Hundrað kristnir krossmenn fagna því að vera veðurtepptir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2018 14:15 95 unglingar njóta sín vel í snjónum í Vatnaskógi um helgina. Gunnar Hrafn Sveinsson 95 krakkar á aldrinum þrettán til sextán ára sækja árlega Æskulýðsmótið Friðrik í Vatnaskógi í Hvalfjarðarsveit um helgina. Æskulýðsfulltrúi segir að flestir krakkarnir fagni því að heimkomu hafi verið frestað til mánudags vegna veðurs. Krakkarnir mættu í Vatnaskóg á föstudagskvöldið en rútuferðir voru frá Reykjanesbæ, Grindavík, Hveragerði, Mosfellsbæ, Akranesi og Reykjavík auk þess sem rúta beið barna frá Vestmannaeyjum í Þorklákshöfn. Heimferð var áætluð í dag en vegna veðurs verður ekki lagt í hann fyrr en í fyrramálið. Snjóþungt er í Vatnaskógi en Gamli skáli, sem var vígður 1943, man tímana tvenna.Gunnar Hrafn Sveinsson „Þau eru langflest mjög ánægð og sátt við að missa af skóla á morgun,“ segir Gunnar Hrafn Sveinsson æskulýðsfulltrúi í samtali við Vísi. „Við hættum okkur ekki út í neina vitleysu og reiknum með því að fara héðan í fyrramálið.“ Um árlega samkomu er að ræða en í ár er afmæli Séra Friðriks Friðrikssonar, eins stofnenda KFUM og KFUK auk íþróttafélaganna Vals og Hauka, fagnað sérstaklega. Er afmælið raunar þema hittingsins í Vatnaskógi. Þessir kappar stigu skófludansinn í snjónum.Gunnar Hrafn Sveinsson Veðrið er ekkert sérstaklega slæmt í Vatnaskógi að sögn Gunnars Hrafns. Þar snjóar en vindur er tiltölulega lítill. „Krakkarnir eru úti í fínum fíling,“ segir Gunnar Hrafn. Veðrið hafi þó sett svip sinn á dagskrána í gær en rappsveitin Úlfur Úlfur komst ekki á kvöldvökuna sökum veðurs. Gunnar hlær aðspurður hvort hann hafi ekki fyllt í skarðið og rappað. Krakkarnir hafi skemmt sér mjög vel. Hann segir þetta vera í fyrsta skipti á þessari öld sem einhver verður veðurtepptur í Vatnaskógi. Auk krakkanna 95 eru starfsmenn svo heildarfjöldi er um 130. Þau séu búin að eiga mjög góða helgi.Fylgst er grannt með gangi mála vegna veðurs í veðurvaktinni á Vísi, sjá hér að neðan.
95 krakkar á aldrinum þrettán til sextán ára sækja árlega Æskulýðsmótið Friðrik í Vatnaskógi í Hvalfjarðarsveit um helgina. Æskulýðsfulltrúi segir að flestir krakkarnir fagni því að heimkomu hafi verið frestað til mánudags vegna veðurs. Krakkarnir mættu í Vatnaskóg á föstudagskvöldið en rútuferðir voru frá Reykjanesbæ, Grindavík, Hveragerði, Mosfellsbæ, Akranesi og Reykjavík auk þess sem rúta beið barna frá Vestmannaeyjum í Þorklákshöfn. Heimferð var áætluð í dag en vegna veðurs verður ekki lagt í hann fyrr en í fyrramálið. Snjóþungt er í Vatnaskógi en Gamli skáli, sem var vígður 1943, man tímana tvenna.Gunnar Hrafn Sveinsson „Þau eru langflest mjög ánægð og sátt við að missa af skóla á morgun,“ segir Gunnar Hrafn Sveinsson æskulýðsfulltrúi í samtali við Vísi. „Við hættum okkur ekki út í neina vitleysu og reiknum með því að fara héðan í fyrramálið.“ Um árlega samkomu er að ræða en í ár er afmæli Séra Friðriks Friðrikssonar, eins stofnenda KFUM og KFUK auk íþróttafélaganna Vals og Hauka, fagnað sérstaklega. Er afmælið raunar þema hittingsins í Vatnaskógi. Þessir kappar stigu skófludansinn í snjónum.Gunnar Hrafn Sveinsson Veðrið er ekkert sérstaklega slæmt í Vatnaskógi að sögn Gunnars Hrafns. Þar snjóar en vindur er tiltölulega lítill. „Krakkarnir eru úti í fínum fíling,“ segir Gunnar Hrafn. Veðrið hafi þó sett svip sinn á dagskrána í gær en rappsveitin Úlfur Úlfur komst ekki á kvöldvökuna sökum veðurs. Gunnar hlær aðspurður hvort hann hafi ekki fyllt í skarðið og rappað. Krakkarnir hafi skemmt sér mjög vel. Hann segir þetta vera í fyrsta skipti á þessari öld sem einhver verður veðurtepptur í Vatnaskógi. Auk krakkanna 95 eru starfsmenn svo heildarfjöldi er um 130. Þau séu búin að eiga mjög góða helgi.Fylgst er grannt með gangi mála vegna veðurs í veðurvaktinni á Vísi, sjá hér að neðan.
Hvalfjarðarsveit Veður Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira