftir það. Það kom mikill nýr snjór í vikunni eftir hlákuna á síðustu helgi.

Lokaðir eru vegirnir um Biskupstungnabraut Mosfellsheiði, Kjósarskarð, Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Bröttubrekku. Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall, Öxnadalsheiði, Víkurskarð, vegurinn á milli Markarfljóts og Jökulsárlóns og svo Súðavíkurhlíð. Auk þessara lokana er víða ófært eða ekki ferðaveður. Vegna lokunar á fjallvegunum milli Faxaflóa og Suðurlands er bent á að Suðurstrandarvegur er opinn. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þarf að aka um Grindavík þar sem Krýsuvíkurvegur er ófær. Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir lokist fyrirvaralaust og þjónustu hætt.  

Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa frá klukkan tíu í dag. Búist er við vestan stormi og hríð. Mjög blint í snjókomu og skafrenningi og líkur á samgöngutruflunum á svæðinu. Á suðurlandi og Faxaflóa má búast við hviðum í allt að 40 m/s. Gul viðvörun er a Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og miðhálendi landsins.

Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum um færð á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777. 

Yfirlit yfir hugsanlegar lokanir má sjá hér:  Lokanir 11. febrúar


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×