Viðskipti innlent

Hreinn nýr vöru- og við­skipta­þróunar­stjóri Já

Atli Ísleifsson skrifar
Hreinn Gústavsson.
Hreinn Gústavsson.
Hreinn Gústavsson hefur verið ráðinn vöru- og viðskiptaþróunarstjóri Já. Hann mun jafnframt taka sæti í í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Í tilkynningu kemur fram að Hreinn hafi áður verið framkvæmdastjóri og einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Stokkur Software ehf. sem þróað hefur öpp á borð við Alfreð, Púlsinn, Strætó og Leggja.

Hreinn starfaði áður sem forritari hjá Vodafone, TM Software og Nova. Hann útskrifaðist með BSc í kerfisfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002.

Haft er eftir Hreini að hann hafi fylgst með Já á undanförnum  árum og hlakki til að fá tækifæri að taka þátt í nýsköpun og þróun til frekari uppbyggingar félagsins.  „Við erum að upplifa hraðar tækniframfarir sem hefur áhrif á alla atvinnuvegi og því spennandi tímar framundan í upplýsinga- og tæknigeiranum,“ segir Hreinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×