Íslensk stúlka í forgrunni í umfjöllun BBC um Þjóðadeildardráttinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2018 09:00 Mynd/Skjáskot af BBC Litla Ísland verður með risaþjóðunum þegar dregið verður í riðla í Þjóðardeildinni í dag. Erlendir fjölmiðlar fylgjast vel með eins og Vísir og BBC er þar engin undantekning. Ísland er ein af tólf þjóðum sem eru í A-deild Þjóðardeildarinnar og það er þegar ljóst að íslensku strákarnir verða í riðli með mjög sterkum þjóðum. Þar gætum við verið að tala um England og Þýskaland eða Spán og Frakkland. Það er því mjög spennandi dráttur framundan í dag. Erlendu fjölmiðlarnir eru líka á vaktinni og auðvitað hefur farið talsverður kraftur í að reyna að skýra út hvernig keppnin muni fara fram. Þjóðardeildin er nefnilega gerólík örðum keppnum sem hafa farið fram hjá fótboltalandsliðunum. Það vekur athygli að myndin sem er notuð með útskýringafrétt þeirra BBC-manna um Þjóðardeildaina er með Ísland í aðalhlutverki. Íslensk stúlka er nefnilega í forgrunni í aðalmyndinni með umfjöllun BBC. Á þrískipti aðalmynd fer stolti Íslendingurinn ekki framhjá neinum. Undir myndinni er bent á það að Ísland, Wales og Norður-Írland hafi verið þrjár litlar þjóðir sem settu sitt á síðasta Evrópumót í fótbolta sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016.Wondering what the UEFA #NationsLeague is? It's all explained here https://t.co/kPjBivFHnzpic.twitter.com/DRcm7TCG1k — BBC Sport (@BBCSport) January 23, 2018 Myndin er tekin af íslensku stúlkunni uppáklæddri á landsleik Íslands en hún er mjög vel merkt Íslandi, bæði á húfu sinni sem og að hún er með íslenskan fánann málaðan á kinnina sína. Íslenskt stuðningsfólk hefur vakið mikla athygli á síðustu stórmótum fótboltans enda hefur okkar fólk staðið sig frábærlega í stúkunni. Víkingaklappið stal senunni á EM 2016 í Frakklandi og þá vekur það alltaf athygli þegar forsetinn okkar sleppir heiðursstúkunni en kemur sér frekar vel fyrir í miðjum stuðningshóp íslenska landsliðsins. Það er því kannski ekkert skrýtið að íslensk stúlka sé fulltrúi stuðningsmanna liðanna í Þjóðardeildinni en á hinum hlutum myndarinnar er mynd frá drætti og af leikmanni Norður-Írlands. Nú bíðum við spennt eftir drættinum en hann hefst klukkan 11.00 og það verður hægt að fylgjast vel með honum hér inn á Vísi. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Litla Ísland verður með risaþjóðunum þegar dregið verður í riðla í Þjóðardeildinni í dag. Erlendir fjölmiðlar fylgjast vel með eins og Vísir og BBC er þar engin undantekning. Ísland er ein af tólf þjóðum sem eru í A-deild Þjóðardeildarinnar og það er þegar ljóst að íslensku strákarnir verða í riðli með mjög sterkum þjóðum. Þar gætum við verið að tala um England og Þýskaland eða Spán og Frakkland. Það er því mjög spennandi dráttur framundan í dag. Erlendu fjölmiðlarnir eru líka á vaktinni og auðvitað hefur farið talsverður kraftur í að reyna að skýra út hvernig keppnin muni fara fram. Þjóðardeildin er nefnilega gerólík örðum keppnum sem hafa farið fram hjá fótboltalandsliðunum. Það vekur athygli að myndin sem er notuð með útskýringafrétt þeirra BBC-manna um Þjóðardeildaina er með Ísland í aðalhlutverki. Íslensk stúlka er nefnilega í forgrunni í aðalmyndinni með umfjöllun BBC. Á þrískipti aðalmynd fer stolti Íslendingurinn ekki framhjá neinum. Undir myndinni er bent á það að Ísland, Wales og Norður-Írland hafi verið þrjár litlar þjóðir sem settu sitt á síðasta Evrópumót í fótbolta sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016.Wondering what the UEFA #NationsLeague is? It's all explained here https://t.co/kPjBivFHnzpic.twitter.com/DRcm7TCG1k — BBC Sport (@BBCSport) January 23, 2018 Myndin er tekin af íslensku stúlkunni uppáklæddri á landsleik Íslands en hún er mjög vel merkt Íslandi, bæði á húfu sinni sem og að hún er með íslenskan fánann málaðan á kinnina sína. Íslenskt stuðningsfólk hefur vakið mikla athygli á síðustu stórmótum fótboltans enda hefur okkar fólk staðið sig frábærlega í stúkunni. Víkingaklappið stal senunni á EM 2016 í Frakklandi og þá vekur það alltaf athygli þegar forsetinn okkar sleppir heiðursstúkunni en kemur sér frekar vel fyrir í miðjum stuðningshóp íslenska landsliðsins. Það er því kannski ekkert skrýtið að íslensk stúlka sé fulltrúi stuðningsmanna liðanna í Þjóðardeildinni en á hinum hlutum myndarinnar er mynd frá drætti og af leikmanni Norður-Írlands. Nú bíðum við spennt eftir drættinum en hann hefst klukkan 11.00 og það verður hægt að fylgjast vel með honum hér inn á Vísi.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira