„Iron Man“ vann Ólympíugull fyrir heimamenn í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 10:30 Yun Sung-Bin. Vísir/Getty Suður-Kóreumenn unnu í nótt sitt annað gull á Ólympíuleikunum í Pyeongchang en það þurfti sannkallaða ofurhetju til að landa því. Magasleðamaðurinn (skeleton) Yun Sung-Bin vann þá glæsilegan sigur en keppendur liggja þarna á maganum með höfuðið á undan og renna sér niður brautina flötum og stuttum sleðum. Yun Sung-Bin var farinn að vekja heimsathygli áður en hann landaði gullinu og ekki síst fyrir hjálminn sinn sem hann lét hanna eins og hjálm ofurhetjunnar Iron Man.Men's #Skeleton Sungbin Yun #KOR#gold Nikita Tregubov #OAR#Silver@domparsons #GBR#Bronze#PyeongChang2018#Olympicspic.twitter.com/l0IuOdyin7 — Olympics (@Olympics) February 16, 2018 Það er líka ástæða fyrir því að hann notar „Iron Man“ hjálminn. „Hann er uppáhalds karakterinn minn og þess vegna tileinka ég honum hjálminn minn,“ sagði Yun Sung-Bin og bætti við: „Það er líka margt líkt með því hvernig menn renna sér á magasleðanum og hvernig Iron Man flýgur,“ sagði Yun Sung-Bin. Congrats! South Korea's Yun Sung-bin won the Olympic skeleton gold #PyeongChang2018pic.twitter.com/UQAAgQH0ri — Xinhua Sports (@XHSports) February 16, 2018 Yun Sung-Bin kom í mark á samanlögðum tíma upp á þrjár mínútur 20 sekúndur og 55 sekúndubrot eftir ferðirnar fjórar. Hann var 1,63 sekúndum á undan Rússanum Nikita Tregubov. Yun Sung-Bin var hinsvegar greinilega alveg búinn á því eftir keppnina. „Ég vil bara slökkva á símanum og fara heim og sofa,“ sagði Yun Sung-Bin en hvort hann komist upp með það er nú ólíklegt. Yun Sung-Bin er orðin þjóðhetja í Suður-Kóreu og það vilja allir hitta hann og sjá hann á næstu dögum.Meet my new favorite #OLYMPICS athlete, Yun Sung-Bin of South Korea, aka the Skeleton Dude With the @Iron_Man helmet. pic.twitter.com/lcu2RlnnjA — Ryan McGee (@ESPNMcGee) February 15, 2018 Sigur hans var sögulegur fyrir margar sakir. Þetta var fyrsti verðlaunapeningur Suður-Kóreu á Ólympíuleikum á magasleðanum og þetta var líka mesti yfirburðarsigurinn í þessari grein í sögu Ólympíuleikanna. Yun Sung-bin var þarna líka að vinna fyrstu Ólympíuverðlaunin á sleðum af manni sem er ekki frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Það er reyndar ekki enn ljóst hvort Marvel fyrirtækið hafi gefið leyfi fyrir notkun hjálmarins en menn þar á bæ ættu nú ekki að kvarta mikið yfir þessari ókeypis auglýsingu.S. Korea just won #gold in #skeleton which is really cool. But only a fraction as cool as his helmet! #IronMan#SuperHeropic.twitter.com/VkxfA6xKi2 — Mitch Bradley (@4CivicGood) February 16, 2018Speeeeeeed #Skeleton#Gold#YunSungBin#PyeongChang2018#Olympicspic.twitter.com/r706I9pIMa — Olympics (@Olympics) February 16, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Sjá meira
Suður-Kóreumenn unnu í nótt sitt annað gull á Ólympíuleikunum í Pyeongchang en það þurfti sannkallaða ofurhetju til að landa því. Magasleðamaðurinn (skeleton) Yun Sung-Bin vann þá glæsilegan sigur en keppendur liggja þarna á maganum með höfuðið á undan og renna sér niður brautina flötum og stuttum sleðum. Yun Sung-Bin var farinn að vekja heimsathygli áður en hann landaði gullinu og ekki síst fyrir hjálminn sinn sem hann lét hanna eins og hjálm ofurhetjunnar Iron Man.Men's #Skeleton Sungbin Yun #KOR#gold Nikita Tregubov #OAR#Silver@domparsons #GBR#Bronze#PyeongChang2018#Olympicspic.twitter.com/l0IuOdyin7 — Olympics (@Olympics) February 16, 2018 Það er líka ástæða fyrir því að hann notar „Iron Man“ hjálminn. „Hann er uppáhalds karakterinn minn og þess vegna tileinka ég honum hjálminn minn,“ sagði Yun Sung-Bin og bætti við: „Það er líka margt líkt með því hvernig menn renna sér á magasleðanum og hvernig Iron Man flýgur,“ sagði Yun Sung-Bin. Congrats! South Korea's Yun Sung-bin won the Olympic skeleton gold #PyeongChang2018pic.twitter.com/UQAAgQH0ri — Xinhua Sports (@XHSports) February 16, 2018 Yun Sung-Bin kom í mark á samanlögðum tíma upp á þrjár mínútur 20 sekúndur og 55 sekúndubrot eftir ferðirnar fjórar. Hann var 1,63 sekúndum á undan Rússanum Nikita Tregubov. Yun Sung-Bin var hinsvegar greinilega alveg búinn á því eftir keppnina. „Ég vil bara slökkva á símanum og fara heim og sofa,“ sagði Yun Sung-Bin en hvort hann komist upp með það er nú ólíklegt. Yun Sung-Bin er orðin þjóðhetja í Suður-Kóreu og það vilja allir hitta hann og sjá hann á næstu dögum.Meet my new favorite #OLYMPICS athlete, Yun Sung-Bin of South Korea, aka the Skeleton Dude With the @Iron_Man helmet. pic.twitter.com/lcu2RlnnjA — Ryan McGee (@ESPNMcGee) February 15, 2018 Sigur hans var sögulegur fyrir margar sakir. Þetta var fyrsti verðlaunapeningur Suður-Kóreu á Ólympíuleikum á magasleðanum og þetta var líka mesti yfirburðarsigurinn í þessari grein í sögu Ólympíuleikanna. Yun Sung-bin var þarna líka að vinna fyrstu Ólympíuverðlaunin á sleðum af manni sem er ekki frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Það er reyndar ekki enn ljóst hvort Marvel fyrirtækið hafi gefið leyfi fyrir notkun hjálmarins en menn þar á bæ ættu nú ekki að kvarta mikið yfir þessari ókeypis auglýsingu.S. Korea just won #gold in #skeleton which is really cool. But only a fraction as cool as his helmet! #IronMan#SuperHeropic.twitter.com/VkxfA6xKi2 — Mitch Bradley (@4CivicGood) February 16, 2018Speeeeeeed #Skeleton#Gold#YunSungBin#PyeongChang2018#Olympicspic.twitter.com/r706I9pIMa — Olympics (@Olympics) February 16, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Sjá meira