Innlent

Hælisleitandi sem varð fyrir árás fær sálfræðiaðstoð: „Hann er ungur og skilur ekki af hverju hann situr inni“

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Maðurinn varð fyrir árás á Litla-Hrauni en hefur verið fluttur í fangelsið á Hólmsheiði.
Maðurinn varð fyrir árás á Litla-Hrauni en hefur verið fluttur í fangelsið á Hólmsheiði. Vísir/egill
S á lfr æð ingur  á  vegum Rau ð a krossins heims æ kir unga h æ lisleitandann sem r áð ist var  á   í  fangelsi  á  d ö gunum reglulega til a ð  hj á lpa honum a ð  vinna  ú á fallinu. Verkefnastj ó ri Rau ð a krossins segir unga manninn ekki enn skilja af hverju hann er  í  fangelsi. 

Fyrir um það bil tveimur vikum var fjallað um grófa líkamsárás á ungan hælisleitanda sem hefur verið í gæsluvarðhaldi vegna ítrekaðra flóttatilrauna, en hann fékk ekki hæli hér á landi og eftir tanngreiningu var hann ekki talinn vera undir átján ára aldri.

Lögmaður mannsins hefur gagnrýnt að svo ungur maður skuli vera vistaður með fullorðnu fólki og segir kerfið hafa brugðist honum.

Áshildur Linnet, verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir sálfræðing á þeirra vegum heimsækja unga manninn. „Í áfallahjálparteyminu eru sálfræðingar, við verðum með reglulegar heimsóknir til að styðja hann eftir þessa árás sem hann varð fyrir,“ segir Áshildur og bætir við að líðan hann sé alls ekki góð.

„Hann er ungur og skilur ekki af hverju hann situr inni. Við gerum allt sem við getum gert til að styðja hann við þessar erfiðu aðstæður,“ segir Áshildur Linnet.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×