Hreppurinn var tilbúinn að bjóða hærra í fálka Ríkarðs á uppboðinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. febrúar 2018 06:00 Í Löngubúð er útskorinn verk af öllu tagi eftir Ríkarð Jónsson. Gauti Jóhannesson „Það var ekkert annað í stöðunni en að bregðast hart við,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, þar sem nú er beðið eftir heimkomu útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem hreppurinn keypti á uppboði í London. Listamaðurinn Ríkarður Jónsson er frá bænum Strýtu í Hamarsfirði innan við Djúpavog. Dætur Ríkarðs, Ásdís og Ólöf, ánöfnuðu hreppnum allar eignir sínar, þar með talinn fjölda verka sem faðir þeirra hafði gert. Þau eru til sýnis í hinni sögufrægu Löngubúð á Djúpavogi. Og þangað er stefnt fálkanum sem Ríkarður skar út árið 1950 og rataði síðan út til Englands.Ríkarðsfálkinn flýgur heim með Íslandsvinum í vor.Eins og fram kom í Fréttablaðinu greiddi hreppurinn 200 þúsund krónur fyrir Ríkarðsfálkann á uppboði 6. febrúar. Gauti segir kveikjuna hafa verið frétt Fréttablaðsins af því að uppboðið stæði fyrir dyrum. Þá hafi verið hart brugðist við og bresku hjónin Felicity og Michael Bullock, sem eiga jörðina Hvalnes, hafi verið fengin til að mæta og bjóða í fálkann. „Þau er sjálf að versla með antík og eru öllum hnútum kunnug svo þetta steinlá,“ segir Gauti sem aðspurður jánkar því að hreppurinn hafi verið tilbúinn að greiða enn hærra verð en fálkinn fékkst á. Menn séu því ánægðir með viðskiptin.Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi.Anna Sigrún GunnalugsdóttirList Ríkarðs Jónssonar er gert hátt undir höfði á Djúpavogi. „Við erum með Ríkarðssafn í Löngubúð og þegar fram líða stundir þá tekur til starfa hér svokallað Ríkarðshús,“ segir Gauti. Hreppurinn hefur fengið 500 þúsund króna styrk úr Uppbyggingarsjóði Austurlands til að opna sýningu í Löngubúð 1. desember í tilefni eitt hundrað ára afmælis fullveldis Íslendinga. „Það tengist náttúrlega Ríkarði beint því hann átti upphaflegu hönnunina að íslenska skjaldarmerkinu,“ segir Gauti. Hann segir hreppinn eiga marga mjög fallega gripi eftir Ríkarð af mjög fjölbreytilegu tagi. Fálkinn muni sóma sér vel innan um þessi verk. „Felicity og Michael koma í vor og taka hann væntanlega með sér – nema það gefist einhver önnur ferð.“ Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Tengdar fréttir Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00 Fálki Ríkarðs seldur í London fyrir 200 þúsund „Verðið var kannski í lægri kantinum en sanngjarnt,“ segir Sean Curtis-Ward, eigandi útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði í London í gær. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Það var ekkert annað í stöðunni en að bregðast hart við,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, þar sem nú er beðið eftir heimkomu útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem hreppurinn keypti á uppboði í London. Listamaðurinn Ríkarður Jónsson er frá bænum Strýtu í Hamarsfirði innan við Djúpavog. Dætur Ríkarðs, Ásdís og Ólöf, ánöfnuðu hreppnum allar eignir sínar, þar með talinn fjölda verka sem faðir þeirra hafði gert. Þau eru til sýnis í hinni sögufrægu Löngubúð á Djúpavogi. Og þangað er stefnt fálkanum sem Ríkarður skar út árið 1950 og rataði síðan út til Englands.Ríkarðsfálkinn flýgur heim með Íslandsvinum í vor.Eins og fram kom í Fréttablaðinu greiddi hreppurinn 200 þúsund krónur fyrir Ríkarðsfálkann á uppboði 6. febrúar. Gauti segir kveikjuna hafa verið frétt Fréttablaðsins af því að uppboðið stæði fyrir dyrum. Þá hafi verið hart brugðist við og bresku hjónin Felicity og Michael Bullock, sem eiga jörðina Hvalnes, hafi verið fengin til að mæta og bjóða í fálkann. „Þau er sjálf að versla með antík og eru öllum hnútum kunnug svo þetta steinlá,“ segir Gauti sem aðspurður jánkar því að hreppurinn hafi verið tilbúinn að greiða enn hærra verð en fálkinn fékkst á. Menn séu því ánægðir með viðskiptin.Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi.Anna Sigrún GunnalugsdóttirList Ríkarðs Jónssonar er gert hátt undir höfði á Djúpavogi. „Við erum með Ríkarðssafn í Löngubúð og þegar fram líða stundir þá tekur til starfa hér svokallað Ríkarðshús,“ segir Gauti. Hreppurinn hefur fengið 500 þúsund króna styrk úr Uppbyggingarsjóði Austurlands til að opna sýningu í Löngubúð 1. desember í tilefni eitt hundrað ára afmælis fullveldis Íslendinga. „Það tengist náttúrlega Ríkarði beint því hann átti upphaflegu hönnunina að íslenska skjaldarmerkinu,“ segir Gauti. Hann segir hreppinn eiga marga mjög fallega gripi eftir Ríkarð af mjög fjölbreytilegu tagi. Fálkinn muni sóma sér vel innan um þessi verk. „Felicity og Michael koma í vor og taka hann væntanlega með sér – nema það gefist einhver önnur ferð.“
Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Tengdar fréttir Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00 Fálki Ríkarðs seldur í London fyrir 200 þúsund „Verðið var kannski í lægri kantinum en sanngjarnt,“ segir Sean Curtis-Ward, eigandi útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði í London í gær. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00
Fálki Ríkarðs seldur í London fyrir 200 þúsund „Verðið var kannski í lægri kantinum en sanngjarnt,“ segir Sean Curtis-Ward, eigandi útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði í London í gær. 7. febrúar 2018 06:00