Faðir þolanda Nassars er laus allra mála Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 23:37 Randall Margraves, faðir þolanda, réðst að Larry Nassar. Saknsóknari hyggst ekki ákæra Margraves. Vísir/Getty Randall Margraves, faðir stúlku sem læknirinn Larry Nassar braut á, er laus allra mála og verður ekki ákærður fyrir að hafa misst stjórn á sér og ráðist að Nassar á meðan á réttarhöldunum yfir honum stóðu. Í dag barst tilkynning frá embætti saksóknara í Michigan þar fram kom að ekki stæði til að ákæra Margraves. Margrave vakti heimsathygli í upphafi mánaðar þegar hann gerði tilraun til að ráðast á Nassar sem í skjóli starfs síns sem læknir ríkisháskólans í Michigan og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins misnotaði hundruð stúlkna að því er fram kemur á vef NBC. Um það leyti sem önnur af tveimur dætrum Margraves greindi frá hræðilegri reynslu sinni af misnotkun Nassars lét faðirinn í bræðiskasti til skarar skríða. Í fyrstu bað hann dómarann um veita sér fáeinar mínútur í einrúmi með Nassar en þegar þeirri beiðni var hafnað hjólaði Margraves í hinn ákærða. „Hleypið mér í þennan skíthæl!“ öskraði Margraves þegar lögreglumennirnir í réttarsalnum reyndu að yfirbuga hann. JUST IN: Father of victims restrained in court after lunging for disgraced gymnastics doctor Larry Nassar: "Give me one minute with that bastard!" pic.twitter.com/enWpb5RHFL— NBC News (@NBCNews) February 2, 2018 Ákvörðun Janice Cunningham, dómara, hafði áhrif á afstöðu saksóknara.visir/gettyJanice Cunningham, dómari, veitti Margraves áminningu í stað þess að ákæra hann fyrir að sýna dómnum lítilsvirðingu í ljósi þess að Margraves hafi beðist afsökunar á framferði sínu. Í yfirlýsingu saksóknarans kemur fram að ákvörðun dómarans hafi spilað inn í ákvörðun embættisins. Margir álíta Margraves sem hetju og finna til með honum en í hans nafni söfnuðust tuttugu og fimm þúsund dollarar fyrir lögfræðikostnaði sem hefði getað fallið til vegna málsins. Margraves lét aftur á móti upphæðina sem safnaðist renna til samtaka sem starfa í þágu þolenda kynferðislegs ofbeldis.Margraves er því laus allra mála, öfugt við Nassar því refsingin sem honum hefur verið gerð hljóðar samanlagt upp á allt að 360 ára fangelsi. Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53 Pabbinn sem reyndi að ráðast á Nassar: Ég sjálfur hafði farið með dæturnar mínar til djöfulsins Randall Margraves vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann reyndi að ráðast á bandaríska lækninn Larry Nassar í réttarsalnum þar sem dóttir hans var á sama tíma að segja frá hryllilegri misnotkun Nassar á sér. 5. febrúar 2018 15:00 Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Randall Margraves, faðir stúlku sem læknirinn Larry Nassar braut á, er laus allra mála og verður ekki ákærður fyrir að hafa misst stjórn á sér og ráðist að Nassar á meðan á réttarhöldunum yfir honum stóðu. Í dag barst tilkynning frá embætti saksóknara í Michigan þar fram kom að ekki stæði til að ákæra Margraves. Margrave vakti heimsathygli í upphafi mánaðar þegar hann gerði tilraun til að ráðast á Nassar sem í skjóli starfs síns sem læknir ríkisháskólans í Michigan og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins misnotaði hundruð stúlkna að því er fram kemur á vef NBC. Um það leyti sem önnur af tveimur dætrum Margraves greindi frá hræðilegri reynslu sinni af misnotkun Nassars lét faðirinn í bræðiskasti til skarar skríða. Í fyrstu bað hann dómarann um veita sér fáeinar mínútur í einrúmi með Nassar en þegar þeirri beiðni var hafnað hjólaði Margraves í hinn ákærða. „Hleypið mér í þennan skíthæl!“ öskraði Margraves þegar lögreglumennirnir í réttarsalnum reyndu að yfirbuga hann. JUST IN: Father of victims restrained in court after lunging for disgraced gymnastics doctor Larry Nassar: "Give me one minute with that bastard!" pic.twitter.com/enWpb5RHFL— NBC News (@NBCNews) February 2, 2018 Ákvörðun Janice Cunningham, dómara, hafði áhrif á afstöðu saksóknara.visir/gettyJanice Cunningham, dómari, veitti Margraves áminningu í stað þess að ákæra hann fyrir að sýna dómnum lítilsvirðingu í ljósi þess að Margraves hafi beðist afsökunar á framferði sínu. Í yfirlýsingu saksóknarans kemur fram að ákvörðun dómarans hafi spilað inn í ákvörðun embættisins. Margir álíta Margraves sem hetju og finna til með honum en í hans nafni söfnuðust tuttugu og fimm þúsund dollarar fyrir lögfræðikostnaði sem hefði getað fallið til vegna málsins. Margraves lét aftur á móti upphæðina sem safnaðist renna til samtaka sem starfa í þágu þolenda kynferðislegs ofbeldis.Margraves er því laus allra mála, öfugt við Nassar því refsingin sem honum hefur verið gerð hljóðar samanlagt upp á allt að 360 ára fangelsi.
Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53 Pabbinn sem reyndi að ráðast á Nassar: Ég sjálfur hafði farið með dæturnar mínar til djöfulsins Randall Margraves vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann reyndi að ráðast á bandaríska lækninn Larry Nassar í réttarsalnum þar sem dóttir hans var á sama tíma að segja frá hryllilegri misnotkun Nassar á sér. 5. febrúar 2018 15:00 Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53
Pabbinn sem reyndi að ráðast á Nassar: Ég sjálfur hafði farið með dæturnar mínar til djöfulsins Randall Margraves vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann reyndi að ráðast á bandaríska lækninn Larry Nassar í réttarsalnum þar sem dóttir hans var á sama tíma að segja frá hryllilegri misnotkun Nassar á sér. 5. febrúar 2018 15:00
Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41